Armstrong: Ferillinn minn var ein stór lygi 18. janúar 2013 09:27 Armstrong einbeittur í viðtalinu hjá Oprah. vísir/getty Það var mikið áhorf á þátt Oprah Winfrey í nótt er hjólreiðakappinn Lance Armstrong var í viðtali hjá henni og játaði ólöglega lyfjanotkun í fyrsta skipti. Armstrong sagði að ferill sinn væri ein stór lygi. Hann hefði verið á ólöglegum lyfjum í öll skiptin er hann vann Tour de France. Armstrong viðurkenndi að hafa byrjað að nota ólögleg efni í kringum 1995. Hann vildi ekki viðurkenna að skipulögð lyfjanotkun liðsins sem hann keppti með væri sú fullkomnasta frá upphafi en sagði þó að hún væri mjög slæm. Þó ekki eins slæm og hjá Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum á sínum tíma. Þessi fallna hetja viðurkenndi einnig að hafa lagt aðra félaga sína í einelti en hefði þó aldrei hótað að reka neinn úr liðinu ef hann vildi ekki nota ólögleg efni. Armstrong virkaði stressaður framan af viðtalinu en róaðist síðan og svaraði öllum spurningum af yfirvegun. Hann sagðist hafa litið á notkun þessara lyfja á eins sjálfsagðan hátt og að hafa loft í dekkjunum og vatn í brúsanum. Hann vildi þó ekki nafngreina aðra sem notuðu ólögleg lyf. Þó svo Armstrong hafi axlað fulla ábyrgð á lyfjanotkun sinni þá hélt hann því fram að hún hefði verið nauðsynleg svo hann gæti keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra. Það væru allir á lyfjum. Hann átti endurkomu árið 2009 og 2010 og segist hafa keppt án allra lyfja á þeim tíma.Nokkrar lykilsetningar frá Armstrong í viðtalinu: - "Af hverju núna? Það er eðlileg spurning. Ég á ekki frábært svar. Ég er að stíga allt of seint fram." - "Ég lít á ferilinn minn sem eina stóra lygi. Ég veit hver sannleikurinn er og hann er ekki í takti við það sem ég hélt áður fram." - "Þessi saga var fullkomin svo lengi. Maður kemst yfir veikleikann og vinnur Tour de France sjö sinnum. Mín saga var goðsagnakennd og fullkomin. Hún var ekki sönn." - "Það er ekki satt að ég hafi notað lyf árið 2009. Ég notaði síðast ólögleg efni árið 2005." - "Ég á þetta skilið. Ég lít ekki í kringum mig og segi Oprah, það er verið að fara virkilega illa með mig hérna. Mér fannst það vera þannig áður. Það er aftur á móti liðin tíð." - "Skilgreiningin á svindli er að gera eitthvað til að ná forskoti á andstæðinginn. Ég leit ekki þannig á mína lyfjanotkun. Hún var til þess að geta keppt á jafnréttisgrundvelli." - "Ég fann ekki upp þennan lyfjakúltúr í hjólreiðum en ég gerði ekkert til þess að stöðva hann heldur. Þar liggja mín mistök." - "Ég sé eftir því að hafa komið aftur í íþróttina. Ég sæti ekki hér ef ég hefði sleppt því." Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Það var mikið áhorf á þátt Oprah Winfrey í nótt er hjólreiðakappinn Lance Armstrong var í viðtali hjá henni og játaði ólöglega lyfjanotkun í fyrsta skipti. Armstrong sagði að ferill sinn væri ein stór lygi. Hann hefði verið á ólöglegum lyfjum í öll skiptin er hann vann Tour de France. Armstrong viðurkenndi að hafa byrjað að nota ólögleg efni í kringum 1995. Hann vildi ekki viðurkenna að skipulögð lyfjanotkun liðsins sem hann keppti með væri sú fullkomnasta frá upphafi en sagði þó að hún væri mjög slæm. Þó ekki eins slæm og hjá Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum á sínum tíma. Þessi fallna hetja viðurkenndi einnig að hafa lagt aðra félaga sína í einelti en hefði þó aldrei hótað að reka neinn úr liðinu ef hann vildi ekki nota ólögleg efni. Armstrong virkaði stressaður framan af viðtalinu en róaðist síðan og svaraði öllum spurningum af yfirvegun. Hann sagðist hafa litið á notkun þessara lyfja á eins sjálfsagðan hátt og að hafa loft í dekkjunum og vatn í brúsanum. Hann vildi þó ekki nafngreina aðra sem notuðu ólögleg lyf. Þó svo Armstrong hafi axlað fulla ábyrgð á lyfjanotkun sinni þá hélt hann því fram að hún hefði verið nauðsynleg svo hann gæti keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra. Það væru allir á lyfjum. Hann átti endurkomu árið 2009 og 2010 og segist hafa keppt án allra lyfja á þeim tíma.Nokkrar lykilsetningar frá Armstrong í viðtalinu: - "Af hverju núna? Það er eðlileg spurning. Ég á ekki frábært svar. Ég er að stíga allt of seint fram." - "Ég lít á ferilinn minn sem eina stóra lygi. Ég veit hver sannleikurinn er og hann er ekki í takti við það sem ég hélt áður fram." - "Þessi saga var fullkomin svo lengi. Maður kemst yfir veikleikann og vinnur Tour de France sjö sinnum. Mín saga var goðsagnakennd og fullkomin. Hún var ekki sönn." - "Það er ekki satt að ég hafi notað lyf árið 2009. Ég notaði síðast ólögleg efni árið 2005." - "Ég á þetta skilið. Ég lít ekki í kringum mig og segi Oprah, það er verið að fara virkilega illa með mig hérna. Mér fannst það vera þannig áður. Það er aftur á móti liðin tíð." - "Skilgreiningin á svindli er að gera eitthvað til að ná forskoti á andstæðinginn. Ég leit ekki þannig á mína lyfjanotkun. Hún var til þess að geta keppt á jafnréttisgrundvelli." - "Ég fann ekki upp þennan lyfjakúltúr í hjólreiðum en ég gerði ekkert til þess að stöðva hann heldur. Þar liggja mín mistök." - "Ég sé eftir því að hafa komið aftur í íþróttina. Ég sæti ekki hér ef ég hefði sleppt því."
Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira