Það er ekki kalt á okkar toppi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2012 08:00 Íris Mist Magnúsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum eru búin að undirbúa sig vel fyrir Evrópumótið sem hefst á miðvikudaginn. Mynd/Anton Þær slógu í gegn fyrir tveimur árum þegar þær urðu Evrópumeistarar í Svíþjóð og hafa síðan verið duglegar að kynna sportið fyrir landsmönnum. Í dag vita örugglega allir landsmenn hverjar gullstelpurnar úr Gerplu eru en um komandi helgi kemur í ljós hvort þær geta komið aftur með gullið til Íslands. Fram undan er Evrópumótið sem fer fram í Árósum í Danmörku. Það hefst á miðvikudaginn og lýkur síðan með úrslitum á sunnudaginn. Íris Mist Magnúsdóttir er sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska liðinu en hún er að koma til baka eftir að hafa slitið hásin skömmu fyrir Norðurlandamótið í fyrra. Stelpurnar urðu Norðurlandameistarar án hennar og Íris er ekki í vafa um að liðið sé tilbúið í titilvörnina enda að hennar mati með betra lið en fyrir tveimur árum. „Liðið er miklu betra núna," sagði Íris Mist og ítrekar orð sín. „Það er yfirburða mikið betra núna. Við erum komnar með fullt af yngri stelpum sem eru ógeðslega góðar. Það eru líka komnar nýjar stelpur inn í liðið og svo eru allar með sem voru fyrir tveimur árum. Það eru allar í liðinu búnar að ná ótrúlegum framförum og við erum allar búnar að vera duglegar að æfa," segir Íris Mist en hún segir það mikilvægt að liðið sé að fara í rétta átt og stefni alltaf hærra. Vandamálið hafi aðallega legið hjá þjálfurunum sem þurftu að skera niður hópinn. „Við vorum 23 að æfa og það þurfti að skera okkur niður í 16. Það er örugglega erfiðasta verkefnið sem þjálfararnir hafa fengið á ævinni," segir Íris en síðan fara aðeins tólf inn á gólfið í einu. „Það er mjög mikil framför hjá öllum og liðið hefur aldrei verið svona sterkt. Ég hef aldrei haft eins mikla trú á okkur," segir Íris. En er ekki kalt á toppnum? „Það er ekki kalt á okkar toppi. Það er alltaf sagt að það sé kalt á toppnum en er ekki bara enn þá kaldara í 2. og 3. sætinu?" segir Íris létt og hún segir stelpurnar ætla að nýta pressuna á réttan hátt. „Það var líka pressa á okkur á Norðurlandamótinu í fyrra þegar við mættum þangað sem Evrópumeistarar. Það þýðir ekkert að vera að pæla í því en auðvitað er maður alltaf með þetta á bak við eyrað. Það er bara góð pressa ef maður ákveður það að nýta hana á réttan hátt," segir Íris. Stelpurnar fara langt á stemningu og samheldni en þær geta ekki útlokað þá staðreynd að allt verður að ganga upp ætli þær að ná í gullið. „Það má ekkert klikka en við erum búnar að æfa þannig að við ætlum ekki að láta neitt klikka," segir Íris og hún telur að liðið græði mikið á því að vera búnar að vera svona mikið saman. „Þær sænsku hittast kannski einu sinni í mánuði en við fáum möguleika á að æfa saman sex sinnum í viku og vera saman eftir æfingu og fyrir æfingu. Við fórum saman til Ítalíu í æfingabúðir í sumar og æfðum þar saman allan daginn. Við fórum líka saman hringinn og þetta hefur styrkt hópinn svakalega mikið," segir Íris og metnaður hennar og stelpnanna leynir sér ekki. „Það er ógeðslega gaman að æfa og undirbúa sig fyrir það að verða Evrópumeistari og það er miklu skemmtilegra en að vera bara að stefna að því að fara á Evrópumót. Það er líka skemmtilegra þegar allir eru með hausinn á sama stað og eru að stefna að sama markmiði," segir Íris. Íslenska liðið endaði í öðru sæti á Evrópumótinu í Belgíu fyrir fjórum árum og tók síðan gullið fyrir tveimur árum. Þær eiga möguleika á því að endurskrifa söguna með því að taka tvö EM-gull í röð. Eftir samtalið við Írisi er ég ekki frá því að það sé í lagi að vera bjartsýnn á að gullið sé aftur á leiðinni til Íslands á sunnudaginn. Íþróttir Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sjá meira
Þær slógu í gegn fyrir tveimur árum þegar þær urðu Evrópumeistarar í Svíþjóð og hafa síðan verið duglegar að kynna sportið fyrir landsmönnum. Í dag vita örugglega allir landsmenn hverjar gullstelpurnar úr Gerplu eru en um komandi helgi kemur í ljós hvort þær geta komið aftur með gullið til Íslands. Fram undan er Evrópumótið sem fer fram í Árósum í Danmörku. Það hefst á miðvikudaginn og lýkur síðan með úrslitum á sunnudaginn. Íris Mist Magnúsdóttir er sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska liðinu en hún er að koma til baka eftir að hafa slitið hásin skömmu fyrir Norðurlandamótið í fyrra. Stelpurnar urðu Norðurlandameistarar án hennar og Íris er ekki í vafa um að liðið sé tilbúið í titilvörnina enda að hennar mati með betra lið en fyrir tveimur árum. „Liðið er miklu betra núna," sagði Íris Mist og ítrekar orð sín. „Það er yfirburða mikið betra núna. Við erum komnar með fullt af yngri stelpum sem eru ógeðslega góðar. Það eru líka komnar nýjar stelpur inn í liðið og svo eru allar með sem voru fyrir tveimur árum. Það eru allar í liðinu búnar að ná ótrúlegum framförum og við erum allar búnar að vera duglegar að æfa," segir Íris Mist en hún segir það mikilvægt að liðið sé að fara í rétta átt og stefni alltaf hærra. Vandamálið hafi aðallega legið hjá þjálfurunum sem þurftu að skera niður hópinn. „Við vorum 23 að æfa og það þurfti að skera okkur niður í 16. Það er örugglega erfiðasta verkefnið sem þjálfararnir hafa fengið á ævinni," segir Íris en síðan fara aðeins tólf inn á gólfið í einu. „Það er mjög mikil framför hjá öllum og liðið hefur aldrei verið svona sterkt. Ég hef aldrei haft eins mikla trú á okkur," segir Íris. En er ekki kalt á toppnum? „Það er ekki kalt á okkar toppi. Það er alltaf sagt að það sé kalt á toppnum en er ekki bara enn þá kaldara í 2. og 3. sætinu?" segir Íris létt og hún segir stelpurnar ætla að nýta pressuna á réttan hátt. „Það var líka pressa á okkur á Norðurlandamótinu í fyrra þegar við mættum þangað sem Evrópumeistarar. Það þýðir ekkert að vera að pæla í því en auðvitað er maður alltaf með þetta á bak við eyrað. Það er bara góð pressa ef maður ákveður það að nýta hana á réttan hátt," segir Íris. Stelpurnar fara langt á stemningu og samheldni en þær geta ekki útlokað þá staðreynd að allt verður að ganga upp ætli þær að ná í gullið. „Það má ekkert klikka en við erum búnar að æfa þannig að við ætlum ekki að láta neitt klikka," segir Íris og hún telur að liðið græði mikið á því að vera búnar að vera svona mikið saman. „Þær sænsku hittast kannski einu sinni í mánuði en við fáum möguleika á að æfa saman sex sinnum í viku og vera saman eftir æfingu og fyrir æfingu. Við fórum saman til Ítalíu í æfingabúðir í sumar og æfðum þar saman allan daginn. Við fórum líka saman hringinn og þetta hefur styrkt hópinn svakalega mikið," segir Íris og metnaður hennar og stelpnanna leynir sér ekki. „Það er ógeðslega gaman að æfa og undirbúa sig fyrir það að verða Evrópumeistari og það er miklu skemmtilegra en að vera bara að stefna að því að fara á Evrópumót. Það er líka skemmtilegra þegar allir eru með hausinn á sama stað og eru að stefna að sama markmiði," segir Íris. Íslenska liðið endaði í öðru sæti á Evrópumótinu í Belgíu fyrir fjórum árum og tók síðan gullið fyrir tveimur árum. Þær eiga möguleika á því að endurskrifa söguna með því að taka tvö EM-gull í röð. Eftir samtalið við Írisi er ég ekki frá því að það sé í lagi að vera bjartsýnn á að gullið sé aftur á leiðinni til Íslands á sunnudaginn.
Íþróttir Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti