NFL: Wilson hafði betur í baráttu nýliðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2013 09:41 RGIII óskar Wilson til hamingju eftir leikinn í gær. Mynd/AP Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina en þá fóru svokallaðir Wild Card-leikir fram. Alls komast tólf lið í úrslitakeppnina ár hvert en þau fjögur bestu sitja hjá í fyrstu umferðinni. Hin átta bítast þá um fjögur laus sæti í 8-liða úrslitum. Houston, Green Bay, Baltimore og Seattle höfðu öll betur í sínum viðureignum um helgina en hér neðst í fréttinni má sjá hvernig fjórðungsúrslitin raðast upp um næstu helgi. Á laugardaginn komust fyrstu tvö liðin áfram eins og lesa má um hér og í gær kláraðist Wild Card-helgin með tveimur spennandi viðureignum. Baltimore Ravens hafði betur gegn Indianapolis Colts, 24-9, þar sem athyglin beindist að varnarmanninum Ray Lewis. Hann tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta eftir tímabilið og var þetta hans síðasti leikur á heimavelli Baltimore, þar sem hann hefur spilað öll sín sautján ár í NFL-deildinni. Lewis hefur reyndar spilað með Baltimore Ravens frá stofnun félagsins og er hann eini leikmaðurinn sem enn er að spila í NFL-deildinni af þeim sem voru með fyrsta ár félagsins í deildinni. Þetta var líka fyrsti leikur Lewis síðan hann meiddist um miðjan október og var varnarleikur Baltimore frábær allan leikinn. Leikstjórnandi Colts, Andrew Luck, náði sér aldrei á strik og komu einu stig liðsins eftir þrjú vallarmörk. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, átti hins vegar fínan leik og dældi boltanum grimmt á útherjann Anquan Boldin sem skoraði til að mynda snertimarkið sem tryggði Baltimore sigur í leiknum. Leikur Washington Redskins og Seattle Seahawks í gærkvöldi var svo barátta tveggja nýliða - leikstjórnandanna Robert Griffin þriðja og Russel Wilson. Griffin er orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar en Wilson sýndi á lokaspretti deildarinnar að hann er ekki mikið lakari leikmaður. Svo fór að Seattle vann, 24-14, þrátt fyrir að hafa lent 14-0 undir strax í fyrsta leikhluta. Griffin, sem var tæpur vegna hnémeiðsla fyrir leikinn, virtist hins vegar meiðast undir lok fyrsta leikhluta. Griffin hélt þó áfram að spila en náði sér aldrei á strik aftur - né heldur sóknarleikur Washington. Seattle gekk á lagið og Wilson, ásamt hlauparanum Marshawn Lynch, sá fyrir sigri sinna manna. Hnéð gaf sig svo endanlega í fjórða leikhluta hjá Griffin sem gat ekki klárað leikinn. Varamaðurinn Kirk Cousins kom inn á í hans stöðu en náði ekki að koma Washington aftur á réttan kjöl. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Griffin eru.Átta liða úrslitin:Ameríkudeildin: Laugardagur: Denver - Baltimore Sunnudagur: New England - HoustonÞjóðardeildin: Laugardagur: San Francisco - Green Bay Sunnudagur: Atlanta - Seattle NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina en þá fóru svokallaðir Wild Card-leikir fram. Alls komast tólf lið í úrslitakeppnina ár hvert en þau fjögur bestu sitja hjá í fyrstu umferðinni. Hin átta bítast þá um fjögur laus sæti í 8-liða úrslitum. Houston, Green Bay, Baltimore og Seattle höfðu öll betur í sínum viðureignum um helgina en hér neðst í fréttinni má sjá hvernig fjórðungsúrslitin raðast upp um næstu helgi. Á laugardaginn komust fyrstu tvö liðin áfram eins og lesa má um hér og í gær kláraðist Wild Card-helgin með tveimur spennandi viðureignum. Baltimore Ravens hafði betur gegn Indianapolis Colts, 24-9, þar sem athyglin beindist að varnarmanninum Ray Lewis. Hann tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta eftir tímabilið og var þetta hans síðasti leikur á heimavelli Baltimore, þar sem hann hefur spilað öll sín sautján ár í NFL-deildinni. Lewis hefur reyndar spilað með Baltimore Ravens frá stofnun félagsins og er hann eini leikmaðurinn sem enn er að spila í NFL-deildinni af þeim sem voru með fyrsta ár félagsins í deildinni. Þetta var líka fyrsti leikur Lewis síðan hann meiddist um miðjan október og var varnarleikur Baltimore frábær allan leikinn. Leikstjórnandi Colts, Andrew Luck, náði sér aldrei á strik og komu einu stig liðsins eftir þrjú vallarmörk. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, átti hins vegar fínan leik og dældi boltanum grimmt á útherjann Anquan Boldin sem skoraði til að mynda snertimarkið sem tryggði Baltimore sigur í leiknum. Leikur Washington Redskins og Seattle Seahawks í gærkvöldi var svo barátta tveggja nýliða - leikstjórnandanna Robert Griffin þriðja og Russel Wilson. Griffin er orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar en Wilson sýndi á lokaspretti deildarinnar að hann er ekki mikið lakari leikmaður. Svo fór að Seattle vann, 24-14, þrátt fyrir að hafa lent 14-0 undir strax í fyrsta leikhluta. Griffin, sem var tæpur vegna hnémeiðsla fyrir leikinn, virtist hins vegar meiðast undir lok fyrsta leikhluta. Griffin hélt þó áfram að spila en náði sér aldrei á strik aftur - né heldur sóknarleikur Washington. Seattle gekk á lagið og Wilson, ásamt hlauparanum Marshawn Lynch, sá fyrir sigri sinna manna. Hnéð gaf sig svo endanlega í fjórða leikhluta hjá Griffin sem gat ekki klárað leikinn. Varamaðurinn Kirk Cousins kom inn á í hans stöðu en náði ekki að koma Washington aftur á réttan kjöl. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Griffin eru.Átta liða úrslitin:Ameríkudeildin: Laugardagur: Denver - Baltimore Sunnudagur: New England - HoustonÞjóðardeildin: Laugardagur: San Francisco - Green Bay Sunnudagur: Atlanta - Seattle
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira