Körfubolti

Jóhann Árni ósáttur við bannið

Jóhann Árni Ólafsson.
Jóhann Árni Ólafsson.
Grindvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson var í gær dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Bannið fær hann vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Grindavíkur.

Jóhann Árni var rekinn af velli eftir að hafa fengið tvær óíþróttamannslegar villur. Hann er afar ósáttur við þetta bann.

"Hrikalega svekkjandi að vera hent út úr húsi fyrir "kjaftbrúk" sem var orðrétt "Hvernig gat þetta ekki verið villa". Mín fyrstu orð í garð dómara leiksins í þessum leik og ekki sagt í háum tón. Þetta kom í kjölfarið á mjög grófu broti sem er algjörlega ótrúlegt að dómarinn hafi ekki séð," segir Jóhann Árni á Facebook-síðu sinni og bætir við.

"Nóg að hann hafi gert mistök og ekki séð þetta augljósa brot, þá þarf að gefa tæknivillu. Tvær tæknivillur eru oftast áminning frá aganefnd nema um ofbeldi sé að ræða, mjög slæm hegðun eða endurtekið brot. Hrikalega gróf og svekkjandi refsing fyrir jafn lítið brot."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×