Stjórnmálakreppan á Ítalíu virðist ekki vandamál fyrir fjárfesta 28. febrúar 2013 06:18 Fjárfestar virðast ekki hafa ýkja miklar áhyggjur af þeirri stjórnarkreppu sem ríkir á Ítalíu. Þetta kemur fram í niðurstöðum útboðs á ítölskum ríkisskuldabréfum. Í boði voru ríkisskuldabréf til fimm og tíu ára og reyndist töluverð umfram eftirspurn eftir þeim. Vaxtakrafan á tíu ára bréfunum var um 4,8% og hækkaði úr 4,2% í samskonar útboði í síðasta mánuði. Hinsvegar seldust öll bréfin að nafnvirði 6,5 milljarða evra eða vel yfir 1.000 milljarða króna. Bréfin til fimm ára voru seld á 3,6% vöxtum en í samskonar útboði í janúar voru vextirnir 2,9%. Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að vaxtakjör Ítalíu í þessum útboðum hafi því verið langtum betri en þjóðinni bauðst í nóvember 2011 þegar vextirnir fóru í 7% á tíu ára bréfunum. Þar að auki var um 65% umfram eftirspurn eftir bréfunum í báðum fyrrgreindum skuldabréfaflokkum. BBC hefur eftir Michael Leister greinanda hjá Commerzbank í London að útboðið hafi verið öflugt fyrir Ítali hvernig sem á það sé litið. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestar virðast ekki hafa ýkja miklar áhyggjur af þeirri stjórnarkreppu sem ríkir á Ítalíu. Þetta kemur fram í niðurstöðum útboðs á ítölskum ríkisskuldabréfum. Í boði voru ríkisskuldabréf til fimm og tíu ára og reyndist töluverð umfram eftirspurn eftir þeim. Vaxtakrafan á tíu ára bréfunum var um 4,8% og hækkaði úr 4,2% í samskonar útboði í síðasta mánuði. Hinsvegar seldust öll bréfin að nafnvirði 6,5 milljarða evra eða vel yfir 1.000 milljarða króna. Bréfin til fimm ára voru seld á 3,6% vöxtum en í samskonar útboði í janúar voru vextirnir 2,9%. Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að vaxtakjör Ítalíu í þessum útboðum hafi því verið langtum betri en þjóðinni bauðst í nóvember 2011 þegar vextirnir fóru í 7% á tíu ára bréfunum. Þar að auki var um 65% umfram eftirspurn eftir bréfunum í báðum fyrrgreindum skuldabréfaflokkum. BBC hefur eftir Michael Leister greinanda hjá Commerzbank í London að útboðið hafi verið öflugt fyrir Ítali hvernig sem á það sé litið.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira