Lotus á toppnum eftir fyrstu æfingar Birgir Þór Harðarson skrifar 8. febrúar 2013 17:25 Raikkönen var fljótur í Lotus-bílnum í dag. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen, ökuþór Lotus-liðsins í Formúlu 1, varð fljótastur á æfingum dagsins í Jerez í dag. Þetta var síðasti æfingadagurinn í Jerez af fjórum. Tími Raikkönen var örlítið betri en tími Jules Bianchi á Force India-bíl en sá hafði vermt efsta sæti listans nánast allan daginn. Bianchi var talinn vera líklegur kandídat í annað keppnissæti liðsins en Force India hefur aðeins tryggt sér starfskrafta Paul di Resta fyrir keppnistímabilið 2013. Sebastian Vettel ók Red Bull-bíl sínum 0,4 sekúndum hægar en Raikkönen um Jerez-brautina og varð þriðji. Lewis Hamilton ók Mercedes-bílnum í dag og fékk eitthvað fyrir sinn snúð í fyrsta sinn því bíllinn bilaði ekki eins og síðast. Hamilton varð sjötti í röðinni. Annars var æfingin hljóðlát og gekk vel fyrir sig. Liðin einbeittu sér að lengri vegalengdum og nýliðarnir fengu tækifæri til að átta sig á því hvernig Pirelli-dekkin virka. Barcelona er næsti áfangastaður á æfingadagatalinu í ár. Þar hefjast æfingar 19. febrúar og standa í fjóra daga. Bestu tímar dagsins PÖkuþórLiðTímiBil1RaikkonenLotus1:18,148 2BianchiForce India1:18,1750,0273VettelRed Bull1:18,5650,4174GutierrezSauber1:18,6690,5215VergneToro Rosso1:18,7600,6126HamiltonMercedes1:18,9050,7577PerezMcLaren1:18,9440,7968BottasWilliams1:19,8511,7039de la RosaFerrari1:20,3162,16810PicCaterham1:21,1052,95711RaziaMarussia1:21,2263,07812Di RestaForce India1:23,4355,287 Formúla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Kimi Raikkönen, ökuþór Lotus-liðsins í Formúlu 1, varð fljótastur á æfingum dagsins í Jerez í dag. Þetta var síðasti æfingadagurinn í Jerez af fjórum. Tími Raikkönen var örlítið betri en tími Jules Bianchi á Force India-bíl en sá hafði vermt efsta sæti listans nánast allan daginn. Bianchi var talinn vera líklegur kandídat í annað keppnissæti liðsins en Force India hefur aðeins tryggt sér starfskrafta Paul di Resta fyrir keppnistímabilið 2013. Sebastian Vettel ók Red Bull-bíl sínum 0,4 sekúndum hægar en Raikkönen um Jerez-brautina og varð þriðji. Lewis Hamilton ók Mercedes-bílnum í dag og fékk eitthvað fyrir sinn snúð í fyrsta sinn því bíllinn bilaði ekki eins og síðast. Hamilton varð sjötti í röðinni. Annars var æfingin hljóðlát og gekk vel fyrir sig. Liðin einbeittu sér að lengri vegalengdum og nýliðarnir fengu tækifæri til að átta sig á því hvernig Pirelli-dekkin virka. Barcelona er næsti áfangastaður á æfingadagatalinu í ár. Þar hefjast æfingar 19. febrúar og standa í fjóra daga. Bestu tímar dagsins PÖkuþórLiðTímiBil1RaikkonenLotus1:18,148 2BianchiForce India1:18,1750,0273VettelRed Bull1:18,5650,4174GutierrezSauber1:18,6690,5215VergneToro Rosso1:18,7600,6126HamiltonMercedes1:18,9050,7577PerezMcLaren1:18,9440,7968BottasWilliams1:19,8511,7039de la RosaFerrari1:20,3162,16810PicCaterham1:21,1052,95711RaziaMarussia1:21,2263,07812Di RestaForce India1:23,4355,287
Formúla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira