Viðskipti erlent

Hagvöxtur í Kína minnkaði töluvert í fyrra

Töluvert dró úr hagvexti í Kína, næststærsta hagkerfi heimsins, á síðasta ári miðað við fyrra ár. Hagvöxturinn mældist 7,8% í fyrra en hann nam 9,3% árið 2011. Hefur hagvöxturinn ekki verið minni síðan um aldamótin.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að svo virðist sem aðgerðir kínverska stjórnvalda til að auka hagvöxtinn í lok síðasta árs hafi tekist að nokkru leyti en þá fór hagvöxturinn að taka við sér að nýju. Hinsvegar megi búast við að sú hagvaxtaraukning muni hverfa í ár nema gripið verði til fleiri aðgerða til að örva efnahagslíf landsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×