Vill verða betri ökuþór Birgir Þór Harðarson skrifar 30. janúar 2013 06:00 Hinrik vill rækta aksturshæfileika sína enn frekar og telur möguleika sína til þess besta erlendis. Myndir/Birgir Þór Einn efnilegasti kappakstursökuþór Íslendinga er Hinrik Wöhler, tvítugur handboltamaður í Víkingi. Hann stefnir langt í mótorsportinu og dreymir um að spreyta sig í gókarti gegn þeim bestu í Evrópu. „Ég stefni á að fara til Bretlands en ég veit að það er langsótt því bæði er ég Íslendingur og það kostar mjög mikið að peningum," segir Hinrik sem leitar grimmt að styrkjum fyrir ferðinni. Hann metur möguleika sína besta í Bretlandi og vill byrja í gókartinu þar. Hinrik hefur tekið þátt í Íslandsmótinu í gókart undanfarin tvö ár og hefur einn sigur undir beltinu. Sá sigur kom á Akureyri síðasta sumar þar sem hann skaut Íslandsmeistaranum Guðmundi Inga Arnarsyni ref fyrir rass. „Ég á enn nokkra vinnu eftir til að ná reynsluboltunum hérna heima en þetta er allt að koma. Ég get auðvitað æft mig hér heima en mig langar heldur út." Úti er allt til alls„Ég er að skoða þessar stærri mótaraðir en það kostar ótrúlega peninga að komast þar að. Ég er raunsær og stefni því heldur á gókartið. Ég er að renna út á tíma því væntanlegir keppinautar eru allir yngri en ég. Það eru kannski nokkrir sem eru jafn gamlir mér." Helsta ástæða þess að Hinrik vill heldur sækja út og þróa hæfileika sína þar er aðstaðan og ökuþjálfari sem hann segir ekki vera í boði hérlendis. „Auðvitað er ég betri en ég var þegar ég byrjaði en á móti kemur að ég hef engan þjálfara. Á Bretlandi hefði ég mann sem sæi fyrir öllu." Þessi þjálfari sem hann talar um myndi sinna bílnum, leiðbeina honum við aksturinn og benda á það sem betur mætti fara í akstri hans til þess að ná hámarks árangri. Hinrik fékk að kynnast einum slíkum þegar hann fór til Bretlands í nóvember á síðasta ári og reynsluók fyrir Pro Train-keppnisliðið á Wilton Mill-brautinni í tvo daga. „Þeir voru með grafík í tölvunni sem þeir greindu. Þannig gátu þeir sagt mér hvar ég ætti að bremsa betur, hvar ég ætti að gefa betur inn. Þar sá maður svart á hvítu hvað maður var að gera vitlaust." Fleiri ungir ökuþórar æfðu á sama tíma og Hinrik á Wilton Mill og hann segist hafa haldið í við þá. „Ég veit að þetta voru ekki bestu ökumenn á Bretlandi en með æfingunni kemur þetta." Frentzen í uppáhaldiHinrik gerir sig kláran í keppni í ágúst í fyrra.Mynd/Birgir ÞórHinrik segist fylgjast með öðrum kappakstri eins og til dæmis Formúlu 1. Hann hefur farið á eitt Formúlu 1- mót, í Þýskalandi árið 2006 þar sem hann sá Michael Schumacher vinna í Ferrari-bíl. Í seinni tíð hefur hann ekki gefið sér eins mikinn tíma til að fylgjast með þessari efstu deild kappaksturs. Hinrik á sér fyrirmynd í kappakstursheiminum en það er þjóðverjinn Heinz-Harald Frentzen sem ók í Formúlu 1 árin 1994-2003. „Frentzen ók hjá Jordan þegar ég fylgdist hvað mest með Formúlu 1. Hann var minn maður. Ég hef ekki verið með neinn uppáhaldsmann síðan hann hætti. Ég man þegar hann vann franska kappaksturinn í Magny-Cours árið 1999." Hreinasti kappaksturinnSpurður hvernig hann vinni í sjálfum sér sem ökumanni segir hann að vegna þjálfaraleysis sé einfaldast að sækja sér efni á internetið. „Ég pæli aðeins í þessu öllu en ég vinn mest í akstrinum. Pabbi gamli sér svo yfirleitt um bílinn," segir Hinrik. „Ég væri ekki í þessu ef hans nyti ekki við. Ég fékk þessa kappaksturspöddu frá honum og hann sér um að hafa bílinn í standi." Fyrir utan bílskúrinn þar sem Hinrik og pabbi hans vinna í keppnisbílnum eru tvö mótorhjól og blaðamanni leikur forvitni á að vita af hverju gókartið varð fyrir valinu, fram yfir rallý eða mótorkross til dæmis. „Þetta er einhvern veginn hreinasti kappaksturinn. Það er örugglega miklu auðveldara að vera í mótorkrossi hérna heima en ég held að það komi fólki yfirleitt á óvart hversu fáránlega skemmtilegt þetta er. Hraðinn í þessu er rosalegur. Þetta er allt öðruvísi en að keyra leigukörtur, þetta er miklu hraðara." „Maður fær bara í magann þegar maður hugsar um þetta," segir Hinrik. „En það er þessi hreinleiki við kappaksturinn sem heillar. Það skemmir heldur ekki að allir kallarnir í formúlunni byrjuðu í gókarti. Ég er ekki að segja að eigi nokkurn séns á að komast í formúluna en það er gott að byrja í þessu."Hinrik á fleygiferð í kappakstrinum í ágúst. Keppnin í Íslandsmeistaramótinu er hörð en hann vill komast að í mótaröð sem býður upp á meira.Mynd/Birgir Þór Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Einn efnilegasti kappakstursökuþór Íslendinga er Hinrik Wöhler, tvítugur handboltamaður í Víkingi. Hann stefnir langt í mótorsportinu og dreymir um að spreyta sig í gókarti gegn þeim bestu í Evrópu. „Ég stefni á að fara til Bretlands en ég veit að það er langsótt því bæði er ég Íslendingur og það kostar mjög mikið að peningum," segir Hinrik sem leitar grimmt að styrkjum fyrir ferðinni. Hann metur möguleika sína besta í Bretlandi og vill byrja í gókartinu þar. Hinrik hefur tekið þátt í Íslandsmótinu í gókart undanfarin tvö ár og hefur einn sigur undir beltinu. Sá sigur kom á Akureyri síðasta sumar þar sem hann skaut Íslandsmeistaranum Guðmundi Inga Arnarsyni ref fyrir rass. „Ég á enn nokkra vinnu eftir til að ná reynsluboltunum hérna heima en þetta er allt að koma. Ég get auðvitað æft mig hér heima en mig langar heldur út." Úti er allt til alls„Ég er að skoða þessar stærri mótaraðir en það kostar ótrúlega peninga að komast þar að. Ég er raunsær og stefni því heldur á gókartið. Ég er að renna út á tíma því væntanlegir keppinautar eru allir yngri en ég. Það eru kannski nokkrir sem eru jafn gamlir mér." Helsta ástæða þess að Hinrik vill heldur sækja út og þróa hæfileika sína þar er aðstaðan og ökuþjálfari sem hann segir ekki vera í boði hérlendis. „Auðvitað er ég betri en ég var þegar ég byrjaði en á móti kemur að ég hef engan þjálfara. Á Bretlandi hefði ég mann sem sæi fyrir öllu." Þessi þjálfari sem hann talar um myndi sinna bílnum, leiðbeina honum við aksturinn og benda á það sem betur mætti fara í akstri hans til þess að ná hámarks árangri. Hinrik fékk að kynnast einum slíkum þegar hann fór til Bretlands í nóvember á síðasta ári og reynsluók fyrir Pro Train-keppnisliðið á Wilton Mill-brautinni í tvo daga. „Þeir voru með grafík í tölvunni sem þeir greindu. Þannig gátu þeir sagt mér hvar ég ætti að bremsa betur, hvar ég ætti að gefa betur inn. Þar sá maður svart á hvítu hvað maður var að gera vitlaust." Fleiri ungir ökuþórar æfðu á sama tíma og Hinrik á Wilton Mill og hann segist hafa haldið í við þá. „Ég veit að þetta voru ekki bestu ökumenn á Bretlandi en með æfingunni kemur þetta." Frentzen í uppáhaldiHinrik gerir sig kláran í keppni í ágúst í fyrra.Mynd/Birgir ÞórHinrik segist fylgjast með öðrum kappakstri eins og til dæmis Formúlu 1. Hann hefur farið á eitt Formúlu 1- mót, í Þýskalandi árið 2006 þar sem hann sá Michael Schumacher vinna í Ferrari-bíl. Í seinni tíð hefur hann ekki gefið sér eins mikinn tíma til að fylgjast með þessari efstu deild kappaksturs. Hinrik á sér fyrirmynd í kappakstursheiminum en það er þjóðverjinn Heinz-Harald Frentzen sem ók í Formúlu 1 árin 1994-2003. „Frentzen ók hjá Jordan þegar ég fylgdist hvað mest með Formúlu 1. Hann var minn maður. Ég hef ekki verið með neinn uppáhaldsmann síðan hann hætti. Ég man þegar hann vann franska kappaksturinn í Magny-Cours árið 1999." Hreinasti kappaksturinnSpurður hvernig hann vinni í sjálfum sér sem ökumanni segir hann að vegna þjálfaraleysis sé einfaldast að sækja sér efni á internetið. „Ég pæli aðeins í þessu öllu en ég vinn mest í akstrinum. Pabbi gamli sér svo yfirleitt um bílinn," segir Hinrik. „Ég væri ekki í þessu ef hans nyti ekki við. Ég fékk þessa kappaksturspöddu frá honum og hann sér um að hafa bílinn í standi." Fyrir utan bílskúrinn þar sem Hinrik og pabbi hans vinna í keppnisbílnum eru tvö mótorhjól og blaðamanni leikur forvitni á að vita af hverju gókartið varð fyrir valinu, fram yfir rallý eða mótorkross til dæmis. „Þetta er einhvern veginn hreinasti kappaksturinn. Það er örugglega miklu auðveldara að vera í mótorkrossi hérna heima en ég held að það komi fólki yfirleitt á óvart hversu fáránlega skemmtilegt þetta er. Hraðinn í þessu er rosalegur. Þetta er allt öðruvísi en að keyra leigukörtur, þetta er miklu hraðara." „Maður fær bara í magann þegar maður hugsar um þetta," segir Hinrik. „En það er þessi hreinleiki við kappaksturinn sem heillar. Það skemmir heldur ekki að allir kallarnir í formúlunni byrjuðu í gókarti. Ég er ekki að segja að eigi nokkurn séns á að komast í formúluna en það er gott að byrja í þessu."Hinrik á fleygiferð í kappakstrinum í ágúst. Keppnin í Íslandsmeistaramótinu er hörð en hann vill komast að í mótaröð sem býður upp á meira.Mynd/Birgir Þór
Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira