Þau tíu bestu á árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2012 07:00 Heiðar Helguson fékk útnefninguna í fyrra. Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða tíu íþróttamenn höfnuðu í fyrstu tíu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2012. Aðeins þrír íþróttamannanna hafa ekki verið á topp tíu listanum áður en enginn þeirra hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 57. sinn eftir rúma viku og það er þegar orðið ljóst að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn því enginn af þeim tíu sem eru tilnefndir í ár hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Framtíðarfólk íslenskra íþrótta er áberandi á listanum eins og undanfarin ár en alls eru sex íþróttamannanna 25 ára eða yngri. Það hefur ekki gerst síðan 1986 þegar sex íþróttamannanna á topp tíu listanum voru einnig 25 ára og yngri. Átta nýliðar voru á listanum í fyrra og sex árið þar á undan. Tveir nýliðanna frá því í fyrra eru einnig inni í ár en það eru Ásdís Hjálmsdóttir og Kári Steinn Karlsson. Þrjú voru aftur á móti inni á listanum í fyrsta sinn fyrir þremur árum þar á meðal Aron Pálmarsson sem er sá eini sem nær því að vera meðal tíu efstu þriðja árið í röð. Hin eru Íris Mist Magnúsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson. Íris er fyrsta fimleikakonan sem nær að komast tvisvar sinnum inn á topp tíu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 23 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Fótboltafólk er fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og ein knattspyrnukona er á listanum. Frjálsar íþróttir eiga tvo fulltrúa en hinir fimm íþróttamennirnir koma úr fimm mismunandi greinum; handbolta, fimleikum, skotfimi, sundi og kraftlyftingum. Ásgeir Sigurgeirsson brýtur blað í sinni íþróttagrein því hann er fyrsti skotfimimaðurinn sem kemst í hóp þeirra tíu efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Þetta er átjánda íþróttagreinin sem nær inn á topp tíu og fyrsta „nýja" greinin í níu ár, síðan dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir komst inn á listann árið 2003. Jón Margeir Sverrisson er fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem kemst inn á listann í átta ár eða síðan Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti árið 2004. Þrjár konur eru á listanum að þessu sinni en þær hafa verið fjórar undanfarin þrjú ár. Fimm einstaklingsíþróttamenn komast inn á listann sem er besti árangur þeirra í sex ár eða síðan 2006, en aðeins komust alls átta einstaklingsíþróttamenn inn á topp tíu frá 2008 til 2011. Kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson varð fertugur á árinu og er langelstur á listanum. Hann er fyrsti íþróttamaðurinn á fimmtugsaldri til þess að komast svona ofarlega í þrettán ár, síðan hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson varð í 9. sæti árið 1999, þá 47 ára gamall. Knattspyrnukonan Þóra Björg Helgadóttir er reynsluboltinn á listanum en hún er í fjórða skiptið meðal tíu efstu í kjörinu. Þóra jafnar þar með met systur sinnar, en engar knattspyrnukonur hafa verið oftar á topp tíu en þær systur.Topp tíu listinn í stafrófsröð: Alfreð Finnbogason, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Auðunn Jónsson, kraftlyftingar Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar Jón Margeir Sverrisson, íþróttir fatlaðra Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna Innlendar Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða tíu íþróttamenn höfnuðu í fyrstu tíu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2012. Aðeins þrír íþróttamannanna hafa ekki verið á topp tíu listanum áður en enginn þeirra hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 57. sinn eftir rúma viku og það er þegar orðið ljóst að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn því enginn af þeim tíu sem eru tilnefndir í ár hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins. Framtíðarfólk íslenskra íþrótta er áberandi á listanum eins og undanfarin ár en alls eru sex íþróttamannanna 25 ára eða yngri. Það hefur ekki gerst síðan 1986 þegar sex íþróttamannanna á topp tíu listanum voru einnig 25 ára og yngri. Átta nýliðar voru á listanum í fyrra og sex árið þar á undan. Tveir nýliðanna frá því í fyrra eru einnig inni í ár en það eru Ásdís Hjálmsdóttir og Kári Steinn Karlsson. Þrjú voru aftur á móti inni á listanum í fyrsta sinn fyrir þremur árum þar á meðal Aron Pálmarsson sem er sá eini sem nær því að vera meðal tíu efstu þriðja árið í röð. Hin eru Íris Mist Magnúsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson. Íris er fyrsta fimleikakonan sem nær að komast tvisvar sinnum inn á topp tíu. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 23 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Fótboltafólk er fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og ein knattspyrnukona er á listanum. Frjálsar íþróttir eiga tvo fulltrúa en hinir fimm íþróttamennirnir koma úr fimm mismunandi greinum; handbolta, fimleikum, skotfimi, sundi og kraftlyftingum. Ásgeir Sigurgeirsson brýtur blað í sinni íþróttagrein því hann er fyrsti skotfimimaðurinn sem kemst í hóp þeirra tíu efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Þetta er átjánda íþróttagreinin sem nær inn á topp tíu og fyrsta „nýja" greinin í níu ár, síðan dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir komst inn á listann árið 2003. Jón Margeir Sverrisson er fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem kemst inn á listann í átta ár eða síðan Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti árið 2004. Þrjár konur eru á listanum að þessu sinni en þær hafa verið fjórar undanfarin þrjú ár. Fimm einstaklingsíþróttamenn komast inn á listann sem er besti árangur þeirra í sex ár eða síðan 2006, en aðeins komust alls átta einstaklingsíþróttamenn inn á topp tíu frá 2008 til 2011. Kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson varð fertugur á árinu og er langelstur á listanum. Hann er fyrsti íþróttamaðurinn á fimmtugsaldri til þess að komast svona ofarlega í þrettán ár, síðan hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson varð í 9. sæti árið 1999, þá 47 ára gamall. Knattspyrnukonan Þóra Björg Helgadóttir er reynsluboltinn á listanum en hún er í fjórða skiptið meðal tíu efstu í kjörinu. Þóra jafnar þar með met systur sinnar, en engar knattspyrnukonur hafa verið oftar á topp tíu en þær systur.Topp tíu listinn í stafrófsröð: Alfreð Finnbogason, knattspyrna Aron Pálmarsson, handbolti Auðunn Jónsson, kraftlyftingar Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar Jón Margeir Sverrisson, íþróttir fatlaðra Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna
Innlendar Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Sjá meira