Hollywood bregst við harmleiknum 19. desember 2012 06:00 Hin hörmulega skotárás á Sandy Hook-grunnskólann í Newport, Connecticut í síðustu viku hefur valdið ómældri reiði og sorg um allan heim. Alls liggja 27 manns í valnum eftir hinn tvítuga árásarmann, þar af tuttugu börn, ýmist sex eða sjö ára gömul. Skemmtanaiðnaðurinn vestanhafs þykir þó, að sumra mati, ganga ansi langt í að hafa vaðið fyrir neðan sig, og bæði kvikmyndir og sjónvarpsþættir læðast með veggjum þessa fyrstu daga eftir harmleikinn. Dæmi um þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantino, Django Unchained, en hún verður frumsýnd í Los Angeles í kvöld, og hafa framleiðendur myndarinnar aflýst húllumhæinu í kringum sýninguna. Rauða teppinu verður ekki rúllað út og blaðamönnum meinaður aðgangur. „Þetta snýst ekki um ofbeldið í myndinni, heldur það að enginn er í skapi til þess að fagna," segir talsmaður TWC, framleiðslufyrirtækis myndarinnar, en Tarantino sjálfur segir það fásinnu að kenna ofbeldi í kvikmyndum um raunveruleg voðaverk. Paramount-samsteypan brást einnig snöggt við og breytti kynningarefni sínu fyrir Tom Cruise-myndina Jack Reacher, en í stiklunni var áður mikil kúlnahríð. Sjálfri myndinni verður hins vegar ekki breytt að neinu leyti. Sjónvarpsstöðin ABC kippti síðasta þætti seríunnar Scandal af vefsíðu sinni um helgina, en þátturinn inniheldur óhuggulegt atriði þar sem heil fjölskylda er myrt. Þátturinn var kominn aftur á vefinn á mánudagsmorgunn. Þá hefur Discovery-sjónvarpsstöðin tekið þættina American Guns endanlega af dagskrá, en ekki hefur komið fram hvort ákvörðunin tengist skotárásinni. Teiknimyndaþættirnir American Dad og Family Guy voru ekki á sínum stað á Fox-rásinni um helgina. American Dad-þátturinn innihélt notkun skotvopna en hæðst var að trúarbrögðum í Family Guy-þættinum, og þótti forsvarsmönnum stöðvarinnar það óviðeigandi í ljósi atburðanna. Raunveruleikaþátturinn The Voice var á sínum stað í dagskrá NBC, en þáttur helgarinnar hófst á flutningi Leonard Cohen-slagarans Hallelujah, þar sem söngvarar þáttarins héldu á spjöldum með nöfnum fórnarlambanna. haukur@frettabladid.is Lífið Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hollywood Bandaríkin Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Hin hörmulega skotárás á Sandy Hook-grunnskólann í Newport, Connecticut í síðustu viku hefur valdið ómældri reiði og sorg um allan heim. Alls liggja 27 manns í valnum eftir hinn tvítuga árásarmann, þar af tuttugu börn, ýmist sex eða sjö ára gömul. Skemmtanaiðnaðurinn vestanhafs þykir þó, að sumra mati, ganga ansi langt í að hafa vaðið fyrir neðan sig, og bæði kvikmyndir og sjónvarpsþættir læðast með veggjum þessa fyrstu daga eftir harmleikinn. Dæmi um þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantino, Django Unchained, en hún verður frumsýnd í Los Angeles í kvöld, og hafa framleiðendur myndarinnar aflýst húllumhæinu í kringum sýninguna. Rauða teppinu verður ekki rúllað út og blaðamönnum meinaður aðgangur. „Þetta snýst ekki um ofbeldið í myndinni, heldur það að enginn er í skapi til þess að fagna," segir talsmaður TWC, framleiðslufyrirtækis myndarinnar, en Tarantino sjálfur segir það fásinnu að kenna ofbeldi í kvikmyndum um raunveruleg voðaverk. Paramount-samsteypan brást einnig snöggt við og breytti kynningarefni sínu fyrir Tom Cruise-myndina Jack Reacher, en í stiklunni var áður mikil kúlnahríð. Sjálfri myndinni verður hins vegar ekki breytt að neinu leyti. Sjónvarpsstöðin ABC kippti síðasta þætti seríunnar Scandal af vefsíðu sinni um helgina, en þátturinn inniheldur óhuggulegt atriði þar sem heil fjölskylda er myrt. Þátturinn var kominn aftur á vefinn á mánudagsmorgunn. Þá hefur Discovery-sjónvarpsstöðin tekið þættina American Guns endanlega af dagskrá, en ekki hefur komið fram hvort ákvörðunin tengist skotárásinni. Teiknimyndaþættirnir American Dad og Family Guy voru ekki á sínum stað á Fox-rásinni um helgina. American Dad-þátturinn innihélt notkun skotvopna en hæðst var að trúarbrögðum í Family Guy-þættinum, og þótti forsvarsmönnum stöðvarinnar það óviðeigandi í ljósi atburðanna. Raunveruleikaþátturinn The Voice var á sínum stað í dagskrá NBC, en þáttur helgarinnar hófst á flutningi Leonard Cohen-slagarans Hallelujah, þar sem söngvarar þáttarins héldu á spjöldum með nöfnum fórnarlambanna. haukur@frettabladid.is
Lífið Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Hollywood Bandaríkin Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira