Erlent

Skildu eftir sig drit í tonnavís

Fuglafár Dúfur höfðu komið sér vel fyrir á turnloftinu í Gävle um árabil.
Fuglafár Dúfur höfðu komið sér vel fyrir á turnloftinu í Gävle um árabil.
Ólokaður turngluggi í Þrenningarkirkjunni í Gävle í Svíþjóð reyndist heimboð fyrir dúfur í þúsundavís. Aðkoman þegar hreingerningarfólk kom þar upp fyrir skemmstu, um 30 til 40 árum síðar, var því ófögur.

Um 30 sentímetra lag af dúfnadriti, beinum og eggjaskurn lá yfir gólfinu.

Verkið, sem átti að taka um 40 klukkustundir, tók í raun 400 tíma og afraksturinn var tæp tvö tonn af úrgangi. Ekki varð þó vart við skemmdir.

Á vef Nyheter24 segir að dúfurnar hafi fyrst ekki hræðst hreingerningarfólkið, en undir lok verksins voru þær allar á bak og burt. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×