Fjölskyldan í forgang á Forvarnardaginn Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 30. október 2012 12:45 Miðvikudaginn 31. október er Forvarnardagur Íslands, hann er haldinn til að minna okkur á að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Áralangar íslenskar rannsóknir sem unnar hafa verið þar sem áhættuhegðun unglinga hefur verið könnuð sýna það og einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum og því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð. Allir eru sammála um að forvarnir borga sig. Allir eru sammála um að skynsamlegast sé að eyða fjármunum í forvarnir. Hvort sem er í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu eða öðrum þáttum samfélags okkar. Fyrir mér eru forvarnir hluti af lífinu. Þegar maður elst upp á sveitabæ þar sem hluti hinna daglegu verkefna eru að tryggja að hver skepna sé á sínum stað – komist t.d. ekki út á þjóðveg þar sem hún getur orðið fyrir bíl – verður hugtakið forvörn hluti hinnar daglegu vinnu. Í starfi mínu sem dýralæknir var og er stór hluti starfans forvarnir. Þannig ráðleggur maður dýraeigandanum að eyða fjármunum og tíma í forvarnir vegna þess að þannig skilar húsdýrið meiri afurðum og gæludýrið lifir lengur betra lífi. Þetta skilja allir – í þessum forvörnum taka allir þátt. Það ætti að vera jafn augljóst á öðrum sviðum samfélagsins t.d. þegar kemur að fíkniefnum, áfengi, einelti og kynlífi. Engu að síður hefur það reynst erfitt að fá eðlilega viðurkenningu og þar með nauðsynlegt fjármagn til mikilvægra forvarna. Þetta tel ég þó að sé að breytast – eftir að sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólans – hafa þau séð mikilvægi þess að beita forvörnum í mennta-, heilbrigðis- og félagskerfinu sem fyrst í lífi hvers barns/fjölskyldu. Þannig nýtast fjármunirnir best en það sem þó er mikilvægara er að þannig skilar stuðningur samfélagsins sér best til einstaklingsins og hans fjölskyldu. Ríkisvaldið hefur að mínu mati ekki náð eins langt í forvarnahugsun. Það sem áhugaverðast er við forvarnir er að þær koma úr tveimur ólíkum áttum. Annars vegar eru það fyrrgreindar forvarnir frá hinu opinbera sem alltaf verður deilt um hvort fái nægjanlega athygli og nauðsynlegt fjármagn. Hinn hluti forvarnanna byrjar og endar hinsvegar hjá okkur sjálfum. Hvort þær fái nægjanlega athygli, tíma eða peninga er algjörlega undir okkur sjálfum komið. Sannanlega hafa rannsóknir sýnt að margfalt betra sé fyrir okkur foreldra að verja tíma með börnum okkar – taka þátt í þeirra félags- og íþróttastarfi. Fara í bíó, fjallgöngu eða vera bara heima og spila á spil. Sumt af þessu kostar ekkert – enga fjármuni – bara tíma og athygli. Það hefur líka verið sýnt fram á að hófleg hreyfing, uppbyggilegar samræður um daginn og veginn hafi jákvæð áhrif á andlega sem líkamlega heilsu fólks og þar með fjölskyldunnar. Notum Forvarnadaginn til að taka ákvörðun um – skora á okkur sjálf – að nota meiri tíma með fjölskyldunni – með börnum okkar og unglingum – með foreldrum okkar, ömmum og öfum. Það þarf ekki alltaf að – sigra sjálfan sig – með maraþonhlaupi, tíu tinda fjallgöngu eða járnmanninum – besti sigurinn fyrir einstaklinginn er að eyða uppbyggilegum tíma með öðrum fjölskyldumeðlimum í leik og starfi – það eru forvarnir – í raun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 31. október er Forvarnardagur Íslands, hann er haldinn til að minna okkur á að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Áralangar íslenskar rannsóknir sem unnar hafa verið þar sem áhættuhegðun unglinga hefur verið könnuð sýna það og einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum og því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð. Allir eru sammála um að forvarnir borga sig. Allir eru sammála um að skynsamlegast sé að eyða fjármunum í forvarnir. Hvort sem er í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu eða öðrum þáttum samfélags okkar. Fyrir mér eru forvarnir hluti af lífinu. Þegar maður elst upp á sveitabæ þar sem hluti hinna daglegu verkefna eru að tryggja að hver skepna sé á sínum stað – komist t.d. ekki út á þjóðveg þar sem hún getur orðið fyrir bíl – verður hugtakið forvörn hluti hinnar daglegu vinnu. Í starfi mínu sem dýralæknir var og er stór hluti starfans forvarnir. Þannig ráðleggur maður dýraeigandanum að eyða fjármunum og tíma í forvarnir vegna þess að þannig skilar húsdýrið meiri afurðum og gæludýrið lifir lengur betra lífi. Þetta skilja allir – í þessum forvörnum taka allir þátt. Það ætti að vera jafn augljóst á öðrum sviðum samfélagsins t.d. þegar kemur að fíkniefnum, áfengi, einelti og kynlífi. Engu að síður hefur það reynst erfitt að fá eðlilega viðurkenningu og þar með nauðsynlegt fjármagn til mikilvægra forvarna. Þetta tel ég þó að sé að breytast – eftir að sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólans – hafa þau séð mikilvægi þess að beita forvörnum í mennta-, heilbrigðis- og félagskerfinu sem fyrst í lífi hvers barns/fjölskyldu. Þannig nýtast fjármunirnir best en það sem þó er mikilvægara er að þannig skilar stuðningur samfélagsins sér best til einstaklingsins og hans fjölskyldu. Ríkisvaldið hefur að mínu mati ekki náð eins langt í forvarnahugsun. Það sem áhugaverðast er við forvarnir er að þær koma úr tveimur ólíkum áttum. Annars vegar eru það fyrrgreindar forvarnir frá hinu opinbera sem alltaf verður deilt um hvort fái nægjanlega athygli og nauðsynlegt fjármagn. Hinn hluti forvarnanna byrjar og endar hinsvegar hjá okkur sjálfum. Hvort þær fái nægjanlega athygli, tíma eða peninga er algjörlega undir okkur sjálfum komið. Sannanlega hafa rannsóknir sýnt að margfalt betra sé fyrir okkur foreldra að verja tíma með börnum okkar – taka þátt í þeirra félags- og íþróttastarfi. Fara í bíó, fjallgöngu eða vera bara heima og spila á spil. Sumt af þessu kostar ekkert – enga fjármuni – bara tíma og athygli. Það hefur líka verið sýnt fram á að hófleg hreyfing, uppbyggilegar samræður um daginn og veginn hafi jákvæð áhrif á andlega sem líkamlega heilsu fólks og þar með fjölskyldunnar. Notum Forvarnadaginn til að taka ákvörðun um – skora á okkur sjálf – að nota meiri tíma með fjölskyldunni – með börnum okkar og unglingum – með foreldrum okkar, ömmum og öfum. Það þarf ekki alltaf að – sigra sjálfan sig – með maraþonhlaupi, tíu tinda fjallgöngu eða járnmanninum – besti sigurinn fyrir einstaklinginn er að eyða uppbyggilegum tíma með öðrum fjölskyldumeðlimum í leik og starfi – það eru forvarnir – í raun.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun