Erlent

Hafði kallað Makedóna slava

Gjorge Ivanov Forseti Makedóníu.	NORDICPHOTOS/AFP
Gjorge Ivanov Forseti Makedóníu. NORDICPHOTOS/AFP
Aivo Orav, sendiherra Evrópusambandsins í Makedóníu, hefur beðist afsökunar á því að hafa sagt meirihluta landsmanna vera slava.

Frá þessu er skýrt á fréttavefnum Euractiv, sem fylgist með fréttum af vettvangi Evrópusambandsins.

Um 64 prósent íbúanna tala slavneskt mál, en telja sig engu að síður vera afkomendur Alexanders mikla.

Eitt af því sem tefur aðild Makedóníu að ESB er deila Grikkja og Makedóníumanna um það, hvort landið megi yfirhöfuð heita Makedónía.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×