Forstjóri Google: "Vörur Facebook eru lélegar“ 18. janúar 2013 14:42 Larry Page, forstjóri Google. MYND/AFP Larry Page, forstjóri og annar stofnenda tæknirisans Google, segir að stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafi staðið sig afar illa við þróun vefsíðunnar síðustu misseri. Page lét ummælin falla í viðtali við bandarísku tæknifréttasíðuna Wired, stuttu áður en Facebook opinberaði endurbætta leitarþjónustu sína. Með breytingunum sækir Facebook nú á markað Google. Page sagðist ekki vera hræddur við samkeppni frá Facebook. Þvert á móti sé það rétt þróun að samskiptasíðan leiti á þessi mið. „Ég kýs að hugsa ekki um málið þannig. Við hjá Google höfum átt í verulegum vandræðum með að skilgreina það hvernig notendur okkar deila persónulegum upplýsingum sínum, hvernig þeir kjósa að tjá sig á veraldarvefnum. Facebook hefur gert vel á þeim vettvangi. En þeir hafa engu að síður skilað af sér afar lélegri vöru," sagði Page. „Forsenda árangurs Google er ekki sú að öðru fyrirtæki mistakist. Við bjóðum einfaldlega upp á eitthvað allt annað og meira." Árangurssaga hins 39 ára gamla Larry Page er með ólíkindum. Hann stofnaði Google árið 1998 ásamt Sergey Brin en þeir voru þá nemendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Á skömmum tíma varð Google eitt áhrifamesta tæknifyrirtæki veraldar. Í viðtalinu ræddi Page stuttlega um framtíðarhorfur Google. Hann lýsti því yfir að ómögulegt væri að gera ráð fyrir stigvaxandi vexti fyrirtækisins. „Stighækkandi þróun er úrelt," sagði Page. „Þá sérstaklega þegar litið er til tæknigeirans þar sem öruggt er að þróunin verður ekki fyrirsjáanleg." Þá fagnaði Page velgengni Android-stýrikerfisins. Hann minntist þess þegar Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, sagðist ætla að fara í kjarnorkustríð gegn Android. „Og hversu vel hefur það stríð gengið?" svaraði Page. Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Larry Page, forstjóri og annar stofnenda tæknirisans Google, segir að stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafi staðið sig afar illa við þróun vefsíðunnar síðustu misseri. Page lét ummælin falla í viðtali við bandarísku tæknifréttasíðuna Wired, stuttu áður en Facebook opinberaði endurbætta leitarþjónustu sína. Með breytingunum sækir Facebook nú á markað Google. Page sagðist ekki vera hræddur við samkeppni frá Facebook. Þvert á móti sé það rétt þróun að samskiptasíðan leiti á þessi mið. „Ég kýs að hugsa ekki um málið þannig. Við hjá Google höfum átt í verulegum vandræðum með að skilgreina það hvernig notendur okkar deila persónulegum upplýsingum sínum, hvernig þeir kjósa að tjá sig á veraldarvefnum. Facebook hefur gert vel á þeim vettvangi. En þeir hafa engu að síður skilað af sér afar lélegri vöru," sagði Page. „Forsenda árangurs Google er ekki sú að öðru fyrirtæki mistakist. Við bjóðum einfaldlega upp á eitthvað allt annað og meira." Árangurssaga hins 39 ára gamla Larry Page er með ólíkindum. Hann stofnaði Google árið 1998 ásamt Sergey Brin en þeir voru þá nemendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Á skömmum tíma varð Google eitt áhrifamesta tæknifyrirtæki veraldar. Í viðtalinu ræddi Page stuttlega um framtíðarhorfur Google. Hann lýsti því yfir að ómögulegt væri að gera ráð fyrir stigvaxandi vexti fyrirtækisins. „Stighækkandi þróun er úrelt," sagði Page. „Þá sérstaklega þegar litið er til tæknigeirans þar sem öruggt er að þróunin verður ekki fyrirsjáanleg." Þá fagnaði Page velgengni Android-stýrikerfisins. Hann minntist þess þegar Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, sagðist ætla að fara í kjarnorkustríð gegn Android. „Og hversu vel hefur það stríð gengið?" svaraði Page.
Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira