Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 24-26 Kristinn Páll Teitsson á Varmá skrifar 7. febrúar 2013 15:05 Mynd/Stefán Frammarar unnu sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld en leiknum lauk með 26-24 sigri gestanna. Frammarar leiddu allt frá miðjum fyrri hálfleik og var sigurinn ekki í hættu fyrr en á lokasekúndunum þegar leikmenn Aftureldingar söxuðu á forskot Frammara. Frammarar sátu fyrir leikinn í þriðja sæti, fjórum stigum frá öðru sæti í þykkum pakka um miðja deild. Afturelding voru hinsvegar í sjöunda sæti fyrir leikinn, einu stigi á undan Valsmönnum í því neðsta. Með sigri gátu þeir hinsvegar reynt að blanda sér í baráttuna um miðja deildina. Fyrri hálfleikur fór hægt af stað, liðin skiptust á forskotinu fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Þá kom hinsvegar góður kafli þar sem Frammarar skoruðu fjögur mörk án svars frá leikmönnum Aftureldingar. Heimamenn rönkuðu við sér eftir það og náðu að halda muninum í fjórum mörkum í hálfleik, 15-11 fyrir Fram. Gestirnir úr Safamýrinni virtust ætla að gera út um leikinn strax í seinni hálfleik þegar þeir byrjuðu á að skora fyrstu tvö mörk hálfleiksins með stuttu millibili. Heimamenn voru þó ekki á því að gefa leikinn strax og minnkuðu muninn fljótlega aftur í fjögur mörk. Þá kom hinsvegar aftur góð rispa hjá gestunum þar sem þeir náðu forskotinu aftur upp í sex mörk og var sigurinn ekki í hættu eftir það. Afturelding náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins en ógnuðu aldrei forskoti Frammara fyrr en of seint og unnu gestirnir því góðann sigur. Afturelding var í erfiðleikum með sóknarleik sinn lengst af leiknum og tapaði gríðarlega mörgum boltum með einföldum mistökum. Sendingar voru trekk í trekk annaðhvort útaf eða í hendur gestanna sem nýttu sér það og skoruðu fimm hraðaupphlaupsmörk úr því. Þeir börðust þó fram á síðustu sekúndur leiksins og með nokkrum mínútum í viðbót hefðu þeir jafnvel getað stolið stigi. Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Frammara með 7 mörk en í liði Aftureldingar voru það Sverrir Hermannsson og Jóhann Jóhannsson með sex mörk hvor. Valtýr Már Hákonarson, markmaður Frammara kom sterkur inn af bekknum hjá Fram og var með 12 bolta varða eða 44% markvörslu. Einar: Valtýr setur pressu á hina markmennina„Afturelding er með frábært lið að mínu mati og það er gott að ná tveimur stigum hérna í Mosfellsbænum," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Afturelding er vel þjálfað og baráttuglatt lið og því eru stigin tvö kærkomin." „Mér fannst við líta vel út allt frá byrjun, vörnin var góð og sóknarleikurinn byrjaði hægt. Við vorum að skjóta mikið stöngina út en ég get ekki lagað það, við héldum bara áfram okkar leik." „Jói er klókur og náði að stela mörgum boltum, það er eitthvað sem hann tók uppá sjálfur í leiknum." Magnús Erlendsson var eitthvað tæpur vegna meiðsla og kom Valtýr Hákonarsson inná og átti fínann leik. „Hann var flottur, hann er búinn að fá mikla hjálp frá Roland síðustu daga. Hann stóð sig vel í dag og ég er ánægður með það, hann setur pressu á hina markmennina." Framarar sitja áfram í þriðja sæti eftir leiki kvöldsins. „Þetta er fljótt að breytast, maður þorir varla að segja að við séum að komast eitthvað undan. Það er einfaldlega ekki þannig, við verðum að halda áfram að safna stigum, Afturelding og Valur eru í neðstu sætunum sem eru bæði hörkulið og ég held að það verði fá lið örugg úr fallbaráttunni fyrr en í lokaumferðunum," sagði Einar. Reynir: Eltum allan leikinn„Við vorum að elta allan tímann og vorum aldrei á fullu gasi í kvöld," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Það er bara einfalt, þeir voru bara betri en við í dag." „Við vorum staðir, hægir og ragir sóknarlega og það veit aldrei á gott. Við vorum í basli sóknarlega í kvöld og það vantaði meiri áræðni. Við áttum fullt inni þegar leikurinn er jafn en svo missum við þá fram úr okkur og þar er grunnurinn að sigrinum kominn. Við vorum alltaf að elta þá þótt við vorum nálægt því að jafna hér í lokin." „Þeir náðu mjög góðu forskoti sem var erfitt að ná, við gerum hinsvegar vel að ná því niður í tvö mörk hérna í restina og með smá heppni hefðum við náð að jafna. Það tekur hinsvegar á að elta svona og kannski sat síðasti leikur eitthvað í mönnum." Afturelding sitja áfram í sjöunda sæti eftir leiki kvöldsins en Valsmenn minnkuðu hinsvegar bilið um eitt stig í kvöld. „Ég einblíni sem minnst á fallbaráttu eða eittvað slíkt, ég vill einfaldlega fara í næsta leik á fullu gasi. Sýna góða leiki og stöðugleika og sjá hverju það skilar okkur," Aðspurður sagðist Reynir ekki vera viss hvenær hann fengi Örn Inga og Böðvar aftur í liðið sitt en þeir hafa verið meiddir upp á síðkastið. „Örn kemur líklegast ekki fyrr en í Mars, það gæti verið þá. Við erum heldur ekki vissir með Böðvar, ég get ekki sagt hvenær hann verður heill aftur." „Það munar um svona sterka leikmenn, í Böðvari höfum við mikla hæð og það hefði hjálpað í kvöld. Samt sem áður á mannskapurinn að geta gert mun betur," Jóhann: Stutt eftir af mótinu„Þetta var mjög mikilvægt en erfitt var það, þjálfarinn rúllaði aðeins á leikmönnum undir lokin sem gerði þetta kannski óþarfa spennandi," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram eftir leikinn. „Með þessu náum við vonandi að spyrna okkur aðeins frá botninum, við spiluðum nákvæmlega eins og við vildum gera. Við vorum rólegir og agaðir, það hefur vantað oft hjá okkur. Við róuðum okkur niður og leituðum að færunum allan leikinn og það skilaði sigrinum," „Mér fannst við alltaf vera að stela boltanum, við vorum tilbúnir í þennan slag. Þeir geta ekki dripplað boltanum svona nálægt okkur, við erum með hraða leikmenn sem nýta sér það." „Við skulum ekki gleyma framlagi þriðja markmannsins okkar, hann átti glimrandi góðann leik." Valtýr Már Hákonarson kom af bekknum og átti góðan leik í markinu. „Maggi er meiddur og reyndi að fórna sér. Ronald var búinn að undirbúa Valtýr vel á vídeófundum og við erum mjög þakklátir fyrir það," „Það er gríðarlega mikilvægt að vinna alla leiki núna, það er stutt eftir," sagði Jóhann. Olís-deild karla Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Frammarar unnu sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld en leiknum lauk með 26-24 sigri gestanna. Frammarar leiddu allt frá miðjum fyrri hálfleik og var sigurinn ekki í hættu fyrr en á lokasekúndunum þegar leikmenn Aftureldingar söxuðu á forskot Frammara. Frammarar sátu fyrir leikinn í þriðja sæti, fjórum stigum frá öðru sæti í þykkum pakka um miðja deild. Afturelding voru hinsvegar í sjöunda sæti fyrir leikinn, einu stigi á undan Valsmönnum í því neðsta. Með sigri gátu þeir hinsvegar reynt að blanda sér í baráttuna um miðja deildina. Fyrri hálfleikur fór hægt af stað, liðin skiptust á forskotinu fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Þá kom hinsvegar góður kafli þar sem Frammarar skoruðu fjögur mörk án svars frá leikmönnum Aftureldingar. Heimamenn rönkuðu við sér eftir það og náðu að halda muninum í fjórum mörkum í hálfleik, 15-11 fyrir Fram. Gestirnir úr Safamýrinni virtust ætla að gera út um leikinn strax í seinni hálfleik þegar þeir byrjuðu á að skora fyrstu tvö mörk hálfleiksins með stuttu millibili. Heimamenn voru þó ekki á því að gefa leikinn strax og minnkuðu muninn fljótlega aftur í fjögur mörk. Þá kom hinsvegar aftur góð rispa hjá gestunum þar sem þeir náðu forskotinu aftur upp í sex mörk og var sigurinn ekki í hættu eftir það. Afturelding náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins en ógnuðu aldrei forskoti Frammara fyrr en of seint og unnu gestirnir því góðann sigur. Afturelding var í erfiðleikum með sóknarleik sinn lengst af leiknum og tapaði gríðarlega mörgum boltum með einföldum mistökum. Sendingar voru trekk í trekk annaðhvort útaf eða í hendur gestanna sem nýttu sér það og skoruðu fimm hraðaupphlaupsmörk úr því. Þeir börðust þó fram á síðustu sekúndur leiksins og með nokkrum mínútum í viðbót hefðu þeir jafnvel getað stolið stigi. Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Frammara með 7 mörk en í liði Aftureldingar voru það Sverrir Hermannsson og Jóhann Jóhannsson með sex mörk hvor. Valtýr Már Hákonarson, markmaður Frammara kom sterkur inn af bekknum hjá Fram og var með 12 bolta varða eða 44% markvörslu. Einar: Valtýr setur pressu á hina markmennina„Afturelding er með frábært lið að mínu mati og það er gott að ná tveimur stigum hérna í Mosfellsbænum," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Afturelding er vel þjálfað og baráttuglatt lið og því eru stigin tvö kærkomin." „Mér fannst við líta vel út allt frá byrjun, vörnin var góð og sóknarleikurinn byrjaði hægt. Við vorum að skjóta mikið stöngina út en ég get ekki lagað það, við héldum bara áfram okkar leik." „Jói er klókur og náði að stela mörgum boltum, það er eitthvað sem hann tók uppá sjálfur í leiknum." Magnús Erlendsson var eitthvað tæpur vegna meiðsla og kom Valtýr Hákonarsson inná og átti fínann leik. „Hann var flottur, hann er búinn að fá mikla hjálp frá Roland síðustu daga. Hann stóð sig vel í dag og ég er ánægður með það, hann setur pressu á hina markmennina." Framarar sitja áfram í þriðja sæti eftir leiki kvöldsins. „Þetta er fljótt að breytast, maður þorir varla að segja að við séum að komast eitthvað undan. Það er einfaldlega ekki þannig, við verðum að halda áfram að safna stigum, Afturelding og Valur eru í neðstu sætunum sem eru bæði hörkulið og ég held að það verði fá lið örugg úr fallbaráttunni fyrr en í lokaumferðunum," sagði Einar. Reynir: Eltum allan leikinn„Við vorum að elta allan tímann og vorum aldrei á fullu gasi í kvöld," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Það er bara einfalt, þeir voru bara betri en við í dag." „Við vorum staðir, hægir og ragir sóknarlega og það veit aldrei á gott. Við vorum í basli sóknarlega í kvöld og það vantaði meiri áræðni. Við áttum fullt inni þegar leikurinn er jafn en svo missum við þá fram úr okkur og þar er grunnurinn að sigrinum kominn. Við vorum alltaf að elta þá þótt við vorum nálægt því að jafna hér í lokin." „Þeir náðu mjög góðu forskoti sem var erfitt að ná, við gerum hinsvegar vel að ná því niður í tvö mörk hérna í restina og með smá heppni hefðum við náð að jafna. Það tekur hinsvegar á að elta svona og kannski sat síðasti leikur eitthvað í mönnum." Afturelding sitja áfram í sjöunda sæti eftir leiki kvöldsins en Valsmenn minnkuðu hinsvegar bilið um eitt stig í kvöld. „Ég einblíni sem minnst á fallbaráttu eða eittvað slíkt, ég vill einfaldlega fara í næsta leik á fullu gasi. Sýna góða leiki og stöðugleika og sjá hverju það skilar okkur," Aðspurður sagðist Reynir ekki vera viss hvenær hann fengi Örn Inga og Böðvar aftur í liðið sitt en þeir hafa verið meiddir upp á síðkastið. „Örn kemur líklegast ekki fyrr en í Mars, það gæti verið þá. Við erum heldur ekki vissir með Böðvar, ég get ekki sagt hvenær hann verður heill aftur." „Það munar um svona sterka leikmenn, í Böðvari höfum við mikla hæð og það hefði hjálpað í kvöld. Samt sem áður á mannskapurinn að geta gert mun betur," Jóhann: Stutt eftir af mótinu„Þetta var mjög mikilvægt en erfitt var það, þjálfarinn rúllaði aðeins á leikmönnum undir lokin sem gerði þetta kannski óþarfa spennandi," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram eftir leikinn. „Með þessu náum við vonandi að spyrna okkur aðeins frá botninum, við spiluðum nákvæmlega eins og við vildum gera. Við vorum rólegir og agaðir, það hefur vantað oft hjá okkur. Við róuðum okkur niður og leituðum að færunum allan leikinn og það skilaði sigrinum," „Mér fannst við alltaf vera að stela boltanum, við vorum tilbúnir í þennan slag. Þeir geta ekki dripplað boltanum svona nálægt okkur, við erum með hraða leikmenn sem nýta sér það." „Við skulum ekki gleyma framlagi þriðja markmannsins okkar, hann átti glimrandi góðann leik." Valtýr Már Hákonarson kom af bekknum og átti góðan leik í markinu. „Maggi er meiddur og reyndi að fórna sér. Ronald var búinn að undirbúa Valtýr vel á vídeófundum og við erum mjög þakklátir fyrir það," „Það er gríðarlega mikilvægt að vinna alla leiki núna, það er stutt eftir," sagði Jóhann.
Olís-deild karla Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira