Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2013 00:01 Mynd/Nordic Photos/Getty Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. Gunnar Nelson átti í smávægilegum vandræðum með andstæðing sinn í upphafi bardagans en þegar leið á fyrstu lotu kom hann sér meira inn í bardagann og endaði lotan nokkuð jöfn. Í annarri lotu var aðeins einn maður í hringnum og það var Íslendingurinn Gunnar Nelson en hann gjörsamlega rústaði Jorge Santiago og barði hann ítrekið.Brassinn stóð varla í lappirnar og leit allt út fyrir að Gunnar myndi klára bardagann í annarri lotu. Santiago þraukaði og því héldu þeir áfram. Í þriðju lotu var Santiago alveg búinn á því og átti erfitt með að fóta sig. Gunnar var einnig orðinn þreyttur en sást minna á Íslendingnum. Gunnar var töluvert sterkari í lokalotunni og vann að lokum öruggan sigur en dómarar bardagans dæmdu Gunnari einróma sigur og það örugglega. Gunnar Nelson er heldur betur kominn á sviðið í UFC og fer að verða eitt stærsta nafnið í veltivigt í heiminum. Magnaður árangur hjá Íslendingnum.Hér að neðan má sjá textalýsingu frá bardaganum í kvöld:Niðurstaðan: Gunnar Nelson vann bardagann með miklum yfirburðum að mati dómara bardagans. Allir þrír dómarar bardagans dæmdu Gunnari í vil. Frábær sigur hjá okkur manni. Hann sýndi nýja takta í kvöld og boxaði mikið við Santiago en áður hefur hann verið meira í gólfinu og glímt við andstæðinga sína.3. lota: Santiago var nokkuð öflugur rétt undir lok bardagans og tók á sig nokkur högg. Bardaginn er búinn og nú bíðum við eftir niðurstöðunni.3. lota: Gunnar Nelson er að standa sig gríðarlega vel gegn þessum andstæðing, lítið eftir og líklega nær hann ekki að rota Santiago.3. lota: Lotan byrjar rólega en Santiago er alveg búinn á því. Þreytan er farinn að ná völdunum á andstæðing Gunnars.2. lota: Gunnar Nelson tók þessa lota með gríðarlegum yfirburðum. Frábær lota. En þetta er ekki búið.2. lota: Gunnar liggur núna ofan á Santiago og kýlir hann í andlitið. Þetta er hans lota. Það er á hreinu.2. lota: Gunnar náði þungum vinstri krók í Santiago, þetta lítur betur út núna.1. lota: Santiago var líklega betri í fyrstu lotu og þú þarf Gunnar að spýta í lófana.1. lota: Gunnar var að ná Santiago á gólfið og þeir glíma núna.1. lota: Gunnar að fá þung högg á sig í fyrstu lotu. Andstæðingurinn er stærri.Fyrir bardagann: Bruce Buffer er núna að kynna drengina til leiks. Það er allt að verða vitlaust í Wembley Arena.Fyrir bardagann: Gunnar Nelson er að ganga inn í salinn með sitt venjulega þemalag með Hjálmum. Strákurinn er pollrólegur og ekki vott af stressi í augunum á okkar manni. Þetta er að fara í gang!!Fyrir bardagann: Nú fer að styttast í okkar mann. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessu einvígi. Þetta er tækifærið fyrir Gunnar Nelson til að koma sér á kortið í UFC sem einn af bestu bardagaköppum jarðarinnar.Fyrir bardagann: Spennan er að magnast en það eru aðeins einn bardagi á milli þangað til að okkar maður stígur á stóra sviðið.Fyrir bardagann: Fyrsti bardagi kvöldsins er virkilega skemmtilegur og menn berjast til síðasta blóðdropa. Hann er því enn í gangi og gæti seinkað bardaga Gunnars örlítið.Fyrir bardagann: Jæja þá er útsendingin byrjuð og fyrsti bardagi kvöldsins að hefjast. Íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. Gunnar Nelson átti í smávægilegum vandræðum með andstæðing sinn í upphafi bardagans en þegar leið á fyrstu lotu kom hann sér meira inn í bardagann og endaði lotan nokkuð jöfn. Í annarri lotu var aðeins einn maður í hringnum og það var Íslendingurinn Gunnar Nelson en hann gjörsamlega rústaði Jorge Santiago og barði hann ítrekið.Brassinn stóð varla í lappirnar og leit allt út fyrir að Gunnar myndi klára bardagann í annarri lotu. Santiago þraukaði og því héldu þeir áfram. Í þriðju lotu var Santiago alveg búinn á því og átti erfitt með að fóta sig. Gunnar var einnig orðinn þreyttur en sást minna á Íslendingnum. Gunnar var töluvert sterkari í lokalotunni og vann að lokum öruggan sigur en dómarar bardagans dæmdu Gunnari einróma sigur og það örugglega. Gunnar Nelson er heldur betur kominn á sviðið í UFC og fer að verða eitt stærsta nafnið í veltivigt í heiminum. Magnaður árangur hjá Íslendingnum.Hér að neðan má sjá textalýsingu frá bardaganum í kvöld:Niðurstaðan: Gunnar Nelson vann bardagann með miklum yfirburðum að mati dómara bardagans. Allir þrír dómarar bardagans dæmdu Gunnari í vil. Frábær sigur hjá okkur manni. Hann sýndi nýja takta í kvöld og boxaði mikið við Santiago en áður hefur hann verið meira í gólfinu og glímt við andstæðinga sína.3. lota: Santiago var nokkuð öflugur rétt undir lok bardagans og tók á sig nokkur högg. Bardaginn er búinn og nú bíðum við eftir niðurstöðunni.3. lota: Gunnar Nelson er að standa sig gríðarlega vel gegn þessum andstæðing, lítið eftir og líklega nær hann ekki að rota Santiago.3. lota: Lotan byrjar rólega en Santiago er alveg búinn á því. Þreytan er farinn að ná völdunum á andstæðing Gunnars.2. lota: Gunnar Nelson tók þessa lota með gríðarlegum yfirburðum. Frábær lota. En þetta er ekki búið.2. lota: Gunnar liggur núna ofan á Santiago og kýlir hann í andlitið. Þetta er hans lota. Það er á hreinu.2. lota: Gunnar náði þungum vinstri krók í Santiago, þetta lítur betur út núna.1. lota: Santiago var líklega betri í fyrstu lotu og þú þarf Gunnar að spýta í lófana.1. lota: Gunnar var að ná Santiago á gólfið og þeir glíma núna.1. lota: Gunnar að fá þung högg á sig í fyrstu lotu. Andstæðingurinn er stærri.Fyrir bardagann: Bruce Buffer er núna að kynna drengina til leiks. Það er allt að verða vitlaust í Wembley Arena.Fyrir bardagann: Gunnar Nelson er að ganga inn í salinn með sitt venjulega þemalag með Hjálmum. Strákurinn er pollrólegur og ekki vott af stressi í augunum á okkar manni. Þetta er að fara í gang!!Fyrir bardagann: Nú fer að styttast í okkar mann. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessu einvígi. Þetta er tækifærið fyrir Gunnar Nelson til að koma sér á kortið í UFC sem einn af bestu bardagaköppum jarðarinnar.Fyrir bardagann: Spennan er að magnast en það eru aðeins einn bardagi á milli þangað til að okkar maður stígur á stóra sviðið.Fyrir bardagann: Fyrsti bardagi kvöldsins er virkilega skemmtilegur og menn berjast til síðasta blóðdropa. Hann er því enn í gangi og gæti seinkað bardaga Gunnars örlítið.Fyrir bardagann: Jæja þá er útsendingin byrjuð og fyrsti bardagi kvöldsins að hefjast.
Íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira