Varnarsamvinna og Norðurlöndin Einar Benediktsson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Íslendingar eiga því láni að fagna á þessu herrans ári að ekki steðjar hætta að landinu af hernaðarógn. Öðru máli gegndi vissulega á árum kalda stríðsins þegar Ísland skipaði sér í varnarsamstarf lýðræðisþjóða í Atlanshafsbandalaginu. Aðildin varð mesta átakamál íslenskra stjórnmála en öfgaöfl á vinstri vængnum með Þjóðviljann sem málgagn börðust af ákefð gegn varnarliðinu og NATO sem tryggði friðinn. Og eitthvað eimir enn eftir af NATO-óvild, ef merkja má ummæli Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, í RÚV 30.11. um þátttöku Svía og Finna í loftrýmisgæslunni sem um samdist við brottför Bandaríkjahers héðan 2006. Norðurlandaríkin hafa stigið það spor, þeim og öðrum til gæfu og gagns, að eiga samstarf á sviði varnarmála á tímum umróts í heimsmálum. Upphaf þessa máls var skýrsla nefndar sem Thorvald Stoltenberg stýrði og er sögulegt frumkvæði um nýtt átak Norðurlandaríkjanna. Við brottför Bandaríkjahers frá Keflavík 2006 má heita að öll umræða á Íslandi um öryggismál hafi dottið í dúnalogn og margt tekið að falla í gleymsku. Friður eða alþjóðlegur stöðugleiki eru markmið, sem vinna verður að með þjóðum sem við eigum með hugsjónalega samleið um þjóðfélagslegt frelsi. Ekkert er sjálfgefið varðandi þá ógn, sem að kann að steðja og ræða ber á grundvelli greininga sem Íslendingar sjálfir geta lagt til. Þetta var eitt hlutverk Varnarmálastofnunar sem illu heilli var lögð niður. Raunveruleikinn býður ekki upp á annað en árvekni. Ísland er við norðurskautið, sem er ríkt af ónýttri orku, og þess er skammt að bíða að við verðum í alfaraleið mikilla sjóflutninga. Lega okkar dregur að sér aðra sem hér vilja varanlega aðstöðu og gætu gengið hart fram. Þá eru á ferðinni nýjar ógnir eins og skipulögð glæpastarfsemi, hryðjuverk, umhverfisslys og fjarskipta- eða netárásir. Orkuöryggi má heita lífsskilyrði í einangruðu landi. Í NATO eru Eistlendingar í broddi fylkingar varðandi samvinnu um netöryggi enda orðið fyrir árásum Rússa á því sviði. Árni Þór boðar skýrslu um þjóðaröryggi þar sem vænta má að sú eina sýnilega vernd sem við njótum, loftrýmiseftirlit af hálfu vinaríkja, verði afþökkuð. Hvernig verður samvinnu varðandi norðurskautið háttað? Vonandi sendi skáldið Huang Nabo okkur lokakveðjuna í Der Spiegel fyrir nokkrum dögum. Þá snertir aðild að ESB einnig öryggismál. Þótt Evrópusambandið sé ekki varnarbandalag felst óumdeilanlega öryggi í að vera innan sameiginlegra landamæra þess. Efnahagslegt öryggi Íslands er háð þátttöku í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tryggir ekki það meginmarkmið, hvorki í náinni bráð eða til framtíðar. Það krefst ESB-aðildar sem þjóðinni ber að samþykkja eða hafna þegar fyrir liggur samningur þar um, sem tekur tillit til séraðstæðna okkar. Verða alþingiskosningarnar 2013 örlagatími um stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðun Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Skoðun Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga því láni að fagna á þessu herrans ári að ekki steðjar hætta að landinu af hernaðarógn. Öðru máli gegndi vissulega á árum kalda stríðsins þegar Ísland skipaði sér í varnarsamstarf lýðræðisþjóða í Atlanshafsbandalaginu. Aðildin varð mesta átakamál íslenskra stjórnmála en öfgaöfl á vinstri vængnum með Þjóðviljann sem málgagn börðust af ákefð gegn varnarliðinu og NATO sem tryggði friðinn. Og eitthvað eimir enn eftir af NATO-óvild, ef merkja má ummæli Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, í RÚV 30.11. um þátttöku Svía og Finna í loftrýmisgæslunni sem um samdist við brottför Bandaríkjahers héðan 2006. Norðurlandaríkin hafa stigið það spor, þeim og öðrum til gæfu og gagns, að eiga samstarf á sviði varnarmála á tímum umróts í heimsmálum. Upphaf þessa máls var skýrsla nefndar sem Thorvald Stoltenberg stýrði og er sögulegt frumkvæði um nýtt átak Norðurlandaríkjanna. Við brottför Bandaríkjahers frá Keflavík 2006 má heita að öll umræða á Íslandi um öryggismál hafi dottið í dúnalogn og margt tekið að falla í gleymsku. Friður eða alþjóðlegur stöðugleiki eru markmið, sem vinna verður að með þjóðum sem við eigum með hugsjónalega samleið um þjóðfélagslegt frelsi. Ekkert er sjálfgefið varðandi þá ógn, sem að kann að steðja og ræða ber á grundvelli greininga sem Íslendingar sjálfir geta lagt til. Þetta var eitt hlutverk Varnarmálastofnunar sem illu heilli var lögð niður. Raunveruleikinn býður ekki upp á annað en árvekni. Ísland er við norðurskautið, sem er ríkt af ónýttri orku, og þess er skammt að bíða að við verðum í alfaraleið mikilla sjóflutninga. Lega okkar dregur að sér aðra sem hér vilja varanlega aðstöðu og gætu gengið hart fram. Þá eru á ferðinni nýjar ógnir eins og skipulögð glæpastarfsemi, hryðjuverk, umhverfisslys og fjarskipta- eða netárásir. Orkuöryggi má heita lífsskilyrði í einangruðu landi. Í NATO eru Eistlendingar í broddi fylkingar varðandi samvinnu um netöryggi enda orðið fyrir árásum Rússa á því sviði. Árni Þór boðar skýrslu um þjóðaröryggi þar sem vænta má að sú eina sýnilega vernd sem við njótum, loftrýmiseftirlit af hálfu vinaríkja, verði afþökkuð. Hvernig verður samvinnu varðandi norðurskautið háttað? Vonandi sendi skáldið Huang Nabo okkur lokakveðjuna í Der Spiegel fyrir nokkrum dögum. Þá snertir aðild að ESB einnig öryggismál. Þótt Evrópusambandið sé ekki varnarbandalag felst óumdeilanlega öryggi í að vera innan sameiginlegra landamæra þess. Efnahagslegt öryggi Íslands er háð þátttöku í frjálsum innri markaði Evrópusambandsins. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tryggir ekki það meginmarkmið, hvorki í náinni bráð eða til framtíðar. Það krefst ESB-aðildar sem þjóðinni ber að samþykkja eða hafna þegar fyrir liggur samningur þar um, sem tekur tillit til séraðstæðna okkar. Verða alþingiskosningarnar 2013 örlagatími um stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum?
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun