Gunnar: Minn erfiðasti bardagi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. febrúar 2013 11:25 Gunnar í bardaganum gegn Santiago um helgina. Nordic Photos / Getty Images Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina. „Þetta var þokkalega öruggt og enginn vafi hjá þeim sem þekkja til þegar dómaraúrskurðurinn kom," sagði Gunnar en viðtalið er væntanlegt inn á íþróttavef Vísis síðar í dag. „Mér fannst ég alltaf vera að vinna mig nær og nær honum. Ég var byrjaður að lesa hann betur, þó svo að ég hafi ekki náð að klára hann á þessum þremur lotum. Ég var orðinn dauðþreyttur," sagði Gunnar. „En í þetta sinn var tíminn ekki nægur." Hann segir að bardaginn gegn Santiago hafi verið sinn erfiðasti á ferlinum. „Já, það er óhætt að orða það þannig - þó svo að ég hafi áður farið í erfiða bardaga." Gunnar segist ekki eyða miklum tíma í að skoða andstæðinga sína. „Ég leit vissulega á hann og ég hafði séð hann berjast áður. En ég ligg yfirleitt ekki yfir mínum andstæðingum og spái frekar í því hvað ég er að gera." „Það getur vissulega verið ágætt að stúdera andstæðingana sína en mér finnst bara hitt skemmtilegra. Ég fylgist með sportinu á minn hátt og horfi á aðra bardaga. En svo geta andstæðingar líka breyst allt í einu og maður hefur ekkert vald yfir því." Hann segir óvíst hvenær hann berjist næst. „Það er oft miðað við fjóra mánuði á milli bardaga en eins og er algjörlega óráðið hvaða andstæðing ég fæ næst. En það er nóg af strákum þarna úti." „Mér finnst líklegra að ég berjist aftur í Evrópu næst, þar sem ég er talsvert þekktari þar en í Bandaríkjunum. Ég á þó eftur að berjast í Bandaríkjunum einhvern tíman, það er ekki spurning." Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun þar sem hann fór yfir bardaga sinn gegn Jorge Santiago um helgina. „Þetta var þokkalega öruggt og enginn vafi hjá þeim sem þekkja til þegar dómaraúrskurðurinn kom," sagði Gunnar en viðtalið er væntanlegt inn á íþróttavef Vísis síðar í dag. „Mér fannst ég alltaf vera að vinna mig nær og nær honum. Ég var byrjaður að lesa hann betur, þó svo að ég hafi ekki náð að klára hann á þessum þremur lotum. Ég var orðinn dauðþreyttur," sagði Gunnar. „En í þetta sinn var tíminn ekki nægur." Hann segir að bardaginn gegn Santiago hafi verið sinn erfiðasti á ferlinum. „Já, það er óhætt að orða það þannig - þó svo að ég hafi áður farið í erfiða bardaga." Gunnar segist ekki eyða miklum tíma í að skoða andstæðinga sína. „Ég leit vissulega á hann og ég hafði séð hann berjast áður. En ég ligg yfirleitt ekki yfir mínum andstæðingum og spái frekar í því hvað ég er að gera." „Það getur vissulega verið ágætt að stúdera andstæðingana sína en mér finnst bara hitt skemmtilegra. Ég fylgist með sportinu á minn hátt og horfi á aðra bardaga. En svo geta andstæðingar líka breyst allt í einu og maður hefur ekkert vald yfir því." Hann segir óvíst hvenær hann berjist næst. „Það er oft miðað við fjóra mánuði á milli bardaga en eins og er algjörlega óráðið hvaða andstæðing ég fæ næst. En það er nóg af strákum þarna úti." „Mér finnst líklegra að ég berjist aftur í Evrópu næst, þar sem ég er talsvert þekktari þar en í Bandaríkjunum. Ég á þó eftur að berjast í Bandaríkjunum einhvern tíman, það er ekki spurning."
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira