Útrýmum undantekningunum Einar Magnús Magnússon skrifar 28. desember 2012 08:00 Það er ástæða til að hrósa íslenskum ökumönnum en einhverra hluta vegna hefur of lítið farið fyrir þeirri umræðu. Okkur hættir til að fjalla eingöngu um það sem telja má sem alvarlegt frávik frá þeirri almennu reglu að við séum bara nokkuð góð og vel flest til fyrirmyndar. Slysum og umferðarlagabrotum meðal ungra ökumanna hefur stórlega fækkað á undanförnum árum. Nú kann einhver að segja að það sé vegna þess að fyrir nokkrum árum var sett í lög akstursbann á þá nýliða í umferðinni sem brjóta alvarlega af sér og að óttinn við það sé þess valdur að ungir ökumenn hagi sér nú af meiri skynsemi. En vitanlega eiga þeir hrósið skilið því skynsemi þeirra og dómgreind segir að áhættuhegðun og óábyrgð hegðun í umferðinni geti haft áþreifanlegar og alvarlegar afleiðingar. Mörgum þeirra reynist erfiðara að ímynda sér örkuml og dauða sem afleiðingu gjörða sinna en slíkt virðist reyndar vera algengt meðal ungs fólks og þá sérstaklega ungra karlmanna sem flestir eru haldnir þeim meðfædda misskilningi að þeir sé ódauðlegir.Áhættuhegðun Hvernig er í raun hægt að segja annað en að ökumenn séu almennt til fyrirmyndar þegar tugir þúsunda ökumanna deila með sér strætum og götum á degi hverjum við oft erfiðar og þröngar aðstæður og það telst til undantekninga að alvarleg slys hljótist af? Undantekningarnar frá þessari reglu eru hins vegar oft svo alvarlegar að þær krefjast þess að unnið sé hörðum höndum að eftirliti, forvörnum og fræðslu þannig að sú áhættuhegðun sem leiðir af sér slíkar undantekningar sé upprætt. Það er vissulega erfitt fyrir þann sem hefur þurft að kljást við gjörbreytt líf og erfiða lífsbaráttu af völdum umferðarslyss að hrósa okkur fyrir það hve góðir ökumenn við séum. Það er óásættanlega stór hópur sem telja má til fórnarlamba umferðarslysa. Um leið og við hjá Umferðarstofu viljum óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar þá viljum við hvetja landsmenn til að halda sig frá undantekningunum á komandi ári og árum. Leiðum hugann að þeim sem eiga um sárt að binda og tökum undir bæn þeirra um að ekki verði fleiri undantekningar frá þeirri reglu að við komumst heil heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að hrósa íslenskum ökumönnum en einhverra hluta vegna hefur of lítið farið fyrir þeirri umræðu. Okkur hættir til að fjalla eingöngu um það sem telja má sem alvarlegt frávik frá þeirri almennu reglu að við séum bara nokkuð góð og vel flest til fyrirmyndar. Slysum og umferðarlagabrotum meðal ungra ökumanna hefur stórlega fækkað á undanförnum árum. Nú kann einhver að segja að það sé vegna þess að fyrir nokkrum árum var sett í lög akstursbann á þá nýliða í umferðinni sem brjóta alvarlega af sér og að óttinn við það sé þess valdur að ungir ökumenn hagi sér nú af meiri skynsemi. En vitanlega eiga þeir hrósið skilið því skynsemi þeirra og dómgreind segir að áhættuhegðun og óábyrgð hegðun í umferðinni geti haft áþreifanlegar og alvarlegar afleiðingar. Mörgum þeirra reynist erfiðara að ímynda sér örkuml og dauða sem afleiðingu gjörða sinna en slíkt virðist reyndar vera algengt meðal ungs fólks og þá sérstaklega ungra karlmanna sem flestir eru haldnir þeim meðfædda misskilningi að þeir sé ódauðlegir.Áhættuhegðun Hvernig er í raun hægt að segja annað en að ökumenn séu almennt til fyrirmyndar þegar tugir þúsunda ökumanna deila með sér strætum og götum á degi hverjum við oft erfiðar og þröngar aðstæður og það telst til undantekninga að alvarleg slys hljótist af? Undantekningarnar frá þessari reglu eru hins vegar oft svo alvarlegar að þær krefjast þess að unnið sé hörðum höndum að eftirliti, forvörnum og fræðslu þannig að sú áhættuhegðun sem leiðir af sér slíkar undantekningar sé upprætt. Það er vissulega erfitt fyrir þann sem hefur þurft að kljást við gjörbreytt líf og erfiða lífsbaráttu af völdum umferðarslyss að hrósa okkur fyrir það hve góðir ökumenn við séum. Það er óásættanlega stór hópur sem telja má til fórnarlamba umferðarslysa. Um leið og við hjá Umferðarstofu viljum óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar þá viljum við hvetja landsmenn til að halda sig frá undantekningunum á komandi ári og árum. Leiðum hugann að þeim sem eiga um sárt að binda og tökum undir bæn þeirra um að ekki verði fleiri undantekningar frá þeirri reglu að við komumst heil heim.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar