Íslenski boltinn

Siggi Raggi: Besti þjálfarinn á Íslandi?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mynd/Stefán
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur sett nýjan pistil inn á heimasíðu sína www.siggiraggi.is. Hann skrifar þar um það hvernig leikmenn og starfsfólk kvennalandsliðsins breyttu honum sem þjálfara.

Pistlar Sigurðar hafa vakið mikla athygli á síðustu misserum og eru alltaf skemmtileg lesning. Sigurður Ragnar skírði pistil sinn að þessu sinni "Besti þjálfarinn á Íslandi?" og þar kemst hann að því að hann sé í sínum augum jafnvel besti þjálfarinn á Íslandi.

"Þegar ég tók við A-landsliði kvenna í knattspyrnu fyrir 6 árum síðan hafði ég aldrei þjálfað áður. Ég átti mér samt draum um að verða besti þjálfarinn á Íslandi og í kjölfarið verða jafnvel boðið að taka við strákaliði....... en í mínu tilfelli voru það leikmenn og starfsfólk landsliðsins sem smituðu mig og þau breyttu hugmyndafræðinni minni um þjálfun. Þegar ég kynntist þeim og sá ástríðu þeirra til að ná árangri og hverju þau eru tilbúin að fórna og leggja á sig til að komast í fremstu röð gat ég ekki annað en hrifist með. Ég breyttist sem þjálfari og þjálfunin er löngu hætt að snúast um mig. Nú þjálfa ég til að hjálpa stelpunum að ná árangri," skrifar Sigurður Ragnar en það er hægt að nálgast allan pistilinn með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×