Krugman segir óhætt fyrir Obama að slá billjón dollara mynt 8. janúar 2013 06:13 Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann er kominn á þá skoðun að Barack Obama Bandaríkjaforseti geti nýtt sér smugu í bandarísku stjórnarskránni og látið slá fyrir sig billjón dollara eða 1.000 milljarða dollara mynt úr platínu. Það hefur verið stigvaxandi umræða meðal fræðimanna í Bandaríkjunum um þessa smugu sem Obama gæti nýtt sér ef Repúblikanar reyna að taka fyrirsjáanlega hækkun á 16.000 milljarða dollara skuldaþaki Bandaríkjanna eftir tæpa tvo mánuði í gíslingu eins og gerðist 2011. Þá var billjón dollara myntin fyrst kynnt til sögunnar. Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að forseti landsins geti ekki látið prenta seðla á eigin vegum né slegið myntir í gulli, silfri eða kopar. Það var lagaprófessorinn Jack Balkin við Yale háskólann sem fann áður nær óþekkta smugu í stjórnarskránni en hún fellst í viðbótarákvæði um að forsetinn geti látið slá myntir í platínu. Sennilega var ákvæðið hugsað til sláttar á heiðurspeningum. Obama gæti látið slá þessa mynt og sett hana síðan á inn á reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum. Þar með væri skuldaþakið sem vandamál fyrir hann úr sögunni. Paul Krugman segir að þessi lausn fyrir Obama muni ekki hafa neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið né hækka vexti á bandarískum skuldabréfum. Repúblikanar taka þennan möguleika Obama alvarlega og vinna þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni nú að frumvarpi sem myndi banna forsetanum að fara þessa leið til að leysa vandann við skuldaþakið. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann er kominn á þá skoðun að Barack Obama Bandaríkjaforseti geti nýtt sér smugu í bandarísku stjórnarskránni og látið slá fyrir sig billjón dollara eða 1.000 milljarða dollara mynt úr platínu. Það hefur verið stigvaxandi umræða meðal fræðimanna í Bandaríkjunum um þessa smugu sem Obama gæti nýtt sér ef Repúblikanar reyna að taka fyrirsjáanlega hækkun á 16.000 milljarða dollara skuldaþaki Bandaríkjanna eftir tæpa tvo mánuði í gíslingu eins og gerðist 2011. Þá var billjón dollara myntin fyrst kynnt til sögunnar. Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að forseti landsins geti ekki látið prenta seðla á eigin vegum né slegið myntir í gulli, silfri eða kopar. Það var lagaprófessorinn Jack Balkin við Yale háskólann sem fann áður nær óþekkta smugu í stjórnarskránni en hún fellst í viðbótarákvæði um að forsetinn geti látið slá myntir í platínu. Sennilega var ákvæðið hugsað til sláttar á heiðurspeningum. Obama gæti látið slá þessa mynt og sett hana síðan á inn á reikning ríkissjóðs í Seðlabankanum. Þar með væri skuldaþakið sem vandamál fyrir hann úr sögunni. Paul Krugman segir að þessi lausn fyrir Obama muni ekki hafa neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið né hækka vexti á bandarískum skuldabréfum. Repúblikanar taka þennan möguleika Obama alvarlega og vinna þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni nú að frumvarpi sem myndi banna forsetanum að fara þessa leið til að leysa vandann við skuldaþakið.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira