Fótbolti

Ný tölvuflaga í fótboltatreyjum framtíðarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Það þarf að breyta fótboltareglunum til þess að leikmenn megi hafa tölvuflögu á fótboltabúningnum sínum. Umræða um slíka framtíðarfótboltabúninga er nú í gangi til að auka eftirlit með leikmönnum inn á vellinum í kjölfar hjartaáfalls Fabrice Muamba í miðjum leik í fyrra.

Tölvuflagan yrði sett í búning leikmanna og gefur möguleika á að fylgjast náið með hjartslætti og líkamshita leikmannanna sem og hversu mikið leikmenn hlaupa í leikjum.

Lög fótboltans í dag banna öll rafræn samskipti milli leikmanna og starfsmanna liðsins.

Stjórn IFAB, International FA Board, hefur fengið beiðni inn á borð til sín um að gera undantekningu á reglunum svo að fótboltatreyjur framtíðarinnar geti verið svona tæknilegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×