Grosjean fljótastur á öðrum degi æfinga í Jerez Birgir Þór Harðarson skrifar 6. febrúar 2013 17:57 Afturbremsurnar í Mercedes-bílnum biluðu og Hamilton endaði í dekkjaveggnum. Hann er ómeiddur en Mercedes-bíllinn ók ekki meira eftir þetta. nordicphotos/afp Dagurinn í Jerez á Spáni var kaldur þegar Romain Grosjean setti besta tímann í Lotus E21-bíl sínum í dag. Hann ók 0,6 sekúndum hraðar en Jenson Button gerði í gær. Dagurinn gekk vel hjá flestum liðum utan Marussia og Mercedes. Annan daginn í röð kom Mercedes-liðið bíl sínum ekki fleiri hringi en 15 um Jerez-brautina en í gær ollu vandræði í rafbúnaði því að Nico Rosberg komst ekki lengra en 11 hringi. Í dag settist Lewis Hamilton við stýrið en bilun í afturbremsum nýja W04-bílsins varð til þess að Hamilton flaug á fullri ferð út af, yfir malargryfjuna og í dekkjavegginn. Hann er ómeiddur eftir slysið en Mercedes-liðið ákvað að reyna ekki að koma honum aftur af stað eftir hádegi. Luiz Razia, nýr keppnisökuþór Marussia-liðsins, ók bílnum í dag en komst aðeins 31 hring áður en Cosworth-vélin gaf sig. Ekki var hægt að laga vandamálið áður en æfingunni lauk og annan daginn í röð endaði Marussia með fimm sekúndum á eftir fljótasta manni. Liðin óku mun fleiri hringi í dag en í gær. Samtals fóru allir bílarnir 856 hringi um brautina miðað við 654 hringi í gær. Red Bull ók flesta hringi vandræðalaust í dag eða 101 með Mark Webber við stjórnvölinn. Paul di Resta hefur ekið máða dagana hefur samtals ekið 184 hringi í Force India-bílnum. James Rossiter ók svo 19 hringi í Force India-bílnum í dag og því hefur það lið ekið flesta hringi á þessu ári. Grosjean setti besta tíma fyrir hádegi og hélt efsta sætinu með nokkrum stuttum ferðum út á brautina eftir hádegi. Lotus-bíllinn lítur vel út í þessum stuttu ferðum og verða þeir Grosjean og Kimi Raikkönen örugglega sterkir í tímatökum í sumar ef fer sem horfir. Fyrsta vafaatriði ársins á bíl CaterhamUm leið og æfingarnar í Formúlu 1 hefjast í lok vetrar byrja tæknimenn allra liða að njósna um það hvaða nýjungum hin liðin hafa komið fyrir á nýju bílum sínum. Oft geta tæknimennirnir komið höggi á keppinauta sína með því að finna eitthvað sem virðist ekki rúmast innan þeirra regla sem öll liðin hafa samþykkt. Og fyrsta vafaatriðið kemur úr óvæntri átt því nýi Caterham-bíllinn virðist í raun vera ólöglegur. Yfirmenn annarra liða hafa í það minnsta sagt að Caterham muni ekki geta keppt bílnum í Ástralíu eins og hann lítur út núna. Deilan snýst um spaða fyrir aftan opið á púströrinu á Caterham-bílnum sem virðist til þess gerður að beina útblæstrinum að gólfi bílsins og þannig auka loftflæðið í gegnum loftdreifinn aftast á bílnum. Sé þetta rétt er spaðinn ólöglegur því tæknireglurnar kveða skýrt á um að enginn hluti yfirbyggingar bílsins megi vera innan keilulaga svæðis fyrir aftan pústopið. Cyril Abiteboul, liðstjóri Caterham, segir ekkert aðfinnsluvert við hönnunina. „Ég skil reglurnar þannig að þetta sé innan ramma þeirra," sagði Abiteboul við Autosport. „Við prófuðum þetta á bílnum í fyrra og enginn gerði athugasemdir þá." Æfingarnar halda áfram á morgun og á föstudaginn í Jerez á Spáni áður en keppnisliðin loka sig aftur af í verksmiðjum sínum til að undirbúa næstu prófanir í Barcelona í lok mánaðarins.Grosjean var fljótastur í dag.nordicphotos/afpÆfingatímar dagsins PÖkuþórLiðTímiBilHringir1GrosjeanLotus1:18,218 952di RestaForce India1:19,0030,785953RicciardoToro Rosso1:19,1340,916834WebberRed Bull1:19,3381,1201015HulkenbergSauber1:19,5021,284996HamiltonMercedes1:19,5191,301157PerezMcLaren1:19,5721,354818MassaFerrari1:19,9141,696789MaldonadoWilliams1:20,6932,4757110RossiterForce India1:21,2733,0551911vd GardeCaterham1:21,3113,0938812RaziaMarussia1:23,5375,31931 Samtals 856 Formúla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Dagurinn í Jerez á Spáni var kaldur þegar Romain Grosjean setti besta tímann í Lotus E21-bíl sínum í dag. Hann ók 0,6 sekúndum hraðar en Jenson Button gerði í gær. Dagurinn gekk vel hjá flestum liðum utan Marussia og Mercedes. Annan daginn í röð kom Mercedes-liðið bíl sínum ekki fleiri hringi en 15 um Jerez-brautina en í gær ollu vandræði í rafbúnaði því að Nico Rosberg komst ekki lengra en 11 hringi. Í dag settist Lewis Hamilton við stýrið en bilun í afturbremsum nýja W04-bílsins varð til þess að Hamilton flaug á fullri ferð út af, yfir malargryfjuna og í dekkjavegginn. Hann er ómeiddur eftir slysið en Mercedes-liðið ákvað að reyna ekki að koma honum aftur af stað eftir hádegi. Luiz Razia, nýr keppnisökuþór Marussia-liðsins, ók bílnum í dag en komst aðeins 31 hring áður en Cosworth-vélin gaf sig. Ekki var hægt að laga vandamálið áður en æfingunni lauk og annan daginn í röð endaði Marussia með fimm sekúndum á eftir fljótasta manni. Liðin óku mun fleiri hringi í dag en í gær. Samtals fóru allir bílarnir 856 hringi um brautina miðað við 654 hringi í gær. Red Bull ók flesta hringi vandræðalaust í dag eða 101 með Mark Webber við stjórnvölinn. Paul di Resta hefur ekið máða dagana hefur samtals ekið 184 hringi í Force India-bílnum. James Rossiter ók svo 19 hringi í Force India-bílnum í dag og því hefur það lið ekið flesta hringi á þessu ári. Grosjean setti besta tíma fyrir hádegi og hélt efsta sætinu með nokkrum stuttum ferðum út á brautina eftir hádegi. Lotus-bíllinn lítur vel út í þessum stuttu ferðum og verða þeir Grosjean og Kimi Raikkönen örugglega sterkir í tímatökum í sumar ef fer sem horfir. Fyrsta vafaatriði ársins á bíl CaterhamUm leið og æfingarnar í Formúlu 1 hefjast í lok vetrar byrja tæknimenn allra liða að njósna um það hvaða nýjungum hin liðin hafa komið fyrir á nýju bílum sínum. Oft geta tæknimennirnir komið höggi á keppinauta sína með því að finna eitthvað sem virðist ekki rúmast innan þeirra regla sem öll liðin hafa samþykkt. Og fyrsta vafaatriðið kemur úr óvæntri átt því nýi Caterham-bíllinn virðist í raun vera ólöglegur. Yfirmenn annarra liða hafa í það minnsta sagt að Caterham muni ekki geta keppt bílnum í Ástralíu eins og hann lítur út núna. Deilan snýst um spaða fyrir aftan opið á púströrinu á Caterham-bílnum sem virðist til þess gerður að beina útblæstrinum að gólfi bílsins og þannig auka loftflæðið í gegnum loftdreifinn aftast á bílnum. Sé þetta rétt er spaðinn ólöglegur því tæknireglurnar kveða skýrt á um að enginn hluti yfirbyggingar bílsins megi vera innan keilulaga svæðis fyrir aftan pústopið. Cyril Abiteboul, liðstjóri Caterham, segir ekkert aðfinnsluvert við hönnunina. „Ég skil reglurnar þannig að þetta sé innan ramma þeirra," sagði Abiteboul við Autosport. „Við prófuðum þetta á bílnum í fyrra og enginn gerði athugasemdir þá." Æfingarnar halda áfram á morgun og á föstudaginn í Jerez á Spáni áður en keppnisliðin loka sig aftur af í verksmiðjum sínum til að undirbúa næstu prófanir í Barcelona í lok mánaðarins.Grosjean var fljótastur í dag.nordicphotos/afpÆfingatímar dagsins PÖkuþórLiðTímiBilHringir1GrosjeanLotus1:18,218 952di RestaForce India1:19,0030,785953RicciardoToro Rosso1:19,1340,916834WebberRed Bull1:19,3381,1201015HulkenbergSauber1:19,5021,284996HamiltonMercedes1:19,5191,301157PerezMcLaren1:19,5721,354818MassaFerrari1:19,9141,696789MaldonadoWilliams1:20,6932,4757110RossiterForce India1:21,2733,0551911vd GardeCaterham1:21,3113,0938812RaziaMarussia1:23,5375,31931 Samtals 856
Formúla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira