Fékk stjörnur í augun fyrir tveimur árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2012 07:00 Stelpurnar í unglingalandsliðinu unnu líka gull og halda A-landsliðsstelpunum við efnið. Mynd/Vilhelm Sólveig Ásta Bergsdóttir er ein af Evrópumeisturunum í hópfimleikum sem fengu flotta móttökuathöfn í gær enda allar með gullpening um hálsinn eftir frábæra helgi á Evrópumeistaramótinu í Danmörku þar sem A-lið og unglingalið kvenna unnu bæði gull. Fyrir tveimur árum vann Sólveig brons með unglingaliðinu en hjálpaði nú A-liðinu að verja Evrópumeistaratitilinn. „Við unnum fyrir þessu og áttum þetta skilið," segir Sólveig skælbrosandi í móttökunni í gær. „Ég var í unglingaliðinu á síðasta Evrópumóti og við tókum bronsið. Við horfðum þá á fyrirmyndirnar okkar verða Evrópumeistarar og ég fékk bara stjörnur í augun," segir Sólveig Ásta og hún þurfti að hafa fyrir því að komast í Evrópumeistaraliðið. „Þetta er búin að vera barátta frá því í júní," segir Sólveig og hún viðurkennir að það fari kannski of mikill tími í þessar æfingar enda tóku þær 112 æfingar fyrir mótið. „Þetta er í raun allt of mikið og maður ætti að eyða þessum tíma í að læra eða gera eitthvað annað en þetta var miklu meira spennandi og miklu skemmtilegra."Mynd/VilhelmÍslenska liðið átti titil að verja en það reyndi á hópinn eftir að hlutirnir gengu ekki alveg upp í undanúrslitunum og liðið var ekki með bestu einkunn inn í úrslitin. „Við drifum okkur upp á hótel og fengum ekki að sjá úrslitin. Við sáum að þetta var ekki okkar dagur og vorum búnar að heyra að Svíarnir hefðu átt gallalausan dag. Ég fékk baráttukveðjur að heiman þar sem stóð að það væri nýr dagur á morgun. Þá vissi ég að við hefðum ekki tekið þetta á föstudeginum," rifjar Sólveig upp. „Við hófum bara nýja keppni á nýjum degi og það skilaði okkur árangri. Þetta var sætari sigur svona og þetta var bara okkar dagur," segir Sólveig. Hún sér fyrir sér nokkrar sem gætu fetað í hennar fótspor og komist í A-liðið. „Í unglingaliðinu eru nokkrar sem ég var að keppa með fyrir tveimur árum og það er gaman að sjá hvað þær eru komnar nálægt okkur. Það eru að koma svo ótrúlega margar sterkar inn og það verður eflaust harðari barátta að komast inn í næsta landslið," segir Sólveig. Hún þurfti samt að skipta úr Stjörnunni í Gerplu til að fá að keppa með A-landsliðinu. „Ég þurfti að skipta um félag því það var búið að ákveða að Gerpla yrði landsliðið. Ég sé alls ekki eftir því í dag og ég þekkti líka allar þessar stelpur í Gerpluliðinu. Það var ekkert mál að skipta og ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu og æfa með svona flottum stelpum," sagði Sólveig að lokum. Íþróttir Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sjá meira
Sólveig Ásta Bergsdóttir er ein af Evrópumeisturunum í hópfimleikum sem fengu flotta móttökuathöfn í gær enda allar með gullpening um hálsinn eftir frábæra helgi á Evrópumeistaramótinu í Danmörku þar sem A-lið og unglingalið kvenna unnu bæði gull. Fyrir tveimur árum vann Sólveig brons með unglingaliðinu en hjálpaði nú A-liðinu að verja Evrópumeistaratitilinn. „Við unnum fyrir þessu og áttum þetta skilið," segir Sólveig skælbrosandi í móttökunni í gær. „Ég var í unglingaliðinu á síðasta Evrópumóti og við tókum bronsið. Við horfðum þá á fyrirmyndirnar okkar verða Evrópumeistarar og ég fékk bara stjörnur í augun," segir Sólveig Ásta og hún þurfti að hafa fyrir því að komast í Evrópumeistaraliðið. „Þetta er búin að vera barátta frá því í júní," segir Sólveig og hún viðurkennir að það fari kannski of mikill tími í þessar æfingar enda tóku þær 112 æfingar fyrir mótið. „Þetta er í raun allt of mikið og maður ætti að eyða þessum tíma í að læra eða gera eitthvað annað en þetta var miklu meira spennandi og miklu skemmtilegra."Mynd/VilhelmÍslenska liðið átti titil að verja en það reyndi á hópinn eftir að hlutirnir gengu ekki alveg upp í undanúrslitunum og liðið var ekki með bestu einkunn inn í úrslitin. „Við drifum okkur upp á hótel og fengum ekki að sjá úrslitin. Við sáum að þetta var ekki okkar dagur og vorum búnar að heyra að Svíarnir hefðu átt gallalausan dag. Ég fékk baráttukveðjur að heiman þar sem stóð að það væri nýr dagur á morgun. Þá vissi ég að við hefðum ekki tekið þetta á föstudeginum," rifjar Sólveig upp. „Við hófum bara nýja keppni á nýjum degi og það skilaði okkur árangri. Þetta var sætari sigur svona og þetta var bara okkar dagur," segir Sólveig. Hún sér fyrir sér nokkrar sem gætu fetað í hennar fótspor og komist í A-liðið. „Í unglingaliðinu eru nokkrar sem ég var að keppa með fyrir tveimur árum og það er gaman að sjá hvað þær eru komnar nálægt okkur. Það eru að koma svo ótrúlega margar sterkar inn og það verður eflaust harðari barátta að komast inn í næsta landslið," segir Sólveig. Hún þurfti samt að skipta úr Stjörnunni í Gerplu til að fá að keppa með A-landsliðinu. „Ég þurfti að skipta um félag því það var búið að ákveða að Gerpla yrði landsliðið. Ég sé alls ekki eftir því í dag og ég þekkti líka allar þessar stelpur í Gerpluliðinu. Það var ekkert mál að skipta og ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu og æfa með svona flottum stelpum," sagði Sólveig að lokum.
Íþróttir Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn