Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 20-19 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 28. febrúar 2013 11:07 FH vann mikilvægan sigur á Aftureldingu 20-19 í Kaplakrika í kvöld en liðin náðu sér hvorugt almennilega á strik í leiknum. Afturelding fékk dauðafæri á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en Daníel Freyr Andrésson varði hraðaupphlaup frá Benedikt Reyni Kristinssyni. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum tók þessar myndir hér fyrir ofan. Gengi Aftureldingar heldur áfram að vera dapurt og Konráð Ólafsson, nýráðinn þjálfari liðsins, á mikið verk óunnið með liðið ef þeir ætla halda sér í deildinni. Gestirnir frá Mosfellsbænum byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0. Það tók FH-inga heilar átta mínútur að komast á blað og skora sitt fyrsta mark í leiknum en það sem bjargaði þeim að hvorugt liðið var að leika góðan handbolta. Liðin áttu bæði í vandræðum með sóknarleik sinn og fátt virtist ganga upp. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan 6-6 og hörmulegur handbolti í gangi hjá báðum liðum. Þegar flautað var til hálfleik var síðan staðan enn jöfn 9-9 og þjálfarar beggja liða þurftu væntanlega að messa vel yfir sínum mönnum. Það hresstist aðeins uppá leikinn til að byrja með í síðari hálfleiknum og allt leit út fyrir að liðin væru að komast í gang. Svo var í raun ekki og fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiksins voru liðin enn í vandræðum. FH-ingar komust samt sem áður í 15-13 þegar hálfleikurinn var hálfnaður og voru hægt og bítandi að vinna sig inní leikinn. FH-ingar voru sterkari næstu mínúturnar og voru tveim mörkum yfir 18-16 þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Það var varnarleikur liðsins og markvarsla sem hélt þeim á floti. Leikmenn Aftureldingar virtust vera búnir með tankinn og sóknarleikur þeirra virkilega hugmyndasnauður. Gestirnir gáfust aldrei upp og seldu sig virkilega dýrt undir lokin. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 20-19 þegar Benedikt Reynir Kristinsson stal boltanum, brunaði upp völlinn og fékk algjört dauðafæri en Daníel Freyr Andrésson varði frábærlega. Niðurstaðan frábær sigur FH. Einar Andri: Sýndum mikinn karakter í kvöld„Ég er ánægður með sigurinn, við sýndum karakter að halda þetta út," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við fórum töluvert illa að ráði okkar undir lokin þegar við hleyptum þessum upp í spennu og hefðum átt að klára þetta á meira sannfærandi hátt." „Maður getur ekkert tekið af Mosfellingum eftir leikinn í kvöld. Þeir börðust alveg eins og ljón, sýndu frábæran varnarleik og Davíð (Svansson) var frábær í markinu." „Við erum oft á tíðum búnir að lenda í spennandi leikjum og ég er gríðarlega ánægður með það hvar við náum oftast á klára slíka leiki, það sýnir karakter." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Konráð: Upplifi í raun sigur„Ég upplifi eiginlega bara sigur eftir þennan leik," sagði Konráð Ólafsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að spila rosalega góðan handbolta í kvöld, sérstaklega vörn og markvörslu. FH-ingar eru með mjög sterkt lið en við gefumst aldrei upp í kvöld. Það fór að blása heldur gegn okkur undir lokin en strákarnir héldu alltaf áfram." „Við náum síðan að vinna okkur inn í þetta lokafæri sem er bara stöngin út, stöngin inn og ég er bara sáttur við þessa frammistöðu." „Það er virkilega gaman að vera komin aftur í íslenskan handbolta," sagði Konráð að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Stefán Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
FH vann mikilvægan sigur á Aftureldingu 20-19 í Kaplakrika í kvöld en liðin náðu sér hvorugt almennilega á strik í leiknum. Afturelding fékk dauðafæri á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en Daníel Freyr Andrésson varði hraðaupphlaup frá Benedikt Reyni Kristinssyni. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum tók þessar myndir hér fyrir ofan. Gengi Aftureldingar heldur áfram að vera dapurt og Konráð Ólafsson, nýráðinn þjálfari liðsins, á mikið verk óunnið með liðið ef þeir ætla halda sér í deildinni. Gestirnir frá Mosfellsbænum byrjuðu leikinn betur og komust í 2-0. Það tók FH-inga heilar átta mínútur að komast á blað og skora sitt fyrsta mark í leiknum en það sem bjargaði þeim að hvorugt liðið var að leika góðan handbolta. Liðin áttu bæði í vandræðum með sóknarleik sinn og fátt virtist ganga upp. Þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan 6-6 og hörmulegur handbolti í gangi hjá báðum liðum. Þegar flautað var til hálfleik var síðan staðan enn jöfn 9-9 og þjálfarar beggja liða þurftu væntanlega að messa vel yfir sínum mönnum. Það hresstist aðeins uppá leikinn til að byrja með í síðari hálfleiknum og allt leit út fyrir að liðin væru að komast í gang. Svo var í raun ekki og fyrstu fimmtán mínútur síðari hálfleiksins voru liðin enn í vandræðum. FH-ingar komust samt sem áður í 15-13 þegar hálfleikurinn var hálfnaður og voru hægt og bítandi að vinna sig inní leikinn. FH-ingar voru sterkari næstu mínúturnar og voru tveim mörkum yfir 18-16 þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Það var varnarleikur liðsins og markvarsla sem hélt þeim á floti. Leikmenn Aftureldingar virtust vera búnir með tankinn og sóknarleikur þeirra virkilega hugmyndasnauður. Gestirnir gáfust aldrei upp og seldu sig virkilega dýrt undir lokin. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 20-19 þegar Benedikt Reynir Kristinsson stal boltanum, brunaði upp völlinn og fékk algjört dauðafæri en Daníel Freyr Andrésson varði frábærlega. Niðurstaðan frábær sigur FH. Einar Andri: Sýndum mikinn karakter í kvöld„Ég er ánægður með sigurinn, við sýndum karakter að halda þetta út," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við fórum töluvert illa að ráði okkar undir lokin þegar við hleyptum þessum upp í spennu og hefðum átt að klára þetta á meira sannfærandi hátt." „Maður getur ekkert tekið af Mosfellingum eftir leikinn í kvöld. Þeir börðust alveg eins og ljón, sýndu frábæran varnarleik og Davíð (Svansson) var frábær í markinu." „Við erum oft á tíðum búnir að lenda í spennandi leikjum og ég er gríðarlega ánægður með það hvar við náum oftast á klára slíka leiki, það sýnir karakter." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Konráð: Upplifi í raun sigur„Ég upplifi eiginlega bara sigur eftir þennan leik," sagði Konráð Ólafsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Við erum að spila rosalega góðan handbolta í kvöld, sérstaklega vörn og markvörslu. FH-ingar eru með mjög sterkt lið en við gefumst aldrei upp í kvöld. Það fór að blása heldur gegn okkur undir lokin en strákarnir héldu alltaf áfram." „Við náum síðan að vinna okkur inn í þetta lokafæri sem er bara stöngin út, stöngin inn og ég er bara sáttur við þessa frammistöðu." „Það er virkilega gaman að vera komin aftur í íslenskan handbolta," sagði Konráð að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.Mynd/Stefán
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira