Fékk stjörnur í augun fyrir tveimur árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2012 07:00 Stelpurnar í unglingalandsliðinu unnu líka gull og halda A-landsliðsstelpunum við efnið. Mynd/Vilhelm Sólveig Ásta Bergsdóttir er ein af Evrópumeisturunum í hópfimleikum sem fengu flotta móttökuathöfn í gær enda allar með gullpening um hálsinn eftir frábæra helgi á Evrópumeistaramótinu í Danmörku þar sem A-lið og unglingalið kvenna unnu bæði gull. Fyrir tveimur árum vann Sólveig brons með unglingaliðinu en hjálpaði nú A-liðinu að verja Evrópumeistaratitilinn. „Við unnum fyrir þessu og áttum þetta skilið," segir Sólveig skælbrosandi í móttökunni í gær. „Ég var í unglingaliðinu á síðasta Evrópumóti og við tókum bronsið. Við horfðum þá á fyrirmyndirnar okkar verða Evrópumeistarar og ég fékk bara stjörnur í augun," segir Sólveig Ásta og hún þurfti að hafa fyrir því að komast í Evrópumeistaraliðið. „Þetta er búin að vera barátta frá því í júní," segir Sólveig og hún viðurkennir að það fari kannski of mikill tími í þessar æfingar enda tóku þær 112 æfingar fyrir mótið. „Þetta er í raun allt of mikið og maður ætti að eyða þessum tíma í að læra eða gera eitthvað annað en þetta var miklu meira spennandi og miklu skemmtilegra."Mynd/VilhelmÍslenska liðið átti titil að verja en það reyndi á hópinn eftir að hlutirnir gengu ekki alveg upp í undanúrslitunum og liðið var ekki með bestu einkunn inn í úrslitin. „Við drifum okkur upp á hótel og fengum ekki að sjá úrslitin. Við sáum að þetta var ekki okkar dagur og vorum búnar að heyra að Svíarnir hefðu átt gallalausan dag. Ég fékk baráttukveðjur að heiman þar sem stóð að það væri nýr dagur á morgun. Þá vissi ég að við hefðum ekki tekið þetta á föstudeginum," rifjar Sólveig upp. „Við hófum bara nýja keppni á nýjum degi og það skilaði okkur árangri. Þetta var sætari sigur svona og þetta var bara okkar dagur," segir Sólveig. Hún sér fyrir sér nokkrar sem gætu fetað í hennar fótspor og komist í A-liðið. „Í unglingaliðinu eru nokkrar sem ég var að keppa með fyrir tveimur árum og það er gaman að sjá hvað þær eru komnar nálægt okkur. Það eru að koma svo ótrúlega margar sterkar inn og það verður eflaust harðari barátta að komast inn í næsta landslið," segir Sólveig. Hún þurfti samt að skipta úr Stjörnunni í Gerplu til að fá að keppa með A-landsliðinu. „Ég þurfti að skipta um félag því það var búið að ákveða að Gerpla yrði landsliðið. Ég sé alls ekki eftir því í dag og ég þekkti líka allar þessar stelpur í Gerpluliðinu. Það var ekkert mál að skipta og ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu og æfa með svona flottum stelpum," sagði Sólveig að lokum. Íþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Sólveig Ásta Bergsdóttir er ein af Evrópumeisturunum í hópfimleikum sem fengu flotta móttökuathöfn í gær enda allar með gullpening um hálsinn eftir frábæra helgi á Evrópumeistaramótinu í Danmörku þar sem A-lið og unglingalið kvenna unnu bæði gull. Fyrir tveimur árum vann Sólveig brons með unglingaliðinu en hjálpaði nú A-liðinu að verja Evrópumeistaratitilinn. „Við unnum fyrir þessu og áttum þetta skilið," segir Sólveig skælbrosandi í móttökunni í gær. „Ég var í unglingaliðinu á síðasta Evrópumóti og við tókum bronsið. Við horfðum þá á fyrirmyndirnar okkar verða Evrópumeistarar og ég fékk bara stjörnur í augun," segir Sólveig Ásta og hún þurfti að hafa fyrir því að komast í Evrópumeistaraliðið. „Þetta er búin að vera barátta frá því í júní," segir Sólveig og hún viðurkennir að það fari kannski of mikill tími í þessar æfingar enda tóku þær 112 æfingar fyrir mótið. „Þetta er í raun allt of mikið og maður ætti að eyða þessum tíma í að læra eða gera eitthvað annað en þetta var miklu meira spennandi og miklu skemmtilegra."Mynd/VilhelmÍslenska liðið átti titil að verja en það reyndi á hópinn eftir að hlutirnir gengu ekki alveg upp í undanúrslitunum og liðið var ekki með bestu einkunn inn í úrslitin. „Við drifum okkur upp á hótel og fengum ekki að sjá úrslitin. Við sáum að þetta var ekki okkar dagur og vorum búnar að heyra að Svíarnir hefðu átt gallalausan dag. Ég fékk baráttukveðjur að heiman þar sem stóð að það væri nýr dagur á morgun. Þá vissi ég að við hefðum ekki tekið þetta á föstudeginum," rifjar Sólveig upp. „Við hófum bara nýja keppni á nýjum degi og það skilaði okkur árangri. Þetta var sætari sigur svona og þetta var bara okkar dagur," segir Sólveig. Hún sér fyrir sér nokkrar sem gætu fetað í hennar fótspor og komist í A-liðið. „Í unglingaliðinu eru nokkrar sem ég var að keppa með fyrir tveimur árum og það er gaman að sjá hvað þær eru komnar nálægt okkur. Það eru að koma svo ótrúlega margar sterkar inn og það verður eflaust harðari barátta að komast inn í næsta landslið," segir Sólveig. Hún þurfti samt að skipta úr Stjörnunni í Gerplu til að fá að keppa með A-landsliðinu. „Ég þurfti að skipta um félag því það var búið að ákveða að Gerpla yrði landsliðið. Ég sé alls ekki eftir því í dag og ég þekkti líka allar þessar stelpur í Gerpluliðinu. Það var ekkert mál að skipta og ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu og æfa með svona flottum stelpum," sagði Sólveig að lokum.
Íþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira