Vefpressan tapaði tæplega 30 milljónum 2011 Magnús Halldórsson skrifar 10. janúar 2013 11:08 Björn Ingi Hrafnsson. Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi, en honum var skilað nú í upphafi ársins til Ársreikningaskrár, hinn 7. janúar. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Félagið Eyjan Media, sem rekur eyjan.is, er metið á um 26 milljónir í reikningi, en Vefpressan keypti félagið á árinu 2011. Vátryggingafélag Íslands, VÍS, á 18% hlut í Vefpressunni og Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sömuleiðis. Arnar Ægisson, sem situr í stjórn félagsins ásamt Birni Inga, á 14 prósent hlut, líkt og félagið AB10 ehf. Salt Investments ehf., félag Róberts Wessman, á 11% hlut, að því er fram kemur í ársreikningi. Ekki kemur fram í reikningnum hver á afgang hlutafjár félagsins, þ.e. 25 prósent hlutinn sem útaf stendur, en í ársreikningi er aðeins sýndur listi yfir innlenda hluthafa. Á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, þar sem er að finna upplýsingar um eigendur tilkynningarskyldra fjölmiðla, koma fram aðrar upplýsingar heldur en í ársreikningi fyrir 2011. Samkvæmt þeim lista eru eigendur félagsins að fullu, neðangreindir aðilar. Björn Ingi Hrafnsson, 18,58% Vátryggingarfélag Íslands hf., 18,39% Arnar Ægisson, 14,21% AB 10 ehf., 13,92% Salt Investments ehf., 12,97% AB 11 ehf., 14,44% Steingrímur Ólafsson, 1,3% Guðjón Elmar Guðjónsson, 0,8% Ólafur Már Svavarsson, 4,59% Verksmiðjan Norðurpóllinn, 0,8% Tekið er fram í ársreikningnum að hann sé ekki endurskoðaður. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi, en honum var skilað nú í upphafi ársins til Ársreikningaskrár, hinn 7. janúar. Þetta er umtalsvert meira tap en árið 2010 en þá tapaði Vefpressan 7,2 milljónum. Eignir eru í reikningi metnar á um 140 milljónir króna, og eigið fé nemur 48,5 milljónum. Skuldir félagsins hækka mikið milli áranna 2010 og 2011, eða úr ríflega 20 milljónum í rúmlega 90 milljónir. Þar af eru skammtímaskuldir bróðurpartur skulda, eða ríflega 80 milljónir. Þar af er skammtímaskuld vegna yfirdráttarláns ríflega 35 milljónir. Félagið Eyjan Media, sem rekur eyjan.is, er metið á um 26 milljónir í reikningi, en Vefpressan keypti félagið á árinu 2011. Vátryggingafélag Íslands, VÍS, á 18% hlut í Vefpressunni og Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sömuleiðis. Arnar Ægisson, sem situr í stjórn félagsins ásamt Birni Inga, á 14 prósent hlut, líkt og félagið AB10 ehf. Salt Investments ehf., félag Róberts Wessman, á 11% hlut, að því er fram kemur í ársreikningi. Ekki kemur fram í reikningnum hver á afgang hlutafjár félagsins, þ.e. 25 prósent hlutinn sem útaf stendur, en í ársreikningi er aðeins sýndur listi yfir innlenda hluthafa. Á vefsíðu Fjölmiðlanefndar, þar sem er að finna upplýsingar um eigendur tilkynningarskyldra fjölmiðla, koma fram aðrar upplýsingar heldur en í ársreikningi fyrir 2011. Samkvæmt þeim lista eru eigendur félagsins að fullu, neðangreindir aðilar. Björn Ingi Hrafnsson, 18,58% Vátryggingarfélag Íslands hf., 18,39% Arnar Ægisson, 14,21% AB 10 ehf., 13,92% Salt Investments ehf., 12,97% AB 11 ehf., 14,44% Steingrímur Ólafsson, 1,3% Guðjón Elmar Guðjónsson, 0,8% Ólafur Már Svavarsson, 4,59% Verksmiðjan Norðurpóllinn, 0,8% Tekið er fram í ársreikningnum að hann sé ekki endurskoðaður.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira