Skuldir Aurum Holding niðurfærðar fyrir sölu Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. febrúar 2013 11:18 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, flytur málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Mynd/ Stefán. Ákæra á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í svokölluðu Aurum Holding máli var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérstakur saksóknari lagði meðal annars fram gögn um að hlutafé fyrirtækisins hefði verð fært niður í núll á árunum 2009/2010. Á sama tíma hafi skuldir félagsins einnig verið niðurfærðar verulega, en Vísir er ekki með upplýsingar að hve miklu leyti þær voru niðurfærðar. Þessar upplýsingar voru lagðar fram vegna bréfs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara um að Aurum Holding hafi verið selt bandaríska fjárfestingasjóðnum Apollo í fyrra fyrir því sem nemur 36 milljörðum íslenskra króna. Ákæran í Aurum málinu lýtur að sex milljarða króna láni Glitnis til félagsins FS38 til kaupa á 26% hlut í Aurum Holding, en sérstakur saksóknari telur að hluturinn hafi verið keyptur á yfirverði og áhættunni af láninu hafi allri verið velt yfir á Glitni banka. Sagt hefur verið frá því, meðal annars hér á Vísi að, í bréfi Jóns Ásgeirs til Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, kemur fram að slitastjórn Landsbankans hafi nýverið selt Aurum, en kaupandinn er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Apollo. Jón Ásgeir bendir á að söluverð hlutafjárins hafi verið u.þ.b. 107,5 milljónir breskra punda og vaxtaberandi skuldir eru u.þ.b. 67,5 milljónir breskra punda, samtals u.þ.b. 175 milljónir breskra punda. Það eru um 36 milljarðar íslenskra króna. „Söluverði er því ívið hærra, en vænt söluverð félagsins til austurlenska skartgripafyrirtækisins Damas á árinu 2008, sem viðskipti milli FS38/Fons og Glitnis banka hf. voru byggð á og sæta nú að því er virðist enn rannsókn embættisins. Næsta fyrirtaka í Aurum málinu verður þann 3. apríl næstkomandi. Aurum Holding málið Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Ákæra á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í svokölluðu Aurum Holding máli var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérstakur saksóknari lagði meðal annars fram gögn um að hlutafé fyrirtækisins hefði verð fært niður í núll á árunum 2009/2010. Á sama tíma hafi skuldir félagsins einnig verið niðurfærðar verulega, en Vísir er ekki með upplýsingar að hve miklu leyti þær voru niðurfærðar. Þessar upplýsingar voru lagðar fram vegna bréfs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara um að Aurum Holding hafi verið selt bandaríska fjárfestingasjóðnum Apollo í fyrra fyrir því sem nemur 36 milljörðum íslenskra króna. Ákæran í Aurum málinu lýtur að sex milljarða króna láni Glitnis til félagsins FS38 til kaupa á 26% hlut í Aurum Holding, en sérstakur saksóknari telur að hluturinn hafi verið keyptur á yfirverði og áhættunni af láninu hafi allri verið velt yfir á Glitni banka. Sagt hefur verið frá því, meðal annars hér á Vísi að, í bréfi Jóns Ásgeirs til Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, kemur fram að slitastjórn Landsbankans hafi nýverið selt Aurum, en kaupandinn er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Apollo. Jón Ásgeir bendir á að söluverð hlutafjárins hafi verið u.þ.b. 107,5 milljónir breskra punda og vaxtaberandi skuldir eru u.þ.b. 67,5 milljónir breskra punda, samtals u.þ.b. 175 milljónir breskra punda. Það eru um 36 milljarðar íslenskra króna. „Söluverði er því ívið hærra, en vænt söluverð félagsins til austurlenska skartgripafyrirtækisins Damas á árinu 2008, sem viðskipti milli FS38/Fons og Glitnis banka hf. voru byggð á og sæta nú að því er virðist enn rannsókn embættisins. Næsta fyrirtaka í Aurum málinu verður þann 3. apríl næstkomandi.
Aurum Holding málið Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira