Fjölskyldan í forgang á Forvarnardaginn Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 30. október 2012 12:45 Miðvikudaginn 31. október er Forvarnardagur Íslands, hann er haldinn til að minna okkur á að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Áralangar íslenskar rannsóknir sem unnar hafa verið þar sem áhættuhegðun unglinga hefur verið könnuð sýna það og einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum og því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð. Allir eru sammála um að forvarnir borga sig. Allir eru sammála um að skynsamlegast sé að eyða fjármunum í forvarnir. Hvort sem er í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu eða öðrum þáttum samfélags okkar. Fyrir mér eru forvarnir hluti af lífinu. Þegar maður elst upp á sveitabæ þar sem hluti hinna daglegu verkefna eru að tryggja að hver skepna sé á sínum stað – komist t.d. ekki út á þjóðveg þar sem hún getur orðið fyrir bíl – verður hugtakið forvörn hluti hinnar daglegu vinnu. Í starfi mínu sem dýralæknir var og er stór hluti starfans forvarnir. Þannig ráðleggur maður dýraeigandanum að eyða fjármunum og tíma í forvarnir vegna þess að þannig skilar húsdýrið meiri afurðum og gæludýrið lifir lengur betra lífi. Þetta skilja allir – í þessum forvörnum taka allir þátt. Það ætti að vera jafn augljóst á öðrum sviðum samfélagsins t.d. þegar kemur að fíkniefnum, áfengi, einelti og kynlífi. Engu að síður hefur það reynst erfitt að fá eðlilega viðurkenningu og þar með nauðsynlegt fjármagn til mikilvægra forvarna. Þetta tel ég þó að sé að breytast – eftir að sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólans – hafa þau séð mikilvægi þess að beita forvörnum í mennta-, heilbrigðis- og félagskerfinu sem fyrst í lífi hvers barns/fjölskyldu. Þannig nýtast fjármunirnir best en það sem þó er mikilvægara er að þannig skilar stuðningur samfélagsins sér best til einstaklingsins og hans fjölskyldu. Ríkisvaldið hefur að mínu mati ekki náð eins langt í forvarnahugsun. Það sem áhugaverðast er við forvarnir er að þær koma úr tveimur ólíkum áttum. Annars vegar eru það fyrrgreindar forvarnir frá hinu opinbera sem alltaf verður deilt um hvort fái nægjanlega athygli og nauðsynlegt fjármagn. Hinn hluti forvarnanna byrjar og endar hinsvegar hjá okkur sjálfum. Hvort þær fái nægjanlega athygli, tíma eða peninga er algjörlega undir okkur sjálfum komið. Sannanlega hafa rannsóknir sýnt að margfalt betra sé fyrir okkur foreldra að verja tíma með börnum okkar – taka þátt í þeirra félags- og íþróttastarfi. Fara í bíó, fjallgöngu eða vera bara heima og spila á spil. Sumt af þessu kostar ekkert – enga fjármuni – bara tíma og athygli. Það hefur líka verið sýnt fram á að hófleg hreyfing, uppbyggilegar samræður um daginn og veginn hafi jákvæð áhrif á andlega sem líkamlega heilsu fólks og þar með fjölskyldunnar. Notum Forvarnadaginn til að taka ákvörðun um – skora á okkur sjálf – að nota meiri tíma með fjölskyldunni – með börnum okkar og unglingum – með foreldrum okkar, ömmum og öfum. Það þarf ekki alltaf að – sigra sjálfan sig – með maraþonhlaupi, tíu tinda fjallgöngu eða járnmanninum – besti sigurinn fyrir einstaklinginn er að eyða uppbyggilegum tíma með öðrum fjölskyldumeðlimum í leik og starfi – það eru forvarnir – í raun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 31. október er Forvarnardagur Íslands, hann er haldinn til að minna okkur á að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Áralangar íslenskar rannsóknir sem unnar hafa verið þar sem áhættuhegðun unglinga hefur verið könnuð sýna það og einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum og því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð. Allir eru sammála um að forvarnir borga sig. Allir eru sammála um að skynsamlegast sé að eyða fjármunum í forvarnir. Hvort sem er í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu eða öðrum þáttum samfélags okkar. Fyrir mér eru forvarnir hluti af lífinu. Þegar maður elst upp á sveitabæ þar sem hluti hinna daglegu verkefna eru að tryggja að hver skepna sé á sínum stað – komist t.d. ekki út á þjóðveg þar sem hún getur orðið fyrir bíl – verður hugtakið forvörn hluti hinnar daglegu vinnu. Í starfi mínu sem dýralæknir var og er stór hluti starfans forvarnir. Þannig ráðleggur maður dýraeigandanum að eyða fjármunum og tíma í forvarnir vegna þess að þannig skilar húsdýrið meiri afurðum og gæludýrið lifir lengur betra lífi. Þetta skilja allir – í þessum forvörnum taka allir þátt. Það ætti að vera jafn augljóst á öðrum sviðum samfélagsins t.d. þegar kemur að fíkniefnum, áfengi, einelti og kynlífi. Engu að síður hefur það reynst erfitt að fá eðlilega viðurkenningu og þar með nauðsynlegt fjármagn til mikilvægra forvarna. Þetta tel ég þó að sé að breytast – eftir að sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólans – hafa þau séð mikilvægi þess að beita forvörnum í mennta-, heilbrigðis- og félagskerfinu sem fyrst í lífi hvers barns/fjölskyldu. Þannig nýtast fjármunirnir best en það sem þó er mikilvægara er að þannig skilar stuðningur samfélagsins sér best til einstaklingsins og hans fjölskyldu. Ríkisvaldið hefur að mínu mati ekki náð eins langt í forvarnahugsun. Það sem áhugaverðast er við forvarnir er að þær koma úr tveimur ólíkum áttum. Annars vegar eru það fyrrgreindar forvarnir frá hinu opinbera sem alltaf verður deilt um hvort fái nægjanlega athygli og nauðsynlegt fjármagn. Hinn hluti forvarnanna byrjar og endar hinsvegar hjá okkur sjálfum. Hvort þær fái nægjanlega athygli, tíma eða peninga er algjörlega undir okkur sjálfum komið. Sannanlega hafa rannsóknir sýnt að margfalt betra sé fyrir okkur foreldra að verja tíma með börnum okkar – taka þátt í þeirra félags- og íþróttastarfi. Fara í bíó, fjallgöngu eða vera bara heima og spila á spil. Sumt af þessu kostar ekkert – enga fjármuni – bara tíma og athygli. Það hefur líka verið sýnt fram á að hófleg hreyfing, uppbyggilegar samræður um daginn og veginn hafi jákvæð áhrif á andlega sem líkamlega heilsu fólks og þar með fjölskyldunnar. Notum Forvarnadaginn til að taka ákvörðun um – skora á okkur sjálf – að nota meiri tíma með fjölskyldunni – með börnum okkar og unglingum – með foreldrum okkar, ömmum og öfum. Það þarf ekki alltaf að – sigra sjálfan sig – með maraþonhlaupi, tíu tinda fjallgöngu eða járnmanninum – besti sigurinn fyrir einstaklinginn er að eyða uppbyggilegum tíma með öðrum fjölskyldumeðlimum í leik og starfi – það eru forvarnir – í raun.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun