NFL: Lið Harbaugh-bræðranna mætast í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2013 09:15 Hinn magnaði Ray Lewis er að spila sína síðustu leiki á ferlinum. Mynd/Nordic Photos/Getty Baltimore Ravens og San Francisco 49'ers tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl. Flestir bjuggust við sigri 49'ers á Atlanta Falcons í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en sigur Baltimore Ravens á New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar kom mörgum spekingum á óvart. Það verður lítið rætt um annað næstu dagana þegar kemur að Super Bowl leiknum að þarna munu bræður mætast með lið sín. John Harbaugh þjálfar lið Baltimore Ravens og yngri bróðir hans Jim Harbaugh þjálfar lið San Francisco 49'ers. Bæði lið bræðranna voru á útivelli og lentu undir í sínum leikjum en komu sterk til baka og áttu frábæra seinni hálfleiki þar sem þau héldu mótherjum sínum á núllinu. Atlanta Falcons komst í 17-0 á heimavelli á móti San Francisco 49'ers en Niners minnkuðu muninn í 24-14 fyrir hálfleik, unnu síðan seinni hálfleikinn 14-0 og leikinn þar með 28-24. Baltimore Ravens var 7-13 undir í hálfleik á móti New England Patriots en hann seinni hálfleikinn 21-0 og leikinn þar með 28-13. Það bjóst enginn við að hin frábæra vörn Baltimore Ravens liðsins tækist að halda hinum frábæra Tom Brady stigalausum í heilum hálfleik en Ray Lewis og félagar unnu enn einn magnaða sigurinn í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. Super Bowl fer fram 3. febrúar næstkomandi í New Orleans en þar getur San Francisco 49'ers unnið sinn fyrsta NFL-titil síðan 1994 og Baltimore Ravens orðið meistari í annað sinn (einnig árið 2000). NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Baltimore Ravens og San Francisco 49'ers tryggðu sér í nótt sæti í úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl. Flestir bjuggust við sigri 49'ers á Atlanta Falcons í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en sigur Baltimore Ravens á New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar kom mörgum spekingum á óvart. Það verður lítið rætt um annað næstu dagana þegar kemur að Super Bowl leiknum að þarna munu bræður mætast með lið sín. John Harbaugh þjálfar lið Baltimore Ravens og yngri bróðir hans Jim Harbaugh þjálfar lið San Francisco 49'ers. Bæði lið bræðranna voru á útivelli og lentu undir í sínum leikjum en komu sterk til baka og áttu frábæra seinni hálfleiki þar sem þau héldu mótherjum sínum á núllinu. Atlanta Falcons komst í 17-0 á heimavelli á móti San Francisco 49'ers en Niners minnkuðu muninn í 24-14 fyrir hálfleik, unnu síðan seinni hálfleikinn 14-0 og leikinn þar með 28-24. Baltimore Ravens var 7-13 undir í hálfleik á móti New England Patriots en hann seinni hálfleikinn 21-0 og leikinn þar með 28-13. Það bjóst enginn við að hin frábæra vörn Baltimore Ravens liðsins tækist að halda hinum frábæra Tom Brady stigalausum í heilum hálfleik en Ray Lewis og félagar unnu enn einn magnaða sigurinn í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. Super Bowl fer fram 3. febrúar næstkomandi í New Orleans en þar getur San Francisco 49'ers unnið sinn fyrsta NFL-titil síðan 1994 og Baltimore Ravens orðið meistari í annað sinn (einnig árið 2000).
NFL Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira