Aron: Bærinn andaði léttar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2012 06:00 Aron Pálmarsson ræðir við Aron Kristjánsson, nýjan landsliðsþjálfara Íslands, fyrir æfingu landsliðsins í Víkinni í gær. Fréttablaðið/Valli Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2014 á morgun en einn lykilmanna íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, verður með liðinu eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í olnboga sem hafa plagað hann síðustu vikurnar. „Ég er ágætur. Ég gat spilað á laugardaginn og þó svo að ég finni aðeins til sögðu læknarnir að meiðslin verði ekkert verri. Ég má því gera allt sem ég geri venjulega," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins sem fór fram í Víkinni í gærkvöldi. Aron skoraði þrjú mörk í ótrúlegum leik Kiel og Hamburg um helgina. Kiel var fimm mörkum undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka en vann þriggja marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning. Það var hans fyrsti leikur með Kiel síðan hann meiddist í leik liðsins gegn Sävehof frá Svíþjóð í Meistaradeild Evrópu en hann fór fram snemma í október. Alltaf pressa á okkurKiel fékk fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og varð þar að auki bikarmeistari sem og Evrópumeistari. Aron segir að í ár sé lagt að leikmönnum að ná árangri, rétt eins og áður. „Það hefur auðvitað mikið breyst hjá okkur, ekki síst í leikmannamálum. Við misstum Kim Andersson sem var okkar besti maður í fyrra en erum komnir með nýja leikmenn sem þurfa að fá tíma til að venjast nýjum aðstæðum," segir Aron. „Ekki að við séum búnir að spila illa, þvert á móti. Okkur hefur gengið vel sem breytir þó ekki því að það er alltaf pressa á okkur að vinna hvern leik." Kiel tapaði sínu fyrsta stigi í deildarleik í langan tíma þegar liðið gerði jafntefli við Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, á útivelli um miðjan síðasta mánuð. „Ég held nú að bærinn hafi andað léttar við það," sagði hann og brosti. „Þetta var búið að ganga í langan tíma og þetta var staðfesting á því að við getum enn tapað stigi og stigum," bætti hann við en Kiel hefur ekki tapað deildarleik síðan í maí í fyrra. Erfiðir dagar eftir leikanaAron klæðist á morgun íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn síðan að Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Ungverjalandi í tvíframlengdum leik í fjórðungsúrslitum. „Það var gríðarlega erfitt að kyngja því. Við ætluðum okkur lengra," sagði Aron og fannst erfitt að rifja þetta upp. „Maður fattaði ekki alveg strax hvað hafði gerst og var þetta mjög erfitt í nokkra daga." Nafni hans Kristjánsson stýrði í gærkvöldi sinni fyrstu landsliðsæfingu en hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni sem hætti eftir Ólympíuleikana. Nýi þjálfarinn tók langan fund með leikmönnum fyrir æfinguna í gær. „Þetta byrjaði ekki vel – fundurinn var allt of langur," sagði Aron og hló. „Mér líst auðvitað mjög vel á hann enda tala vinir mínir sem hafa spilað undir hans stjórn mjög vel um hann. Hann greinir andstæðinginn mjög vel og við erum vanir því. Við þurfum á því að halda." Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2014 á morgun en einn lykilmanna íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, verður með liðinu eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í olnboga sem hafa plagað hann síðustu vikurnar. „Ég er ágætur. Ég gat spilað á laugardaginn og þó svo að ég finni aðeins til sögðu læknarnir að meiðslin verði ekkert verri. Ég má því gera allt sem ég geri venjulega," sagði Aron í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins sem fór fram í Víkinni í gærkvöldi. Aron skoraði þrjú mörk í ótrúlegum leik Kiel og Hamburg um helgina. Kiel var fimm mörkum undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka en vann þriggja marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning. Það var hans fyrsti leikur með Kiel síðan hann meiddist í leik liðsins gegn Sävehof frá Svíþjóð í Meistaradeild Evrópu en hann fór fram snemma í október. Alltaf pressa á okkurKiel fékk fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og varð þar að auki bikarmeistari sem og Evrópumeistari. Aron segir að í ár sé lagt að leikmönnum að ná árangri, rétt eins og áður. „Það hefur auðvitað mikið breyst hjá okkur, ekki síst í leikmannamálum. Við misstum Kim Andersson sem var okkar besti maður í fyrra en erum komnir með nýja leikmenn sem þurfa að fá tíma til að venjast nýjum aðstæðum," segir Aron. „Ekki að við séum búnir að spila illa, þvert á móti. Okkur hefur gengið vel sem breytir þó ekki því að það er alltaf pressa á okkur að vinna hvern leik." Kiel tapaði sínu fyrsta stigi í deildarleik í langan tíma þegar liðið gerði jafntefli við Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, á útivelli um miðjan síðasta mánuð. „Ég held nú að bærinn hafi andað léttar við það," sagði hann og brosti. „Þetta var búið að ganga í langan tíma og þetta var staðfesting á því að við getum enn tapað stigi og stigum," bætti hann við en Kiel hefur ekki tapað deildarleik síðan í maí í fyrra. Erfiðir dagar eftir leikanaAron klæðist á morgun íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn síðan að Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Ungverjalandi í tvíframlengdum leik í fjórðungsúrslitum. „Það var gríðarlega erfitt að kyngja því. Við ætluðum okkur lengra," sagði Aron og fannst erfitt að rifja þetta upp. „Maður fattaði ekki alveg strax hvað hafði gerst og var þetta mjög erfitt í nokkra daga." Nafni hans Kristjánsson stýrði í gærkvöldi sinni fyrstu landsliðsæfingu en hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni sem hætti eftir Ólympíuleikana. Nýi þjálfarinn tók langan fund með leikmönnum fyrir æfinguna í gær. „Þetta byrjaði ekki vel – fundurinn var allt of langur," sagði Aron og hló. „Mér líst auðvitað mjög vel á hann enda tala vinir mínir sem hafa spilað undir hans stjórn mjög vel um hann. Hann greinir andstæðinginn mjög vel og við erum vanir því. Við þurfum á því að halda."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira