Fischer-setrið líklegasta nafnið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2013 13:34 Stefnt er að því að opna safnið í vor eða í síðasta lagi í sumar. „Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira," segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss. Skrifað var undir vilyrði að leigusamningi milli Skákfélags Selfoss og byggingarmeistarans Sigfúsar Kristinssonar síðastliðið sumar. Safnið verður staðsett á efri hæð Austurvegar 21. Upphaflega var stefnt að því að opna í byrjun mars en Magnús segir ljóst að svo verði ekki. Safnið muni þó opna í vor eða í síðasta lagi í sumar. Á safninu verða munir til sýnis úr einvígi Boris Spassky og Bobby Fischer í Reykjavík 1972, oft nefnt einvígi aldarinnar. Aðspurður hvernig gangi að safna munum segir Magnús: „Það hefur gengið ágætlega. Við höfum verið í samskiptum við stóra safnara á Íslandi sem og erlendis. Við höfum fengið vilyrði fyrir munum að láni og að gjöf líka. Það eru líka margir sem eiga verðmæta muni sem vilja mikla peninga fyrir þá," segir Magnús. Hann segist þó nokkuð sáttur með stöðu mála en vill þó ekki ræða frekar hvaða einstöku munir verði til sýnis. „Ég vil nú helst ekki gera það. Við erum í samningaviðræðum við þessa safnara og vil síður nefna sérstaka muni á þessu stigi," segir Magnús. Ekki hefur verið ákveðið formlega hvaða nafn safnið mun bera en eitt er þó líklegra en önnur. „Fischer setrið á selfossi er líklegast að það muni heita. Það er það nafn sem við í undirbúningsnefndinni höfum notað. Mér þykir það líklegast en það er samt ekki alveg pottþétt," segir Magnús. Bobby Fischer er sem kunnugt er jarðsettur í kirkjugarðinum í Laugardælum í grennd við Selfoss. Ferðamenn hafa sýnt grafreitnum mikinn áhuga. „Ég hef eftir fólki sem býr þarna í Laugardælum að það er stöðugur umferð þarna. Það koma nokkra bílar á hverjum einasta degi. Yfir sumartímann koma lágmark ein eða tvær rútur daglega þannig að áhuginn er gríðarlega mikill," segir Magnús. Árborg Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
„Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira," segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss. Skrifað var undir vilyrði að leigusamningi milli Skákfélags Selfoss og byggingarmeistarans Sigfúsar Kristinssonar síðastliðið sumar. Safnið verður staðsett á efri hæð Austurvegar 21. Upphaflega var stefnt að því að opna í byrjun mars en Magnús segir ljóst að svo verði ekki. Safnið muni þó opna í vor eða í síðasta lagi í sumar. Á safninu verða munir til sýnis úr einvígi Boris Spassky og Bobby Fischer í Reykjavík 1972, oft nefnt einvígi aldarinnar. Aðspurður hvernig gangi að safna munum segir Magnús: „Það hefur gengið ágætlega. Við höfum verið í samskiptum við stóra safnara á Íslandi sem og erlendis. Við höfum fengið vilyrði fyrir munum að láni og að gjöf líka. Það eru líka margir sem eiga verðmæta muni sem vilja mikla peninga fyrir þá," segir Magnús. Hann segist þó nokkuð sáttur með stöðu mála en vill þó ekki ræða frekar hvaða einstöku munir verði til sýnis. „Ég vil nú helst ekki gera það. Við erum í samningaviðræðum við þessa safnara og vil síður nefna sérstaka muni á þessu stigi," segir Magnús. Ekki hefur verið ákveðið formlega hvaða nafn safnið mun bera en eitt er þó líklegra en önnur. „Fischer setrið á selfossi er líklegast að það muni heita. Það er það nafn sem við í undirbúningsnefndinni höfum notað. Mér þykir það líklegast en það er samt ekki alveg pottþétt," segir Magnús. Bobby Fischer er sem kunnugt er jarðsettur í kirkjugarðinum í Laugardælum í grennd við Selfoss. Ferðamenn hafa sýnt grafreitnum mikinn áhuga. „Ég hef eftir fólki sem býr þarna í Laugardælum að það er stöðugur umferð þarna. Það koma nokkra bílar á hverjum einasta degi. Yfir sumartímann koma lágmark ein eða tvær rútur daglega þannig að áhuginn er gríðarlega mikill," segir Magnús.
Árborg Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira