Kaupstefna opnar dyr fyrir íslenska hönnuði erlendis Magnús Halldórsson skrifar 23. janúar 2013 09:46 Erlend hönnunarfyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að horfa til Íslands. Stórt norrænt húsgagnahönnunarfyrirtæki er meðal þeirra fyrirtækja sem boðað hafa komu sína á kaupstefnu í tengslum við HönnunarMars, þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á að kynna vörur sínar fyrir þekktum norrænum hönnuðum. HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið dagana 14. til 17. mars næstkomandi, en á dögunum er íslensk hönnun í hávegum höfð, ýmsir viðburðir eru á dagskránni þar sem almenningi gefst kostur á að kynnast íslenskri hönnun, af öllum stærðum og gerðum. Meðal viðburða að þessu sinni er kaupstefna sem kallast DesignMatch þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á því að kynna verk sín fyrir norrænum hönnunarfyrirtækjum, en áhugi á íslenskri hönnun erlendis frá hefur farið vaxandi undanfarin misseri. „Okkur hefur tekist, með þessari kaupstefnu að búa til ákveðna einokun, eða „exsclusivitet", fyrir þá kaupendur sem við bjóðum til þess að koma hingað, inn í ákveðna senu sem er eins og óplægður akur fyrir hönnunarfyrirtæki, innan þessarar norrænu hönnunarsenu," segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð. Virt norrænt fyrirtæki á sviði húsgagnahönnunar, One Nordic Furniture Company, hefur þegar boðað komu sína á kaupstefnuna, auk fleiri fyrirtækja, en vörulína þess er hönnuð af fremstu norrænu hönnuðum samtímans. Einn af hornsteinum í framleiðslu fyrirtækisins eru gæði og sanngjarnt verð. Það er með höfuðstöðvar sínar í Helsinki, höfuðborg Finnlands, en hið margverðlaunaða sænska hönnunarfyrirtæki Form Us With Love hefur listræna stjórn með fyrirtækinu. Greipur segir að kaupstefnur samhliða HönnurMars á liðnum árum, hafi skilað íslenskum hönnuðum miklum ávinningi og erlendu fyrirtækin sem taki þátt í henni séu afar ánægð með þau verkefni sem íslenskir hönnuðir kynna fyrir þeim. „Öll árin sem kaupstefnurnar hafa verið haldnar, hafa einhverjir íslenskir hönnuðir eða íslensk hönnunarfyrirtæki, slegið í gegnum múrinn, og farið í dreifingu eða framleiðslu utan Íslands," segir Greipur. HönnunarMars Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Erlend hönnunarfyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að horfa til Íslands. Stórt norrænt húsgagnahönnunarfyrirtæki er meðal þeirra fyrirtækja sem boðað hafa komu sína á kaupstefnu í tengslum við HönnunarMars, þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á að kynna vörur sínar fyrir þekktum norrænum hönnuðum. HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið dagana 14. til 17. mars næstkomandi, en á dögunum er íslensk hönnun í hávegum höfð, ýmsir viðburðir eru á dagskránni þar sem almenningi gefst kostur á að kynnast íslenskri hönnun, af öllum stærðum og gerðum. Meðal viðburða að þessu sinni er kaupstefna sem kallast DesignMatch þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á því að kynna verk sín fyrir norrænum hönnunarfyrirtækjum, en áhugi á íslenskri hönnun erlendis frá hefur farið vaxandi undanfarin misseri. „Okkur hefur tekist, með þessari kaupstefnu að búa til ákveðna einokun, eða „exsclusivitet", fyrir þá kaupendur sem við bjóðum til þess að koma hingað, inn í ákveðna senu sem er eins og óplægður akur fyrir hönnunarfyrirtæki, innan þessarar norrænu hönnunarsenu," segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð. Virt norrænt fyrirtæki á sviði húsgagnahönnunar, One Nordic Furniture Company, hefur þegar boðað komu sína á kaupstefnuna, auk fleiri fyrirtækja, en vörulína þess er hönnuð af fremstu norrænu hönnuðum samtímans. Einn af hornsteinum í framleiðslu fyrirtækisins eru gæði og sanngjarnt verð. Það er með höfuðstöðvar sínar í Helsinki, höfuðborg Finnlands, en hið margverðlaunaða sænska hönnunarfyrirtæki Form Us With Love hefur listræna stjórn með fyrirtækinu. Greipur segir að kaupstefnur samhliða HönnurMars á liðnum árum, hafi skilað íslenskum hönnuðum miklum ávinningi og erlendu fyrirtækin sem taki þátt í henni séu afar ánægð með þau verkefni sem íslenskir hönnuðir kynna fyrir þeim. „Öll árin sem kaupstefnurnar hafa verið haldnar, hafa einhverjir íslenskir hönnuðir eða íslensk hönnunarfyrirtæki, slegið í gegnum múrinn, og farið í dreifingu eða framleiðslu utan Íslands," segir Greipur.
HönnunarMars Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira