Viðskipti erlent

Grikkir frá næstu útborgun af neyðarláni í þessum mánuði

Grikkir hafa fengið þau skilaboð frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að næsta útborgun af neyðarláni sambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði borguð út í janúar.

Grikkir teljast hafa uppfyllt skilyrðin fyrir þessari útborgun, sem er upp á rúmlega 9 milljarða evra, með því að herða mjög skattalöggjöf landsins til að draga úr umfangsmiklu skattsvikum sem hafa verið landlægt vandamál í Grikklandi í langann tíma.

Áætlað er að þessi breyting á skattalöggjöfinni muni auka tekjur ríkissjóðs Grikklands um 2,3 milljarða evra í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×