SAS fækkar starfsmönnum um 40% 13. nóvember 2012 09:00 Hátt olíuverð, efnahagsvandræðin í Evrópu og samkeppni við lággjaldaflugfélög hafa reynst mörgum stórum evrópskum flugfélögum erfið á síðustu árum. Nordicphotos/AFP Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Það er ekki síst samkeppni við evrópsk lággjaldaflugfélög sem hefur reynst SAS erfið síðustu ár. Flugfélagið hefur ekki skilað hagnaði í fjölda ára en með þessum aðgerðum hyggst flugfélagið lækka árlegan rekstrarkostnað um þrjá milljarða sænskra króna, jafngildi ríflega 57 milljarða íslenskra króna. Rickard Gustafsson, framkvæmdastjóri SAS, segist gera sér grein fyrir því að hagræðingaraðgerðirnar séu sársaukafullar fyrir starfsmenn en segir þær óhjákvæmilegar. „Þetta er í raun og veru síðasta tækifærið okkar ef við ætlum að tryggja rekstrargrundvöll félagsins," segir Gustafsson. SAS er að helmingi í eigu sænska, danska og norska ríkisins en hinn helmingurinn er í eigu fjárfesta, þar á meðal hinnar sænsku Wallenberg-fjölskyldu.- mþl Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Það er ekki síst samkeppni við evrópsk lággjaldaflugfélög sem hefur reynst SAS erfið síðustu ár. Flugfélagið hefur ekki skilað hagnaði í fjölda ára en með þessum aðgerðum hyggst flugfélagið lækka árlegan rekstrarkostnað um þrjá milljarða sænskra króna, jafngildi ríflega 57 milljarða íslenskra króna. Rickard Gustafsson, framkvæmdastjóri SAS, segist gera sér grein fyrir því að hagræðingaraðgerðirnar séu sársaukafullar fyrir starfsmenn en segir þær óhjákvæmilegar. „Þetta er í raun og veru síðasta tækifærið okkar ef við ætlum að tryggja rekstrargrundvöll félagsins," segir Gustafsson. SAS er að helmingi í eigu sænska, danska og norska ríkisins en hinn helmingurinn er í eigu fjárfesta, þar á meðal hinnar sænsku Wallenberg-fjölskyldu.- mþl
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira