Körfubolti

Keflavík örugglega í undanúrslit

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Daníel
Keflavík vann öruggan sigur á nágrönum sínum frá Njarðvík, 102-91, í fjórða og síðasta leik átta liða úrslita Poweradebikarsins í körfubolta. Keflavík lagði grunninn að sigrinum í öðrum leikhluta og vannn öruggan sigur.

Leikurinn var ákaflega hraður í upphafi og mikið skorað. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og aðeins munaði einu stigi fyrir Keflavík 28-27.

Keflavík skoraði líka mikið í öðrum leikhluta og lokaði á Njarðvík með varnarleik sínum og náði fjórtán stiga forystu fyrir hálfleik 55-41.

Njarðvík náði að minnka muninn í ellefu stig fyrir fjórða leikhluta en liðið náði aldrei að gera leikinn spennandi og tryggði Keflavík sæti sitt í undanúrslitum með öruggum sigri. Keflavík verður í pottinum með Grindavík, Snæfelli og Stjörnunni þegar dregið verður í undanúrslit.

Michael Craion fór mikinn í leiknum fyrir Keflavík. Hann skoraði 36 stig og hirti 15 fráköst. Billy Baptist skoraði 20 stig, tók 15 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Darrel Keith Lewis átti ekki síðri leik. Hann skoraði 17 stig, tók 9 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Hjá Njarðvík skoraði Elvar Már Friðriksson 33 stig. Nigel Moore skoraði 18 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og Marcus Van skoraði 15 stig auk þess að hirða 16 fráköst.

Keflavík-Njarðvík 102-91 (28-27, 27-14, 16-19, 31-31)

Keflavík: Michael Craion 36/15 fráköst/6 stolnir/7 varin skot, Billy Baptist 20/15 fráköst/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 17/9 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 12/4 fráköst, Valur Orri Valsson 9/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 8, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Sigurður Vignir Guðmundsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Þór Skúlason 0, Andri Daníelsson 0.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 33, Nigel Moore 18/12 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Marcus Van 15/16 fráköst/3 varin skot, Maciej Stanislav Baginski 15, Ágúst Orrason 6/5 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2, Friðrik E. Stefánsson 2, Magnús Már Traustason 0, Hjörtur Hrafn Einarsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0, Brynjar Þór Guðnason 0, Óli Ragnar Alexandersson 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×