Erlendar eignir Dana tæplega 14.000 milljarðar 3. janúar 2013 09:37 Nýjar tölur frá seðlabanka Danmerkur sýna að erlendar eignir Dana nema nú 610 milljörðum danskra kr. eða tæpum 14.000 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að hrunárið 2008 skulduðu Danir 170 milljarða danskra kr. í útlöndum. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk. Þar segir að þessi staða sé einstök enda geti fáar aðrar þjóðir í heiminum státað af álíka miklum erlendum eignum. Þá segir að þetta sé athyglisvert í ljósi þess að á síðustu árum hafi samkeppnishæfni landsins hrakað, hagvöxtur sé lítill, atvinnuleysið fari vaxandi og verð á fasteignum hefur lækkað töluvert. Það sem skýrir þessa stöðu að stærstum hluta er mjög myndarlegur afgangur á viðskiptajöfnuði landsins ásamt gífurlegum sparnaði innan einkageirans frá því að kreppan skall á. Danski seðlabankinn áætlar að á þessu ári muni erlendar eignir Dana vaxa í 700 milljarða danskra kr. og að árið 2014 verða þær orðnar 800 milljarðar danskra kr. Hið neikvæða við stöðuna er hinn mikli sparnaður sem liggur að baki þessari eignastöðu. Ef Danir fengjust til að nota hluta af sparnaði sínum í neyslu innanlands myndi það létta mjög róðurinn fyrir efnahag landsins í heild með því að auka hagvöxtinn. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýjar tölur frá seðlabanka Danmerkur sýna að erlendar eignir Dana nema nú 610 milljörðum danskra kr. eða tæpum 14.000 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að hrunárið 2008 skulduðu Danir 170 milljarða danskra kr. í útlöndum. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk. Þar segir að þessi staða sé einstök enda geti fáar aðrar þjóðir í heiminum státað af álíka miklum erlendum eignum. Þá segir að þetta sé athyglisvert í ljósi þess að á síðustu árum hafi samkeppnishæfni landsins hrakað, hagvöxtur sé lítill, atvinnuleysið fari vaxandi og verð á fasteignum hefur lækkað töluvert. Það sem skýrir þessa stöðu að stærstum hluta er mjög myndarlegur afgangur á viðskiptajöfnuði landsins ásamt gífurlegum sparnaði innan einkageirans frá því að kreppan skall á. Danski seðlabankinn áætlar að á þessu ári muni erlendar eignir Dana vaxa í 700 milljarða danskra kr. og að árið 2014 verða þær orðnar 800 milljarðar danskra kr. Hið neikvæða við stöðuna er hinn mikli sparnaður sem liggur að baki þessari eignastöðu. Ef Danir fengjust til að nota hluta af sparnaði sínum í neyslu innanlands myndi það létta mjög róðurinn fyrir efnahag landsins í heild með því að auka hagvöxtinn.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira