Fimm eiga góðan möguleika á því að tryggja sig inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Mynd/Stefán Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardalshöllinni um helgina en tæplega 150 keppendur úr þrettán félögum eru skráðir til leiks. Mótið er eitt af hápunktum innanhússtímabilsins ásamt bikarkeppninni og Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Gautaborg fyrstu helgina í mars. ÍR er framkvæmdaraðili mótsins og munu um 50 manns koma að framkvæmdinni. Keppnin stendur frá eitt til þrjú bæði laugardag og sunnudag. Töluverð spenna verður í mörgum greinum þar sem keppendur reyna við lágmörk á Evrópumeistaramótið í Gautaborg en það lítur út fyrir að um fimm íslenskir frjálsíþróttamenn eigi góðan möguleika á að ná lágmarki á þetta mót. Aníta Hinriksdóttir er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem er kominn með farseðilinn til Gautaborgar en hún hefur tvíbætt metið í 800 metra hlaupi á síðustu vikum. Aníta keppir í 800 metra hlaupi um helgina og mun hún mögulega setja fókus á enn eitt metið en hún keppir einnig í 400 metra hlaupi og etur þar kappi við Hafdísi Sigurðardóttir UFA sem hljóp sitt besta 400m hlaup frá upphafi um síðustu helgi. Nokkrir kappar eiga möguleika á að bætast í íslenska EM-hópinn en í 400 metra hlaupi, 800 metra hlaupi og langstökki eru menn nálægt lágmarkinu inn á mótið. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR, Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH berjast um sigurinn í 400 metra hlaupi en þeir hafa allir hlaupið vel það sem af er tímabilinu. Ívar og Kristinn hafa hlaupið mjög nærri lágmarki og sama má segja um Trausta. Lágmarkið á EM er 48,00 sekúndum en Kolbeinn er 3/100 sek frá því, Ívar er um 6/100 sek frá því og Trausti um 56/100 sek frá lágmarkinu. Tími Kolbeins er 48,03 sekúndur er jafnframt Íslandsmet og verður spennandi að sjá hvort að það met fellur aðeins tveggja vikna gamalt. Í 800 metra hlaupi há þeir Snorri Sigurðsson ÍR og Kristinn Þór Kristinsson HSK einvígi en þeir hafa báðir hlaupið mjög vel og eru stutt frá lágmarkinu en Snorri hefur hraðast hlaupið á 1:51.40 mínútum sem er aðeins 6/10 frá EM lágmarkinu og Kristinn á best 1:51,90 mínútur. Í langstökkinu eru það Kristinn Torfason FH og Þorsteinn Ingvarsson sem báðir berjast um bæði sigurinn en einnig við lágmarkið á EM. Lágmarkið er 7,65 metrar. Óðinn Björn Þorsteinsson FH er líka mættur í kasthringinn í fyrsta sinn á þessu tímabili og gæti bæst í hópinn með góðu kasti en hann þarf þá að kasta yfir 19 metra slétta.Byggt á fréttatilkynningu frá ÍR (mótshaldara). Frjálsar íþróttir Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardalshöllinni um helgina en tæplega 150 keppendur úr þrettán félögum eru skráðir til leiks. Mótið er eitt af hápunktum innanhússtímabilsins ásamt bikarkeppninni og Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Gautaborg fyrstu helgina í mars. ÍR er framkvæmdaraðili mótsins og munu um 50 manns koma að framkvæmdinni. Keppnin stendur frá eitt til þrjú bæði laugardag og sunnudag. Töluverð spenna verður í mörgum greinum þar sem keppendur reyna við lágmörk á Evrópumeistaramótið í Gautaborg en það lítur út fyrir að um fimm íslenskir frjálsíþróttamenn eigi góðan möguleika á að ná lágmarki á þetta mót. Aníta Hinriksdóttir er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem er kominn með farseðilinn til Gautaborgar en hún hefur tvíbætt metið í 800 metra hlaupi á síðustu vikum. Aníta keppir í 800 metra hlaupi um helgina og mun hún mögulega setja fókus á enn eitt metið en hún keppir einnig í 400 metra hlaupi og etur þar kappi við Hafdísi Sigurðardóttir UFA sem hljóp sitt besta 400m hlaup frá upphafi um síðustu helgi. Nokkrir kappar eiga möguleika á að bætast í íslenska EM-hópinn en í 400 metra hlaupi, 800 metra hlaupi og langstökki eru menn nálægt lágmarkinu inn á mótið. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR, Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH berjast um sigurinn í 400 metra hlaupi en þeir hafa allir hlaupið vel það sem af er tímabilinu. Ívar og Kristinn hafa hlaupið mjög nærri lágmarki og sama má segja um Trausta. Lágmarkið á EM er 48,00 sekúndum en Kolbeinn er 3/100 sek frá því, Ívar er um 6/100 sek frá því og Trausti um 56/100 sek frá lágmarkinu. Tími Kolbeins er 48,03 sekúndur er jafnframt Íslandsmet og verður spennandi að sjá hvort að það met fellur aðeins tveggja vikna gamalt. Í 800 metra hlaupi há þeir Snorri Sigurðsson ÍR og Kristinn Þór Kristinsson HSK einvígi en þeir hafa báðir hlaupið mjög vel og eru stutt frá lágmarkinu en Snorri hefur hraðast hlaupið á 1:51.40 mínútum sem er aðeins 6/10 frá EM lágmarkinu og Kristinn á best 1:51,90 mínútur. Í langstökkinu eru það Kristinn Torfason FH og Þorsteinn Ingvarsson sem báðir berjast um bæði sigurinn en einnig við lágmarkið á EM. Lágmarkið er 7,65 metrar. Óðinn Björn Þorsteinsson FH er líka mættur í kasthringinn í fyrsta sinn á þessu tímabili og gæti bæst í hópinn með góðu kasti en hann þarf þá að kasta yfir 19 metra slétta.Byggt á fréttatilkynningu frá ÍR (mótshaldara).
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira