Úrtölufólkið og spýjan Sr. Örn Bárður Jónsson skrifar 8. desember 2012 08:00 Hvað ef landnámsmennirnir forðum daga hefuðu snúið við og sagt „Þetta er bara vesen. Hættum við að leita á vit nýrrar framtíðar"? Hvað ef Leifur, Þorfinnur, Guðríður og co. hefðu hætt við förina til Ameríku og aldrei fundið hina nýju álfu? Hvað ef bandamenn í seinni heimstyrjöldinni hefðu sagt „Við skulum ekkert vera að skipta okkur af þessum málum. Látum þetta bara eiga sig"? Hvað ef Lúther hefði ekki þorað að negla greinarnar 95 á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg og við værum enn föst í viðjum þröngsýni og afturhalds? Hvað ef við hefðum ekki þorað að færa út landhelgina í 12 mílur, 50 mílur, 200 mílur? Hvað ef Vestmannaeyingar hefðu ekki nennt upp á land í gosinu? Hvað ef þeir hefðu hætt við að dæla köldum sjó á hraunið? Hvað ef Guðlaugur hefði snúið aftur til skipsflaksins í stað þess að synda í land? Hvað ef við hefðum ekki þorað að taka á hruninu? Og svo framvegis og framvegis. Eða erum við kannski í þeim sporum að þora ekki að taka á hruninu? Nú hrópar úrtölufólk hátt á málþingum og í fjölmiðlum og vill snúa þjóðinni til baka, þjóðinni sem er á ferð á vit nýrrar framtíðar. Hættum við, segja þau, förum varlega, skoðum þetta betur, snúum við, hættum við ferðina til fyrirheitna landsins, höfum þetta bara eins og það hefur verið, spillt, rotið, gruggugt, óskýrt, óréttlátt, ósanngjarnt, ójafnt – ó, ó, ó! Já, svei, segi ég nú bara. Höldum för okkar áfram Það tók fámennan hóp 116 daga að setja saman bandarísku stjórnarskrána árið 1787 sem margar stjórnarskrár frjálsra landa hafa síðan verið byggðar á. Hún var samþykkt með naumum meirihluta í mörgum ríkjum en náði þó í gegn. Það tók stjórnlagaráð 115 daga að ljúka gerð nýrrar stjórnarskrá fyrir Ísland árið 2011, stjórnarskrá sem fær flotta dóma þeirra erlendu sérfræðinga sem búa yfir alvöru þekkingu og kunna að lesa hana í samhengi við aðrar stjórnarskrár heimsins. En hér heima á klakanum eru úrtölumenn, einkum af félagsvísinda- og lögfræðisviðum háskólanna, orðnir hásir við að öskra á fólk um að snúa við, fara til baka. Mér koma til huga orð Salómons konungs, þess vitra manns: „Eins og hundur sem snýr aftur til spýju sinnar, svo er heimskingi sem endurtekur fíflsku sína." Ætlum við að að vera þær gungur að snúa við? Ætlar þú, þjóð mín, að snúa aftur til spýjunnar? Hlustum ekki á úrtölufólkið, brýnum alþingismenn okkar til að sýna nú djörfung og dug og klára málið án þess að eyðileggja listaverkið sem stjórnarskrárfrumvarpið er. Höldum för okkar áfram, ferðinni til nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Hvað ef landnámsmennirnir forðum daga hefuðu snúið við og sagt „Þetta er bara vesen. Hættum við að leita á vit nýrrar framtíðar"? Hvað ef Leifur, Þorfinnur, Guðríður og co. hefðu hætt við förina til Ameríku og aldrei fundið hina nýju álfu? Hvað ef bandamenn í seinni heimstyrjöldinni hefðu sagt „Við skulum ekkert vera að skipta okkur af þessum málum. Látum þetta bara eiga sig"? Hvað ef Lúther hefði ekki þorað að negla greinarnar 95 á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg og við værum enn föst í viðjum þröngsýni og afturhalds? Hvað ef við hefðum ekki þorað að færa út landhelgina í 12 mílur, 50 mílur, 200 mílur? Hvað ef Vestmannaeyingar hefðu ekki nennt upp á land í gosinu? Hvað ef þeir hefðu hætt við að dæla köldum sjó á hraunið? Hvað ef Guðlaugur hefði snúið aftur til skipsflaksins í stað þess að synda í land? Hvað ef við hefðum ekki þorað að taka á hruninu? Og svo framvegis og framvegis. Eða erum við kannski í þeim sporum að þora ekki að taka á hruninu? Nú hrópar úrtölufólk hátt á málþingum og í fjölmiðlum og vill snúa þjóðinni til baka, þjóðinni sem er á ferð á vit nýrrar framtíðar. Hættum við, segja þau, förum varlega, skoðum þetta betur, snúum við, hættum við ferðina til fyrirheitna landsins, höfum þetta bara eins og það hefur verið, spillt, rotið, gruggugt, óskýrt, óréttlátt, ósanngjarnt, ójafnt – ó, ó, ó! Já, svei, segi ég nú bara. Höldum för okkar áfram Það tók fámennan hóp 116 daga að setja saman bandarísku stjórnarskrána árið 1787 sem margar stjórnarskrár frjálsra landa hafa síðan verið byggðar á. Hún var samþykkt með naumum meirihluta í mörgum ríkjum en náði þó í gegn. Það tók stjórnlagaráð 115 daga að ljúka gerð nýrrar stjórnarskrá fyrir Ísland árið 2011, stjórnarskrá sem fær flotta dóma þeirra erlendu sérfræðinga sem búa yfir alvöru þekkingu og kunna að lesa hana í samhengi við aðrar stjórnarskrár heimsins. En hér heima á klakanum eru úrtölumenn, einkum af félagsvísinda- og lögfræðisviðum háskólanna, orðnir hásir við að öskra á fólk um að snúa við, fara til baka. Mér koma til huga orð Salómons konungs, þess vitra manns: „Eins og hundur sem snýr aftur til spýju sinnar, svo er heimskingi sem endurtekur fíflsku sína." Ætlum við að að vera þær gungur að snúa við? Ætlar þú, þjóð mín, að snúa aftur til spýjunnar? Hlustum ekki á úrtölufólkið, brýnum alþingismenn okkar til að sýna nú djörfung og dug og klára málið án þess að eyðileggja listaverkið sem stjórnarskrárfrumvarpið er. Höldum för okkar áfram, ferðinni til nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun