Íslenski boltinn

Ólafsvíkur Víkingar eru Íslandsmeistarar í futsal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Víkingar frá Ólafsvík tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, eftir 5-2 sigur á Val í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag en Ólafsvíkingar voru búnir að tapa úrslitaleiknum í þessari keppni undanfarin tvö ár. Valsmenn náðu því ekki að vinna tvöfalt en Valskonur urðu Íslandsmeistarar kvenna fyrr í dag.

Víkingar sem eru að fara spila sitt fyrsta tímabil í efstu deild í Pepsi-deildini í sumar, töpuðu fyrir ÍBV í fyrra. Magnús Gylfason, núverandi þjálfari Vals, gerði Eyjamenn einmitt að meisturum fyrir ári síðan en tókst ekki að endurtaka leikinn nú. Fjölnir vann Víkinga 3-2 í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum síðan.

Eyþór Helgi Birgisson skoraði tvö mörk fyrir Víking í úrslitaleiknum í dag en hann kom til liðsins í vetur frá ÍBV. Hin mörkin skoruðu þeir Alfreð Már Hjaltalín, Dominik Bajda og Brynjar Kristmundsson.

Alfreð Már Hjaltalín skoraði eina markið í fyrri hálfleik eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik en Eyþór Helgi Birgisson kom Víkingi síðan í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks.

Kolbeinn Kárason minnkaði muninn í 2-1 en Víkingar svöruðu með tveimur mörkum frá þeim Eyþóri Helga og Dominik Bajda. Rúnar Már Sigurjónsson minnkaði muninn tæpum átta mínútum fyrir leikslok en Brynjar Kristmundsson innsiglaði sigurinn með fimmta markinu

Valur - Víkingur Ólafsvík 2-5 (0-1)

0-1 Alfreð Már Hjaltalín (17:41)

- Hálfleikur -

0-2 Eyþór Helgi Birgisson (17:11)

1-2 Kolbeinn Kárason (12:18)

1-3 Eyþór Helgi Birgisson (8:58)

1-4 Dominik Bajda (8:16)

2-4 Rúnar Már Sigurjónsson (7:41)

2-5 Brynjar Kristmundsson (4:11)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×