Viðskipti erlent

Jeroen verður næsti leiðtogi Eurogroup hópsins

Jeroen Dijsselbloem fjármálaráðherra Hollands hefur verið kosinn sem formaður svokallaðs Eurogroup eða hóps fjármálaráðherra evrusvæðsins. Hann tekur við stöðunni af Jean-Claude Junkers.

Jeroen sem er orðinn 46 ára gamall hefur verið í embætti fjármálaráðherra undanfarna tvo mánuði. Hann segir að nauðsynlegt sé að ráðamenn á evrusvæðinu haldi stefnu sinni um aðhald í opinberum fjármálum og umbætur á fjármálakerfi Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×