Nánast fullkominn dagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2012 07:00 Ísland vann tvöfalt í Árósum um helgina. Hér er hópurinn allur á Kastrup í gær. Mynd/Ólafur Björnsson Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í hópfimleikum um helgina. Ísland varði titil sinn í kvennaflokki og stúlknasveitin gerði sér lítið fyrir og vann gull í sínum flokki. „Mér líður ótrúlega vel. Það er samt furðulegt að þetta skuli allt vera búið," sagði Ásdís Guðmundsdóttir, einn Evrópumeistara Íslands í kvennaflokki, þegar Fréttablaðið náði tali af henni á laugardaginn. „Spennufallið er algjört en þetta er engu að síður rosalega ánægjulegt." Ísland varð þremur stigum á eftir Svíum í undankeppninni á föstudag en stórbætti sig í öllum greinum í úrslitunum. Niðurstaðan var öruggur sigur en Svíar, sem fengu silfur, voru þremur stigum á eftir. Efstar í öllum greinum„Markmiðið okkar var að verja titilinn og við áttum rosalega góðan dag. Við kláruðum þetta nokkurn veginn eins vel og hægt var," sagði Ásdís. „Það var heilmikið sem við gátum bætt eftir frammistöðu okkar í undankeppninni. Í dansinum þurftum við að ná þeim æfingum sem gefa flest stig og bæta okkur í stökkunum – hækka þau og lenda þeim betur. Við ætluðum að vinna þetta með eins miklum mun og við mögulega gátum og það tókst svona vel." Ísland endaði með 59,116 stig og fékk flest stig í öllum þremur flokkunum – stökkum á trampólíni og dýnu og dansæfingum á gólfi. Ásdís segir að reynslan hafi komið að góðum notum, þó svo að margar í liðinu hafi ekki verið með fyrir tveimur árum. „Það var ákveðin pressa sem fólst í því að verja titilinn en þær eldri reyndu að miðla af reynslu sinni til hinna, sem var vissulega dýrmætt." Gróskan mikilÓhætt er að segja að framtíðin sé björt í hópfimleikum á Íslandi enda varð stúlknasveitin einnig Evrópumeistari. „Það sýnir og sannar hversu mikil gróskan er í íþróttinni á Íslandi. Þær voru efstar eftir undankeppnina og það þarf sterk bein til að halda forystunni eins og þær gerðu," segir Ásdís og bætir við að keppni í hópfimleikum á alþjóðavettvangi verði sífellt harðari. „Maður sér alltaf mun á getustigi á milli móta og margar þjóðir hafa bætt sig mikið. Við höfum aldrei æft eins mikið og við gerðum í sumar enda vissum við hversu hörð baráttan yrði," segir Ásdís en æfingar hófust formlega í júní síðastliðnum. „Okkur taldist til að æfingarnar hafi verið 112 talsins í vel á fjórða hundrað klukkustundir samtals." Fyrst og fremst EvrópuíþróttEkki er keppt í hópfimleikum á alheimsvísu, enn sem komið er. „Þetta hefur fyrst og fremst verið Evrópuíþrótt þó svo að maður hafi heyrt af ýmsum þjóðum sem hafa verið að þreifa sig áfram á þessu sviði," segir Ásdís en af móti helgarinnar að dæma eru Norðurlöndin í nokkrum sérflokki. „Það eru þó fleiri þjóðir að koma sterkar inn eins og Frakkland, Þýskaland og Portúgal. Og þá sérstaklega í karlaflokki en konurnar hafa líka bætt sig mikið." Ísland keppti einnig í blönduðum flokki, bæði í flokki fullorðinna og unglinga. Báðar sveitir komust í úrslit og höfnuðu í fjórða sæti. Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira
Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í hópfimleikum um helgina. Ísland varði titil sinn í kvennaflokki og stúlknasveitin gerði sér lítið fyrir og vann gull í sínum flokki. „Mér líður ótrúlega vel. Það er samt furðulegt að þetta skuli allt vera búið," sagði Ásdís Guðmundsdóttir, einn Evrópumeistara Íslands í kvennaflokki, þegar Fréttablaðið náði tali af henni á laugardaginn. „Spennufallið er algjört en þetta er engu að síður rosalega ánægjulegt." Ísland varð þremur stigum á eftir Svíum í undankeppninni á föstudag en stórbætti sig í öllum greinum í úrslitunum. Niðurstaðan var öruggur sigur en Svíar, sem fengu silfur, voru þremur stigum á eftir. Efstar í öllum greinum„Markmiðið okkar var að verja titilinn og við áttum rosalega góðan dag. Við kláruðum þetta nokkurn veginn eins vel og hægt var," sagði Ásdís. „Það var heilmikið sem við gátum bætt eftir frammistöðu okkar í undankeppninni. Í dansinum þurftum við að ná þeim æfingum sem gefa flest stig og bæta okkur í stökkunum – hækka þau og lenda þeim betur. Við ætluðum að vinna þetta með eins miklum mun og við mögulega gátum og það tókst svona vel." Ísland endaði með 59,116 stig og fékk flest stig í öllum þremur flokkunum – stökkum á trampólíni og dýnu og dansæfingum á gólfi. Ásdís segir að reynslan hafi komið að góðum notum, þó svo að margar í liðinu hafi ekki verið með fyrir tveimur árum. „Það var ákveðin pressa sem fólst í því að verja titilinn en þær eldri reyndu að miðla af reynslu sinni til hinna, sem var vissulega dýrmætt." Gróskan mikilÓhætt er að segja að framtíðin sé björt í hópfimleikum á Íslandi enda varð stúlknasveitin einnig Evrópumeistari. „Það sýnir og sannar hversu mikil gróskan er í íþróttinni á Íslandi. Þær voru efstar eftir undankeppnina og það þarf sterk bein til að halda forystunni eins og þær gerðu," segir Ásdís og bætir við að keppni í hópfimleikum á alþjóðavettvangi verði sífellt harðari. „Maður sér alltaf mun á getustigi á milli móta og margar þjóðir hafa bætt sig mikið. Við höfum aldrei æft eins mikið og við gerðum í sumar enda vissum við hversu hörð baráttan yrði," segir Ásdís en æfingar hófust formlega í júní síðastliðnum. „Okkur taldist til að æfingarnar hafi verið 112 talsins í vel á fjórða hundrað klukkustundir samtals." Fyrst og fremst EvrópuíþróttEkki er keppt í hópfimleikum á alheimsvísu, enn sem komið er. „Þetta hefur fyrst og fremst verið Evrópuíþrótt þó svo að maður hafi heyrt af ýmsum þjóðum sem hafa verið að þreifa sig áfram á þessu sviði," segir Ásdís en af móti helgarinnar að dæma eru Norðurlöndin í nokkrum sérflokki. „Það eru þó fleiri þjóðir að koma sterkar inn eins og Frakkland, Þýskaland og Portúgal. Og þá sérstaklega í karlaflokki en konurnar hafa líka bætt sig mikið." Ísland keppti einnig í blönduðum flokki, bæði í flokki fullorðinna og unglinga. Báðar sveitir komust í úrslit og höfnuðu í fjórða sæti.
Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira