Tillaga fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins: Köstum krónunni Magnús Halldórsson skrifar 30. janúar 2013 13:17 Samkvæmt drögum að tillögum um efnahags- og viðskiptamál, fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer 21. til 24. febrúar, verður afnám gjaldeyrishafta gert að forgangsmáli, og það með upptöku alþjóðlegrar myntar, og þar með yrði krónan aflögð, henni kastað eins og það er stundum nefnt. Einkum er horft til þess að skoða upptöku Bandaríkjadals og Kanadadals, að því er segir í tillögunum, sem birtar voru á vefsvæði Sjálfstæðisflokksins í morgun. Orðrétt segir í tillögunum: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framatíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna áalheimsmarkaði. Nú, fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða" og engin trúverðug lausn hefur verið sett fram um afnám þeirra, er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu um að kannaðir verði til þrautar allir möguleikar fyrir Ísland í gjaldeyrismálum. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til þess að svo megi vera telur landsfundur rétt að hafist verði handa við undirbúning um að taka í notkun alþjóðlega mynt á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Alþjóðlegar myntir sem til greina gætu komið fyrir Ísland eru meðal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar. Landsfundur telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kanni sérstaklega þau kjör og valkosti sem bjóðast við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals." Þá kemur einnig fram listi yfir mál sem ættu að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum í apríl nk., í ríkisstjórn ef Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga aðild að henni. Sá listi er eftirfarandi: „1. Að stuðla að því að Íslendingar eigi greiðan aðgang að alþjóðlegum markaði. 2. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. 3. Að hemja útgjöld ríkisins, lækka skatta og endurskoða bótakerfi. 4. Að draga mjög úr vægi verðtryggingar. 5. Að koma til móts við þau heimili sem eignuðust húsnæði á árunum 2006-2008 með raunhæfum kostum til skuldalækkunar. 6. Að stuðla að því að neytendur á Íslandi njóti góðs af alþjóðlegri samkeppni. 7. Að skapa skynsamlegra umhverfi um rekstur fjármálastofnana. 8. Að ljúka skiptum á þrotabúum föllnu bankanna á sanngjarnan hátt en gæta hagsmuna Íslands í hvívetna. 9. Að líta til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni og selja hluta af Landsvirkjun. 10. Að verja eignarréttinn, grundvöll verðmætasköpunar." Sjá má drög að tillögum um efnahag- og viðskiptamál fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins hér. Kosningar 2013 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Samkvæmt drögum að tillögum um efnahags- og viðskiptamál, fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer 21. til 24. febrúar, verður afnám gjaldeyrishafta gert að forgangsmáli, og það með upptöku alþjóðlegrar myntar, og þar með yrði krónan aflögð, henni kastað eins og það er stundum nefnt. Einkum er horft til þess að skoða upptöku Bandaríkjadals og Kanadadals, að því er segir í tillögunum, sem birtar voru á vefsvæði Sjálfstæðisflokksins í morgun. Orðrétt segir í tillögunum: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framatíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna áalheimsmarkaði. Nú, fimm árum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á „til bráðabirgða" og engin trúverðug lausn hefur verið sett fram um afnám þeirra, er nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn taki forystu um að kannaðir verði til þrautar allir möguleikar fyrir Ísland í gjaldeyrismálum. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn. Til þess að svo megi vera telur landsfundur rétt að hafist verði handa við undirbúning um að taka í notkun alþjóðlega mynt á Íslandi í stað íslensku krónunnar. Alþjóðlegar myntir sem til greina gætu komið fyrir Ísland eru meðal annars Bandaríkjadalur, evra, Sterlingspund, norsk króna og Kanadadollar. Landsfundur telur eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kanni sérstaklega þau kjör og valkosti sem bjóðast við upptöku Kanadadollars og Bandaríkjadals." Þá kemur einnig fram listi yfir mál sem ættu að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum í apríl nk., í ríkisstjórn ef Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga aðild að henni. Sá listi er eftirfarandi: „1. Að stuðla að því að Íslendingar eigi greiðan aðgang að alþjóðlegum markaði. 2. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. 3. Að hemja útgjöld ríkisins, lækka skatta og endurskoða bótakerfi. 4. Að draga mjög úr vægi verðtryggingar. 5. Að koma til móts við þau heimili sem eignuðust húsnæði á árunum 2006-2008 með raunhæfum kostum til skuldalækkunar. 6. Að stuðla að því að neytendur á Íslandi njóti góðs af alþjóðlegri samkeppni. 7. Að skapa skynsamlegra umhverfi um rekstur fjármálastofnana. 8. Að ljúka skiptum á þrotabúum föllnu bankanna á sanngjarnan hátt en gæta hagsmuna Íslands í hvívetna. 9. Að líta til fleiri kosta en stóriðju um nýtingu á orkuauðlindinni og selja hluta af Landsvirkjun. 10. Að verja eignarréttinn, grundvöll verðmætasköpunar." Sjá má drög að tillögum um efnahag- og viðskiptamál fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins hér.
Kosningar 2013 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira