Mercedes og Toro Rosso frumsýndu Birgir Þór Harðarson skrifar 4. febrúar 2013 20:30 Bíllinn var frumsýndur við athöfn á Jerez-brautinni. nordicphotos/afp Mercedes-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn í Jerez á Spáni í dag. Á morgun hefjast þar fyrstu æfingar keppnistímabilið sem framundan er. Til mikils er vænst af Mercedes-liðinu á þessu tímabili því þeir hafa fengið Lewis Hamilton til liðs við sig og mun hann aka nýja Mercedes W04-bílnum í sumar ásamt Nico Rosberg. Auk þessa var Mercedes-bíll síðasta árs gríðarlega fljótur en óáreiðanlegur og fór illa með dekkin. Ross Brawn, liðstjóri, segir W04-bíllinn vera greinilegt skref fram á við miðað við forvera sinn. "Þúsundir klukkutíma hafa farið í hönnun og smíði bílsins til þess að tryggja betri árangur en í fyrra," sagði hann eftir að Rosberg hafði ekið nýja bílnum nokkra hringi um Jerez-brautina og þeir Hamilton höfðu formlega svipt hulunni af bílnum. Auk Mercedes frumsýndi Toro Rosso-liðið ítalska bílinn sinn á Jerez í dag. STR8-bíllinn sem liðið mun nota árið 2013 er hlaðinn Ferrari-vél og með því að halda sömu liðskipan og í fyrra, með þá Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo í bílstjórasætinu, ætlar liðið sér sjötta sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Toro Rosso þurfti að sætta sig við níunda sætið í stigakeppninni í fyrra en Franz Tost, liðstjóri, hefur fulla trú á að ná takmarki sínu. "Þetta er fyrsti bíllinn okkar sem hannaður er af James Key og Luca Furbatto. Báðir ökumennirnir stóðu sig frábærlega í fyrra og ég er viss um að ef við útvegum góðan bíl munu þeir koma á óvart." Þrjú lið eiga eftir að frumsýna keppnisbíla sína. Það eru Caterham og Marussia sem munu frumsýna í fyrramálið áður en fyrsta æfingalotan hefst og Williams-liðið sem frumsýnir ekki fyrr en 19. febrúar eða þegar fyrstu æfingum er lokið í Jerez og æfingarnar í Barcelona hefjast.Toro Rosso-liðið frumsýndi bílinn sinn Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mercedes-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn í Jerez á Spáni í dag. Á morgun hefjast þar fyrstu æfingar keppnistímabilið sem framundan er. Til mikils er vænst af Mercedes-liðinu á þessu tímabili því þeir hafa fengið Lewis Hamilton til liðs við sig og mun hann aka nýja Mercedes W04-bílnum í sumar ásamt Nico Rosberg. Auk þessa var Mercedes-bíll síðasta árs gríðarlega fljótur en óáreiðanlegur og fór illa með dekkin. Ross Brawn, liðstjóri, segir W04-bíllinn vera greinilegt skref fram á við miðað við forvera sinn. "Þúsundir klukkutíma hafa farið í hönnun og smíði bílsins til þess að tryggja betri árangur en í fyrra," sagði hann eftir að Rosberg hafði ekið nýja bílnum nokkra hringi um Jerez-brautina og þeir Hamilton höfðu formlega svipt hulunni af bílnum. Auk Mercedes frumsýndi Toro Rosso-liðið ítalska bílinn sinn á Jerez í dag. STR8-bíllinn sem liðið mun nota árið 2013 er hlaðinn Ferrari-vél og með því að halda sömu liðskipan og í fyrra, með þá Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo í bílstjórasætinu, ætlar liðið sér sjötta sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Toro Rosso þurfti að sætta sig við níunda sætið í stigakeppninni í fyrra en Franz Tost, liðstjóri, hefur fulla trú á að ná takmarki sínu. "Þetta er fyrsti bíllinn okkar sem hannaður er af James Key og Luca Furbatto. Báðir ökumennirnir stóðu sig frábærlega í fyrra og ég er viss um að ef við útvegum góðan bíl munu þeir koma á óvart." Þrjú lið eiga eftir að frumsýna keppnisbíla sína. Það eru Caterham og Marussia sem munu frumsýna í fyrramálið áður en fyrsta æfingalotan hefst og Williams-liðið sem frumsýnir ekki fyrr en 19. febrúar eða þegar fyrstu æfingum er lokið í Jerez og æfingarnar í Barcelona hefjast.Toro Rosso-liðið frumsýndi bílinn sinn
Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira