Biðst velvirðingar á ummælum um Kúbu norðursins VG skrifar 14. febrúar 2013 09:42 Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, biðst velvirðingar á því að hafa líkt Íslandi við Kúbu þegar hann var spurður út í það hvað gæti gerst felldu Íslendingar fyrsta Icesave samninginn árið 2009. Þetta kemur fram í svargrein Gylfa við grein Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis sem ber heitið „Kerfisbundnar rangfærslur" og birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Heiðar Már sagði að síðan Gylfi steig inn í stjórnmálin hafi hann sagt og gert ýmislegt sem orkaði tvímælis. Hann vill meina að fyrrverandi ráðherrann hafi haft kerfisbundið rangt fyrir sér. Svo tekur Heiðar meðal annars dæmi um aðkomu og ummæli Gylfa um SpKef og Byr, Landsbanka Íslands, Icesave og einnig bága stöðu Orkuveitunnar. Um Orkuveituna skrifar Heiðar Már: „Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu." Þessu svarar Gylfi í dag með því að tekist hefði að snúa rekstri Orkuveitunnar og að nauðasamningar fyrir Orkuveituna myndu sjálfkrafa þýða nauðasamningar fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem ábyrgjast lán Orkuveitunnar. Slíkt sé þó ekki raunin, staða Orkuveitunnar sé mun betri nú að sögn Gylfa. Svo bætir Gylfi við: „Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari." Sjálfur upplýsir Gylfi ekki um meintu aðkomu Heiðars Más ef til nauðasamninga kæmi. Gylfi lýkur grein sinni á því að svara Heiðar varðandi Icesave og skrifar: „Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram." Tengdar fréttir Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00 Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, biðst velvirðingar á því að hafa líkt Íslandi við Kúbu þegar hann var spurður út í það hvað gæti gerst felldu Íslendingar fyrsta Icesave samninginn árið 2009. Þetta kemur fram í svargrein Gylfa við grein Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis sem ber heitið „Kerfisbundnar rangfærslur" og birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Heiðar Már sagði að síðan Gylfi steig inn í stjórnmálin hafi hann sagt og gert ýmislegt sem orkaði tvímælis. Hann vill meina að fyrrverandi ráðherrann hafi haft kerfisbundið rangt fyrir sér. Svo tekur Heiðar meðal annars dæmi um aðkomu og ummæli Gylfa um SpKef og Byr, Landsbanka Íslands, Icesave og einnig bága stöðu Orkuveitunnar. Um Orkuveituna skrifar Heiðar Már: „Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu." Þessu svarar Gylfi í dag með því að tekist hefði að snúa rekstri Orkuveitunnar og að nauðasamningar fyrir Orkuveituna myndu sjálfkrafa þýða nauðasamningar fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem ábyrgjast lán Orkuveitunnar. Slíkt sé þó ekki raunin, staða Orkuveitunnar sé mun betri nú að sögn Gylfa. Svo bætir Gylfi við: „Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari." Sjálfur upplýsir Gylfi ekki um meintu aðkomu Heiðars Más ef til nauðasamninga kæmi. Gylfi lýkur grein sinni á því að svara Heiðar varðandi Icesave og skrifar: „Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram."
Tengdar fréttir Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00 Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00
Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27