Sat í stúkunni með tárin í augunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2012 07:00 Rakel Dögg er byrjuð að spila handbolta á ný með Stjörnunni. Mynd/Valli 22 leikmenn voru í gær valdir í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir EM kvenna sem hefst í Serbíu þann 4. desember næstkomandi. Í næstu viku verður hópurinn skorinn niður í þá sextán leikmenn sem munu halda utan. Meðal þeirra leikmanna sem eru í hópnum nú eru Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, og Ramune Pekarskyte sem er á mála hjá norska liðinu Levanger. Hún lék með Haukum í átta ár áður en hún hélt til Noregs og fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári. Rakel Dögg var fyrir ári síðan einnig á mála hjá Levanger og varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í síðasta leik liðsins fyrir landsliðshlé sem var gert á deildinni vegna HM í Brasilíu. Hún er nú komin af stað á nýjan leik með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í Garðabæ, og var í gær valin í landsliðið í fyrsta sinn síðan hún meiddist. Meiðslin tóku mikið á„Landsliðið hefur haldið mér gangandi í öllu þessu ferli," sagði Rakel Dögg á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Það er ekkert leyndarmál að þessi meiðsli tóku mikið á sálartetrið og það komu stundir þar sem ég átti erfitt með að koma mér af stað og taka endurhæfingunni af fullri alvöru. En eftir að landsliðið komst inn á EM var það úr sögunni. Ég gerði allt sem ég gat – aukaæfingar og allt slíkt – til að komast aftur af stað í handboltanum," segir Rakel. Þrátt fyrir meiðslin fór hún með til Brasilíu og í dag segist hún afar þakklát fyrir það. „Það kann að vera að einhverjum hefði fundist það peningasóun en í dag þakka ég mikið fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þeim. Mér finnst ég líka hafa átt minn hluta í árangrinum enda sat ég alla fundi, var leikmönnunum innan handar eftir æfingar og leiki og tók þátt í bæði gleði- og sorgarstundum. Ég veit ekki hvort ég hefði hreinlega getað horft á leikina í sjónvarpi í kuldanum heima á Íslandi," sagði hún. Ég lærði af mótinu í BrasilíuRakel viðurkennir þó að það hafi stundum verið erfitt fyrir sig að sitja utan vallar og fylgjast með. „Þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir fyrsta leikinn sat ég upp í stúku með tárin í augunum. En heilt yfir var ferðin algjörlega frábær og það fór heilmikið inn á reynslubankann hjá mér – rétt eins og hjá öðrum leikmönnum. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti á EM í Danmörku fyrir tveimur árum. Þar tapaði liðið öllum sínum leikjum í riðlinum og komst ekki áfram í milliriðlana. Stelpurnar komu svo skemmtilega á óvart á HM í Brasilíu í fyrra þar sem þær unnu stórþjóðir á borð við Þýskaland og Svartfjallaland. Liðið komst í 16-liða úrslit en tapaði fyrir þáverandi heimsmeistaraliði Rússlands. Getum unnið hvern sem erÁ EM í Serbíu komast þrjú lið af fjórum áfram í milliriðlana en Ísland er í sterkum riðli með Rúmeníu, Svartfjallalandi og Rússlandi. „Við eigum heima á öllum stórmótum. Það er mitt mat," segir Rakel en viðurkennir að verkefnið verði erfitt. „Það eru kannski ekki margir á alþjóðavettvangi sem hafa trú á okkur enda erum við litla liðið samkvæmt öllum sögubókum. En við höfum spilað frábærlega síðustu ár og unnið sterkar þjóðir sem hafa spilað til verðlauna á stórmótum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessu sterku þjóðir en við höfum fulla trú á okkur og að við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi." Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
22 leikmenn voru í gær valdir í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir EM kvenna sem hefst í Serbíu þann 4. desember næstkomandi. Í næstu viku verður hópurinn skorinn niður í þá sextán leikmenn sem munu halda utan. Meðal þeirra leikmanna sem eru í hópnum nú eru Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, og Ramune Pekarskyte sem er á mála hjá norska liðinu Levanger. Hún lék með Haukum í átta ár áður en hún hélt til Noregs og fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári. Rakel Dögg var fyrir ári síðan einnig á mála hjá Levanger og varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í síðasta leik liðsins fyrir landsliðshlé sem var gert á deildinni vegna HM í Brasilíu. Hún er nú komin af stað á nýjan leik með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í Garðabæ, og var í gær valin í landsliðið í fyrsta sinn síðan hún meiddist. Meiðslin tóku mikið á„Landsliðið hefur haldið mér gangandi í öllu þessu ferli," sagði Rakel Dögg á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Það er ekkert leyndarmál að þessi meiðsli tóku mikið á sálartetrið og það komu stundir þar sem ég átti erfitt með að koma mér af stað og taka endurhæfingunni af fullri alvöru. En eftir að landsliðið komst inn á EM var það úr sögunni. Ég gerði allt sem ég gat – aukaæfingar og allt slíkt – til að komast aftur af stað í handboltanum," segir Rakel. Þrátt fyrir meiðslin fór hún með til Brasilíu og í dag segist hún afar þakklát fyrir það. „Það kann að vera að einhverjum hefði fundist það peningasóun en í dag þakka ég mikið fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þeim. Mér finnst ég líka hafa átt minn hluta í árangrinum enda sat ég alla fundi, var leikmönnunum innan handar eftir æfingar og leiki og tók þátt í bæði gleði- og sorgarstundum. Ég veit ekki hvort ég hefði hreinlega getað horft á leikina í sjónvarpi í kuldanum heima á Íslandi," sagði hún. Ég lærði af mótinu í BrasilíuRakel viðurkennir þó að það hafi stundum verið erfitt fyrir sig að sitja utan vallar og fylgjast með. „Þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir fyrsta leikinn sat ég upp í stúku með tárin í augunum. En heilt yfir var ferðin algjörlega frábær og það fór heilmikið inn á reynslubankann hjá mér – rétt eins og hjá öðrum leikmönnum. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti á EM í Danmörku fyrir tveimur árum. Þar tapaði liðið öllum sínum leikjum í riðlinum og komst ekki áfram í milliriðlana. Stelpurnar komu svo skemmtilega á óvart á HM í Brasilíu í fyrra þar sem þær unnu stórþjóðir á borð við Þýskaland og Svartfjallaland. Liðið komst í 16-liða úrslit en tapaði fyrir þáverandi heimsmeistaraliði Rússlands. Getum unnið hvern sem erÁ EM í Serbíu komast þrjú lið af fjórum áfram í milliriðlana en Ísland er í sterkum riðli með Rúmeníu, Svartfjallalandi og Rússlandi. „Við eigum heima á öllum stórmótum. Það er mitt mat," segir Rakel en viðurkennir að verkefnið verði erfitt. „Það eru kannski ekki margir á alþjóðavettvangi sem hafa trú á okkur enda erum við litla liðið samkvæmt öllum sögubókum. En við höfum spilað frábærlega síðustu ár og unnið sterkar þjóðir sem hafa spilað til verðlauna á stórmótum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessu sterku þjóðir en við höfum fulla trú á okkur og að við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi."
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn