Djokovic stefnir á sigur á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2013 16:45 Djokovic með fótboltakappanum Alessandro Del Piero eftir sigurinn um helgina. Del Piero spilar með ástralska liðinu Sydney FC. Nordic Photos / Getty Images Novak Djokovic er nú þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir tennistímabilið í Evrópu og stefnir hann á sigur í Opna franska meistaramótið í júní. Djokovic varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna þrjá titla í röð á Opna ástralska en alls hefur hann unnið mótið fjórum sinnum. Þá hefur hann unnið Wimbledon-mótið og Opna bandaríska einu sinni hvort, í bæði skiptin árið 2011. Opna franska er því eina stórmótið sem hann á eftir að vinna en hann komst nálægt því í fyrra. Þá tapaði hann fyrir Rafael Nadal í úrslitunum. „Auðvitað vil ég fara alla leið á Opna franska," sagði Djokovic en mótið er það eina af stórmótunum sem spilað er á leirvelli. Það er keppt á grasi á Wimbledon en hörðum velli í hinum tveimur stórmótunum. Djokovic er efsti maður heimslistans og var spurður hvort hann væri til í að fórna þeirri stöðu fyrir sigur í París. „Ég vil þetta allt saman. Ég hef enga ástæðu til að hafa ekki fulla trú á sjálfum mér." Nadal hefur haft mikla yfirburði á leirvöllum síðastliðin ár og unnið mótið sjö sinnum á ferlinum, þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall. Hann hefur hins vegar verið meiddur í langan tíma og ekkert spilað að viti síðan hann féll snemma úr leik á Wimbledon-mótinu síðastliðið sumar. Nadal er nú dottinn úr hópi fjögurra efstu á heimslistanum í tennis í fimmta sætið. Landi hans frá Spáni, David Ferrer, er í fjórða sætinu og er einnig bestur á leirvöllum. Þess má þó geta að Djokovic vann yfirburðasigur á Ferrer í undanúrslitunum í Melbourne fyrir helgi. Djokovic bar sigurorð af Andy Murray í úrslitunum um helgina en Murray vann Roger Federer í undanúrslitum. Þessir þrír eru sem fyrr í efstu sætum heimslistans. Tennis Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Novak Djokovic er nú þegar byrjaður að undirbúa sig fyrir tennistímabilið í Evrópu og stefnir hann á sigur í Opna franska meistaramótið í júní. Djokovic varð fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna þrjá titla í röð á Opna ástralska en alls hefur hann unnið mótið fjórum sinnum. Þá hefur hann unnið Wimbledon-mótið og Opna bandaríska einu sinni hvort, í bæði skiptin árið 2011. Opna franska er því eina stórmótið sem hann á eftir að vinna en hann komst nálægt því í fyrra. Þá tapaði hann fyrir Rafael Nadal í úrslitunum. „Auðvitað vil ég fara alla leið á Opna franska," sagði Djokovic en mótið er það eina af stórmótunum sem spilað er á leirvelli. Það er keppt á grasi á Wimbledon en hörðum velli í hinum tveimur stórmótunum. Djokovic er efsti maður heimslistans og var spurður hvort hann væri til í að fórna þeirri stöðu fyrir sigur í París. „Ég vil þetta allt saman. Ég hef enga ástæðu til að hafa ekki fulla trú á sjálfum mér." Nadal hefur haft mikla yfirburði á leirvöllum síðastliðin ár og unnið mótið sjö sinnum á ferlinum, þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall. Hann hefur hins vegar verið meiddur í langan tíma og ekkert spilað að viti síðan hann féll snemma úr leik á Wimbledon-mótinu síðastliðið sumar. Nadal er nú dottinn úr hópi fjögurra efstu á heimslistanum í tennis í fimmta sætið. Landi hans frá Spáni, David Ferrer, er í fjórða sætinu og er einnig bestur á leirvöllum. Þess má þó geta að Djokovic vann yfirburðasigur á Ferrer í undanúrslitunum í Melbourne fyrir helgi. Djokovic bar sigurorð af Andy Murray í úrslitunum um helgina en Murray vann Roger Federer í undanúrslitum. Þessir þrír eru sem fyrr í efstu sætum heimslistans.
Tennis Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira