Menn spyrja hver þessi maður sé eiginlega Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. desember 2012 07:00 Óskar Bjarni Óskarsson var aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Vals. Mynd/Daníel Óskar Bjarni Óskarsson færði sig um set hjá danska félaginu Viborg í gær. Hann var þá ráðinn þjálfari kvennaliðs félagsins og mun í kjölfarið hætta með karlaliðið sem hann hefur þjálfað í vetur. Ekki eru til peningar hjá félaginu til þess að reka karlaliðið áfram en forráðamenn félagsins eru ánægðir með Óskar Bjarna og vildu að hann tæki við kvennaliðinu. Óskar var með samning við félagið út þessa leiktíð með möguleika á eins árs framlengingu. Frá því hefur verið gengið að hann verði með liðið út leiktíðina 2014. „Það er leikur 30. desember hjá stelpunum en þær eru í fríi þar sem það er EM kvenna í gangi. Þá get ég fylgt strákunum úr hlaði á meðan," sagði Óskar Bjarni. Hann hefur engu reynslu af því að þjálfa konur en aðstoðaði þó stundum Stefán Arnarson, þjálfara kvennaliðs Vals. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni. Þarna eru 8-9 landsliðsmenn og mikil pressa eins og sést er þjálfarinn var rekinn með liðið á toppnum. Þetta er allt annað umhverfi að öllu leyti og vart hægt að byrja á stærri stað sem kvennaþjálfari. Það var lítil pressa á mér sem þjálfari karlaliðsins en nú fer ég alveg á hinn endann á spýtunni. Ég kann því ágætlega." Óskar segir að ráðningin veki nokkra athygli enda hafi hann ekki þjálfað kvennalið áður og sé þess utan ekki þekktur í Danmörku. „Menn spyrja bara hver þessi maður sé. Mér finnst gagnrýnin samt góð. Þetta verður ekki auðvelt enda langur vegur frá því að ég sé með allt með mér hérna. Ég hef ekkert sýnt í Danmörku og það er eðlilegt að menn séu með spurningar. Ég hef því margt að sanna hérna og það verður gaman," sagði Óskar ákveðinn og bætti við. „Kvenna- og karlahandbolti er ekki eins og ég þarf að venjast því. Þetta er samt það sama að því leyti að ég er að vinna með alvöru leikmönnum. Þessar stelpur eru sigurvegarar. Ég vil taka sumt úr karlahandboltanum inn í kvennahandboltann. Það er ein ástæðan fyrir því að ég fæ þetta starf held ég." Þjálfarinn viðurkennir að það sé léttir að fá sín mál á hreint eftir nokkra óvissudaga. „Þetta er búið að vera erfitt fyrir alla hérna. Það er því gott að allt sé orðið klárt og verður spennandi að byrja nýtt verkefni." Handbolti Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson færði sig um set hjá danska félaginu Viborg í gær. Hann var þá ráðinn þjálfari kvennaliðs félagsins og mun í kjölfarið hætta með karlaliðið sem hann hefur þjálfað í vetur. Ekki eru til peningar hjá félaginu til þess að reka karlaliðið áfram en forráðamenn félagsins eru ánægðir með Óskar Bjarna og vildu að hann tæki við kvennaliðinu. Óskar var með samning við félagið út þessa leiktíð með möguleika á eins árs framlengingu. Frá því hefur verið gengið að hann verði með liðið út leiktíðina 2014. „Það er leikur 30. desember hjá stelpunum en þær eru í fríi þar sem það er EM kvenna í gangi. Þá get ég fylgt strákunum úr hlaði á meðan," sagði Óskar Bjarni. Hann hefur engu reynslu af því að þjálfa konur en aðstoðaði þó stundum Stefán Arnarson, þjálfara kvennaliðs Vals. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni. Þarna eru 8-9 landsliðsmenn og mikil pressa eins og sést er þjálfarinn var rekinn með liðið á toppnum. Þetta er allt annað umhverfi að öllu leyti og vart hægt að byrja á stærri stað sem kvennaþjálfari. Það var lítil pressa á mér sem þjálfari karlaliðsins en nú fer ég alveg á hinn endann á spýtunni. Ég kann því ágætlega." Óskar segir að ráðningin veki nokkra athygli enda hafi hann ekki þjálfað kvennalið áður og sé þess utan ekki þekktur í Danmörku. „Menn spyrja bara hver þessi maður sé. Mér finnst gagnrýnin samt góð. Þetta verður ekki auðvelt enda langur vegur frá því að ég sé með allt með mér hérna. Ég hef ekkert sýnt í Danmörku og það er eðlilegt að menn séu með spurningar. Ég hef því margt að sanna hérna og það verður gaman," sagði Óskar ákveðinn og bætti við. „Kvenna- og karlahandbolti er ekki eins og ég þarf að venjast því. Þetta er samt það sama að því leyti að ég er að vinna með alvöru leikmönnum. Þessar stelpur eru sigurvegarar. Ég vil taka sumt úr karlahandboltanum inn í kvennahandboltann. Það er ein ástæðan fyrir því að ég fæ þetta starf held ég." Þjálfarinn viðurkennir að það sé léttir að fá sín mál á hreint eftir nokkra óvissudaga. „Þetta er búið að vera erfitt fyrir alla hérna. Það er því gott að allt sé orðið klárt og verður spennandi að byrja nýtt verkefni."
Handbolti Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira