Harmleikur í Kansas Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2012 07:00 Það síðasta sem Belcher gerði áður en hann svipti sig lífi var að þakka þjálfaranum sínum fyrir tækifærið. nordicphotos/getty Ruðningsleikmaðurinn Jovan Belcher, 25 ára leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, framdi sjálfsmorð fyrir framan þjálfarann sinn og framkvæmdastjóra fyrir rúmri viku. Hann var þá nýbúinn að myrða barnsmóður sína. Laugardagurinn 1. desember mun seint renna íbúum í Kansas úr minni. Þá átti sér stað ótrúlegur harmleikur sem snerti alla í borginni, sem og hjá liði Kansas City Chiefs. Jovan Belcher, sem hafði verið í herbúðum Chiefs í fjögur ár og spilað alla leiki liðsins í vetur, fór út á lífið á föstudeginum. Hann hitti stúlku á bar en varð svo viðskila við hana. Hann náði þó að komast heim til hennar en þar var hún ekki. Sambýlisfólk hennar leyfði þó Belcher að leggja sig en hann bað um að verða vakinn klukkan 6.30 þar sem hann mætti ekki vera of seinn á liðsfund. Belcher hafði drukkið talsvert um nóttina og þurfti aðstoð við að vakna. Fólkið í íbúðinni stóð við sitt og vakti Belcher, sem hélt í kjölfarið heim til unnustu sinnar, Kasöndru Perkins. Þar lentu þau í rifrildi sem leiddi til þess að Belcher skaut barnsmóður sína nokkrum sinnum. Þriggja mánaða dóttir þeirra og móðir Perkins voru í húsinu. Belcher flúði í kjölfarið og keyrði beint að Arrowhead Stadium, heimavelli Chiefs, en hann bjó aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá leikvanginum. Leikmaðurinn virtist vera meðvitaður um að lögreglan yrði fljót að komast á hæla hans og hann strunsaði því á fullu gasi gegnum öryggishlið vallarins. Skömmu síðar hringja öryggisverðirnir í framkvæmdastjóra liðsins, Scott Pioli, og segja honum að fara út að hitta Belcher á bílastæðinu. Það gerir Pioli ásamt þjálfara liðsins, Romeo Crennel. Skömmu síðar koma lögreglumenn á staðinn en þeir halda sig í vissri fjarlægð þar sem Belcher heldur á skammbyssu og er að tala við Pioli og Crennel. Belcher þakkaði fyrir að hafa fengið tækifæri hjá félaginu, sneri sér við, gekk nokkur skref og skaut sig í höfuðið fyrir framan þjálfarann og framkvæmdastjórann. Þrátt fyrir þennan mikla harmleik var ákveðið að leikur Kansas í deildinni daginn eftir færi fram. Var það nokkuð umdeilt. Það leyndi sér ekki fyrir leik að það var leikmönnum Kansas mikil þrekraun að spila. Mátti sjá marga þeirra fella tár fyrir leik. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst liðinu að þjappa sér saman og leggja Carolina Panthers að velli. Var það aðeins annar sigur liðsins í vetur. NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sjá meira
Ruðningsleikmaðurinn Jovan Belcher, 25 ára leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, framdi sjálfsmorð fyrir framan þjálfarann sinn og framkvæmdastjóra fyrir rúmri viku. Hann var þá nýbúinn að myrða barnsmóður sína. Laugardagurinn 1. desember mun seint renna íbúum í Kansas úr minni. Þá átti sér stað ótrúlegur harmleikur sem snerti alla í borginni, sem og hjá liði Kansas City Chiefs. Jovan Belcher, sem hafði verið í herbúðum Chiefs í fjögur ár og spilað alla leiki liðsins í vetur, fór út á lífið á föstudeginum. Hann hitti stúlku á bar en varð svo viðskila við hana. Hann náði þó að komast heim til hennar en þar var hún ekki. Sambýlisfólk hennar leyfði þó Belcher að leggja sig en hann bað um að verða vakinn klukkan 6.30 þar sem hann mætti ekki vera of seinn á liðsfund. Belcher hafði drukkið talsvert um nóttina og þurfti aðstoð við að vakna. Fólkið í íbúðinni stóð við sitt og vakti Belcher, sem hélt í kjölfarið heim til unnustu sinnar, Kasöndru Perkins. Þar lentu þau í rifrildi sem leiddi til þess að Belcher skaut barnsmóður sína nokkrum sinnum. Þriggja mánaða dóttir þeirra og móðir Perkins voru í húsinu. Belcher flúði í kjölfarið og keyrði beint að Arrowhead Stadium, heimavelli Chiefs, en hann bjó aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá leikvanginum. Leikmaðurinn virtist vera meðvitaður um að lögreglan yrði fljót að komast á hæla hans og hann strunsaði því á fullu gasi gegnum öryggishlið vallarins. Skömmu síðar hringja öryggisverðirnir í framkvæmdastjóra liðsins, Scott Pioli, og segja honum að fara út að hitta Belcher á bílastæðinu. Það gerir Pioli ásamt þjálfara liðsins, Romeo Crennel. Skömmu síðar koma lögreglumenn á staðinn en þeir halda sig í vissri fjarlægð þar sem Belcher heldur á skammbyssu og er að tala við Pioli og Crennel. Belcher þakkaði fyrir að hafa fengið tækifæri hjá félaginu, sneri sér við, gekk nokkur skref og skaut sig í höfuðið fyrir framan þjálfarann og framkvæmdastjórann. Þrátt fyrir þennan mikla harmleik var ákveðið að leikur Kansas í deildinni daginn eftir færi fram. Var það nokkuð umdeilt. Það leyndi sér ekki fyrir leik að það var leikmönnum Kansas mikil þrekraun að spila. Mátti sjá marga þeirra fella tár fyrir leik. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst liðinu að þjappa sér saman og leggja Carolina Panthers að velli. Var það aðeins annar sigur liðsins í vetur.
NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sjá meira