Lotus frumsýndi E21-bílinn í gær Birgir Þór Harðarson skrifar 29. janúar 2013 18:00 Lotus-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 á vefnum í gærkvöldi. Bíllinn er byggður á bíl síðasta árs sem reyndist liðinu mjög áreiðanlegur. Yfirmenn liðsins vonast til þess að bíllinn muni geta fært Lotus-liðinu fleiri sigra en þeir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean munu aka áfram fyrir liðið. Raikkönen vann eina keppni í fyrra, í Abú Dhabí. "Ég held að það sé hægt að segja að við eigum möguleika á frábærum hlutum. Stökkið sem við tókum milli áranna 2011 og 2012 sýnir hvers megnug við erum," sagði Eric Boullier, liðstjóri Lotus. "Við ætlum okkur að gera okkur að einu af toppliðnunum í Formúlu 1 og við höfum sáð fyrir því. Nú er bara að uppskera með sterkum úrslitum og verðlaunasætum," sagði hann enn fremur. En þó E21-bíllinn sé mjög svipaður forvera sínum segir James Allison, tæknistjóri liðsins, að nokkur atriði undir vélhlífinni hafi verið hönnuð upp á nýtt, algerlega frá grunni. Þá nefndi hann að fjöðrunarkerfið, bæði að framan og að aftan hafi verið endurhannað til að auka loftaflsfræðilega möguleika bílsins. Bíllinn hefur tvöfalt DRS sem varð vinsælt á seinni hluta tímabilsins í fyrra en enginn náði að fullkomna. Þá er þrepið á trjónu bílsins enn til staðar en það mun að öllum líkindum hverfa að ári þegar Formúla 1 gengur í gegnum róttækar reglubreytingar á ný. Formúla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lotus-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 á vefnum í gærkvöldi. Bíllinn er byggður á bíl síðasta árs sem reyndist liðinu mjög áreiðanlegur. Yfirmenn liðsins vonast til þess að bíllinn muni geta fært Lotus-liðinu fleiri sigra en þeir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean munu aka áfram fyrir liðið. Raikkönen vann eina keppni í fyrra, í Abú Dhabí. "Ég held að það sé hægt að segja að við eigum möguleika á frábærum hlutum. Stökkið sem við tókum milli áranna 2011 og 2012 sýnir hvers megnug við erum," sagði Eric Boullier, liðstjóri Lotus. "Við ætlum okkur að gera okkur að einu af toppliðnunum í Formúlu 1 og við höfum sáð fyrir því. Nú er bara að uppskera með sterkum úrslitum og verðlaunasætum," sagði hann enn fremur. En þó E21-bíllinn sé mjög svipaður forvera sínum segir James Allison, tæknistjóri liðsins, að nokkur atriði undir vélhlífinni hafi verið hönnuð upp á nýtt, algerlega frá grunni. Þá nefndi hann að fjöðrunarkerfið, bæði að framan og að aftan hafi verið endurhannað til að auka loftaflsfræðilega möguleika bílsins. Bíllinn hefur tvöfalt DRS sem varð vinsælt á seinni hluta tímabilsins í fyrra en enginn náði að fullkomna. Þá er þrepið á trjónu bílsins enn til staðar en það mun að öllum líkindum hverfa að ári þegar Formúla 1 gengur í gegnum róttækar reglubreytingar á ný.
Formúla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira