Morðingi Bulger „enn hættulegur" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2013 11:57 Denise Fergus Nordicphotos/Getty Móðir James Bulger telur þá sem fremja alvarlega glæpi þurfa þyngri refsingar. Tuttugu ár eru liðin frá því tveggja ára sonur hennar var myrtur í Liverpool á Englandi. James Bulger var numinn á brott frá Strand-verslunarmiðstöðinni í hverfinu Bootle í Liverpool þann 12. febrúar 1993. Öryggismyndavélar sýndu tvo tíu ára drengi, Jon Venables og Robert Thompson, leiða Bulger í burtu. Þeir fóru með hann að lestarteinum þar sem þeir pyntuðu hann áður en þeir skildu lík hans eftir. Lest keyrði svo yfir líkið. Venables og Thompson voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð en var sleppt tæpum átta árum síðar og gefin ný nöfn. Denise Fergus, móðir Bulger, segir í viðtali við Sky News að gera þurfi breytingar á lagakerfinu svo morðingjar fái harðari refsingu. „Það þarf að koma þeim í skilning um að það sem þeir gerðu er rangt. Ef þeir fá nógu harða refsingu þá hugsa þeir sig kannski tvisvar um áður en þeir brjóta aftur af sér," segir Fergus í viðtali við Sky News. Jon VenablesNordicphotos/Getty „Það sem ég meina er að það þarf að hætta með þessa heimskulegu dóma eins og fimm eða tíu ár. Ef þeir fá tíu ára dóm á ekki að stytta þá um fimm ár vegna góðrar hegðunar." Venables var dæmdur í fangelsi á ný árið 2010 fyrir niðurhal og dreyfingu barnakláms. Lengi vel var ekki gefið upp hvers vegna Venables hafði verið handtekinn. Ástæðan kom þó í ljós þegar mál hans var tekið fyrir af dómstólum. Fergus mun á næstunni koma fyrir skilorðsnefnd Bulger. Það verður í fyrsta skipti sem hún sækir fund nefndarinnar í eigin persónu. Í viðtalinu við Sky News segist hún hafa áhyggjur af því að morðið á syni hennar hafi tengst kynhvötum morðingjanna. Hún telur þá hlið málsins aldrei hafa verið rannsakaða nægilega vel. „Ég hvet þá til þess að sleppa honum ekki þar sem ég tel að hann sé enn hættulegur. Hann er tifandi tímasprengja og hefur alltaf verið," segir Fergus. Robert ThompsonNordicphotos/Getty „Eftirlitsmaður átti að fylgjast með honum. En að hann hafi komið upp þessu safni ljósmynda á fartölvu sinni er ótrúlegt og sýnir að hann var ekki undir neinu eftirliti." „Ég er ekki að segja að það eigi að læsa hann inni fyrir lífstíð. En þar til hann fer að hugsa skýrt þarf hann að sitja inni. En ég veit ekki hvort hann muni nokkurn tímann hugsa nægilega skýrt," segir Fergus. Hún vill ekki að Venables fái nýtt auðkenni næst þegar hann verður látinn laus. Hún segir alla munu fylgjast vel með því þegar Venables verði látinn laus á ný. Því sé sú hætta fyrir hendi að fólk muni verða tortryggið í garð nýs nágranna sem eigi ekkert skylt við málið. Komið hefur fram að breskur maður þurfti að sæta tilefnislausum ásökunum um morðið á Bulger í tæp fimm ár. Það var ekki fyrr en Venables var handtekinn á ný árið 2010 sem ásökununum linnti. Þá var hann fluttur úr hverfinu. Tæpur mánuður var í þriggja ára afmæli James Bulger þegar hann var myrtur.Nordicphotos/Getty Bretland Morðið á James Bulger Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Móðir James Bulger telur þá sem fremja alvarlega glæpi þurfa þyngri refsingar. Tuttugu ár eru liðin frá því tveggja ára sonur hennar var myrtur í Liverpool á Englandi. James Bulger var numinn á brott frá Strand-verslunarmiðstöðinni í hverfinu Bootle í Liverpool þann 12. febrúar 1993. Öryggismyndavélar sýndu tvo tíu ára drengi, Jon Venables og Robert Thompson, leiða Bulger í burtu. Þeir fóru með hann að lestarteinum þar sem þeir pyntuðu hann áður en þeir skildu lík hans eftir. Lest keyrði svo yfir líkið. Venables og Thompson voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð en var sleppt tæpum átta árum síðar og gefin ný nöfn. Denise Fergus, móðir Bulger, segir í viðtali við Sky News að gera þurfi breytingar á lagakerfinu svo morðingjar fái harðari refsingu. „Það þarf að koma þeim í skilning um að það sem þeir gerðu er rangt. Ef þeir fá nógu harða refsingu þá hugsa þeir sig kannski tvisvar um áður en þeir brjóta aftur af sér," segir Fergus í viðtali við Sky News. Jon VenablesNordicphotos/Getty „Það sem ég meina er að það þarf að hætta með þessa heimskulegu dóma eins og fimm eða tíu ár. Ef þeir fá tíu ára dóm á ekki að stytta þá um fimm ár vegna góðrar hegðunar." Venables var dæmdur í fangelsi á ný árið 2010 fyrir niðurhal og dreyfingu barnakláms. Lengi vel var ekki gefið upp hvers vegna Venables hafði verið handtekinn. Ástæðan kom þó í ljós þegar mál hans var tekið fyrir af dómstólum. Fergus mun á næstunni koma fyrir skilorðsnefnd Bulger. Það verður í fyrsta skipti sem hún sækir fund nefndarinnar í eigin persónu. Í viðtalinu við Sky News segist hún hafa áhyggjur af því að morðið á syni hennar hafi tengst kynhvötum morðingjanna. Hún telur þá hlið málsins aldrei hafa verið rannsakaða nægilega vel. „Ég hvet þá til þess að sleppa honum ekki þar sem ég tel að hann sé enn hættulegur. Hann er tifandi tímasprengja og hefur alltaf verið," segir Fergus. Robert ThompsonNordicphotos/Getty „Eftirlitsmaður átti að fylgjast með honum. En að hann hafi komið upp þessu safni ljósmynda á fartölvu sinni er ótrúlegt og sýnir að hann var ekki undir neinu eftirliti." „Ég er ekki að segja að það eigi að læsa hann inni fyrir lífstíð. En þar til hann fer að hugsa skýrt þarf hann að sitja inni. En ég veit ekki hvort hann muni nokkurn tímann hugsa nægilega skýrt," segir Fergus. Hún vill ekki að Venables fái nýtt auðkenni næst þegar hann verður látinn laus. Hún segir alla munu fylgjast vel með því þegar Venables verði látinn laus á ný. Því sé sú hætta fyrir hendi að fólk muni verða tortryggið í garð nýs nágranna sem eigi ekkert skylt við málið. Komið hefur fram að breskur maður þurfti að sæta tilefnislausum ásökunum um morðið á Bulger í tæp fimm ár. Það var ekki fyrr en Venables var handtekinn á ný árið 2010 sem ásökununum linnti. Þá var hann fluttur úr hverfinu. Tæpur mánuður var í þriggja ára afmæli James Bulger þegar hann var myrtur.Nordicphotos/Getty
Bretland Morðið á James Bulger Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira