Handbolti

Eitt besta kvennahandboltalið heims spilar nú í pilsum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heidi Loke.
Heidi Loke. Mynd/AFP
Norska landsliðskonan Heidi Löke og félagar hennar í ungverska stórliðinu Györ þurfa nú að spila í pilsum samkvæmt fyrirmælum frá yfirmönnum félagsins en liðið er líklegt til stórafreka í Meistaradeildinni í vor.

„Ég er ekki á móti því að spila í pilsum en þetta er nú samt ekki alveg ég. Ég spila í pilsi ef ég þarf þess og það verður bara gaman að prófa þetta," sagði Heidi Löke við Verdens Gang.

Liðsmenn Györ eru þegar búnar að spila einn leik í pilsunum en þær hafa enn ekki æft í nýja keppnisbúningnum.

Raynveruleg frumsýning á pilsunum verður þó ekki fyrr en í komandi stórleik í Meistaradeildinni þegar Györ tekur á móti Buducnost frá Svartfjallalandi. Þar mætast tvö af bestu félagsliðum Evrópu.

„Þetta er í fínu lagi nema nú vantar okkur bara háa hæla í stíl," sagði Heidi Löke hlæjandi við blaðamann VG.

Það er ekki algengt að konur spili í pilsum en það er skylda hjá tenniskonum og einnig venjan í hokkí kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×